Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 44

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 44
RAFMAGNS- MIÐSTÖÐVARKETILL ELDAVÉLASETT Við Öðinstorg, sími 10322 - Hafnarfirði, sími 50022 Sendum gegn póstkröfu - Greiðsluskilmálar þaö er beinllnis hlægilegt! Það skiptir mig ekki nokkru máli, hvort við erum skyld eða skyld ekki! Frá mlnum sjónarhóli erum við vinir og þaö veröum við fram- vegis. — Þú mátt lika koma og heim- sækja mig, já, þú mátt koma hvenær sem þú vilt! Og aftur skellti hún uppúr. — Oftast nær, elskan, en stundum er ég upptek- in, ég á svo marga vini! Hann stóð um stund, sem negldur viö gólfið, skildi varla hvað hún var aö segja og honum fannst þaö heil eillfö, þangað til hann fékk málið. En þá náði llka reiöin á honum tökum. — Þú ert hóra, sagðí hann, —- já, þú ert hóra, annað ekki! Hún brosti smeöjulega. — Þao getur vel verið, en þvlllk hóra, minn kæri Abel! Ég er að minnsta kosti hástéttarhóra, finnst þér það ekki? Ég sagði þér alltaf, að ég ætlaöi mér að ná langt og það hefi ég staöiö við. Ef ég segði þér nöfnin á þeim vinum, sem hafa heimsótt mig slðustu tvo mánuði, myndir þú verða bæöi undrandi og stoltur af mér, Abel! Ö, ég lifi svo dásamlegu llfi! En mér er al- veg sama hvort þú ert bróðir minn eða páfinn I Róm, þú skalt sannarlega fá að njóta... En þarna gekk hún of langt. Hann fann hvernig stormurinn I sál hans náði algerlega á honum tökum, hann sá rauða þoku fyrir augunum og greip I hálsmálið á kjólnum hennar og svipti honum I sundur, tætti af henni flikurnar þótt hún streittist á móti. En svo varð hún óttasleginn og hætti að verjast og hann tætti sundur kjólinn þar til hann lá i slitrum við fætur hennar og hún stóð nakin á gólfinu. Hún reyndi að brosa til hans, þegar óttinn hvarf henni og opn- aði faöm sinn fyrir honum. En þá spýtti hann fyrirlitlega framan I hana og gekk I 'burtu. Abel Lackland og Dorothea Coombe voru gefin saman i kirkju herra Spencers, I september áriö 1811. Einu gestirnir voru herra Witney og Richard Hunnisett. Eftir vigsluna fór Abel til lyfja- búðarinnar I Piccadilly, til að vinna fram eftir kvöldi, að áætl- unum um nýja lyfjabúö, sem hann ætlaði aö setja upp I Endell Street, fyrir nokkuð af auðæfum Jesses. Hann var vanur að koma seintheim I Gower Street og hann brá ekki vananum, þótt þetta væri brúðkaupsdagur hans. Löngu eftir aö þau voru gengin til náöa I svefnherbergi slnu, lá Dorothea vakandi. Hún hafði ekki búizt við, aö fyrsta reynsla hennnar af hjónabandinu yröi svona snögg, svo stutt og sárs- aukafull, en hún hafði sýnt sömu þolinmæðina og endranær. — En loksins, sagði hún við sjálfa sig og starði út I myrkrið. Loksins er hann eiginmaöur minn. Hann liggur hér við hliö mtna, eigin- maður minn að lokum. Hún sneri sér að honum, reyndi að grilla I andlitsdrætti hans I myrkrinu, þráði aö vita hug hans,- en hann var steinsofandi og hún stundi lágt. Hann hreyfði sig ekki og hún sneri sér frá honum aftur. En hann hafði heyrt til hennar og þetta sorgmædda, lágværa hljóð snerti samvizku hans og hann fylltist fyrirlitningu á sjálf- um sér. Að hafa notaö hana á þennan hátt, eingöngu vegna þess aö hún var ekki Lil, var ófyrirgef- anlegt. Hún, sem hafði hjúkrað honum, umvafiö hann ástúð, án þess aö kref jast nokkurra hlunninda fyrir sjálfa sig, hafði boðið honum eig- ur sínar, svo hann gæti látiö draum sinn rætast, — og hann haföi hagað sér svona gagnvart henni. En nú voru þau gift, og Lil horf- in, hún heyrði til fortlðinni, og það heföi hún alltaf átt aö gera. Ef Charlotte hefði ekki blandað sér I þetta... en það var tómt mál að hugsa um það, barnalega kjána- legt, svo hann ýtti þvi frá sér og fann, að hann gat gert þaö sárs- aukalaust. Hann rétti út höndina og leitaöi fyrir sér að hönd Doro- theu. Hún þrýsti hönd hans á móti, eins og hann væri nú loksins kominn heim til hennar. — Elsku Abel, hvlslaöi hún. — Eg ætla að kappkosta að verða þér góö kona. Og þú skalt verða hamingjusamur, ég lofa þér þvl, ef þú aðeins vilt reyna meö mér. Rödd hennar var svo innileg og lýsti sllku ástriki að hann fylltist auðmýkt. Hvaöhefði orðið út hon- um án hennar. Og nú fann hann, I fyrsta sinn um langan tlma, von- arneista kvikna með sér, von um ást hennar veitti honum aftur trú á mannkynið. Sögulok. tveir menn ultu, hvor um annan þveran I sandinum, og létu höggin / dynja.... Eftir stundarkorn stóð hún við uppþvottavaskinn og fann heita gufuna liöa upp að andlitinu. Þá heyrði hún hurðarskell. Meö skjálfandi höndum reyndi hún að skola glasið, sem hún hélt á. Hún heyröi aö útidyrnar voru opnaöar og síöan lokað. Hún haföi búizt við, að hann liti öðruvlsi út, — órakaður og kannski drukkinn. En hann var sjálfum sér llkur. — Jimmy er alltaf að spyrja um þig. Þegar hann kom nær, fann hún af honum viskýlyktina. Hann horfði á hana og þá sá hún að hann var meö dökka bauga undir augunum og djúpar hrukkur við munninn. Þögn hans hafði mjög óþægileg áhrif á hana. — Segðu eitthvaö! HVER ER LAUREL? framhald af bls. 17 44 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.