Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 22
umsjón:
eva vilhelmsdóttir
tízkuhönnudur
Flestir islenzkir karlmenn kannast
við þá hlægilegu kröfu dyravarða
samkomuhúsanna, um hálstau og,
jakka eða viðkvæði þeirra:, ,,þú ert í
gallabuxum, — út! Erlendir ferða-
menn reka upp stór augu sem von-
legt er, því þessar kröfur þekkjast
ekki í öðrum stórborgum sérstak-
lega þar sem unga fólkið skemmfir
ser. Hér heima er unga fólkið það
stór hópur viðskiptavina skemmti-
staðanna, að raunar væri það ekki
nema sjálfsögð þjónusta, að alla
vega fylgjast með tímanum, og
kynnast hvernig unga fólkið klæðir
sig í dag. Hér á síðunum má sjá
nokkur dæmi um frjálslegan og ó-
hátíðlegan herrafatnað, þar sem
hálstau er látið lönd og leið.
Hér vinstra megin er sjalkraga-
peysa þar sem skyrtukraginn er
brettur utanyfir. Hægra megin,
tveirstoltir í peysusettum. Grófir
peysujakkar eins og þessir á neðri
myndunum verða mjög vinsælir í
vetur.