Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 30

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 30
Gardisette gluggatjöldin heimsþekktu eru nú fyrirliggjandi hjá okkur. Þessi fallegu glugga- tjöld setja þann heimilissvip á íbúðina, sem allir æskja. Viö bjóðum tiu mismunandi mynstur í fjórum síddum. Gæöin þekkja allir. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Innflutningsdeild SAMBANDSHÚSINU RVlK, SÍMI 17080 MYNDIR j ELDINUM FRAMHALD AF BLS. 14 saman i brúnni, annað kvöldið sitt frá Trinidad. — Hvað finnst þér um þessi veikindi hans? spurði Macrimm- on. — Þau eru að minnsta kosti i engu sambandi við sólina. — Er það þá einhver smá-las- l.eiki? Skipstjórinn hló snöggt. — Stór- lasleiki, ef þú vilt vita það. En ekkert, sem læknarnir ráða við. Ballantyne saug pipuna, hugsi, en skaut siðan fram spurningu gegn um bláan reykinn: Hvaö veizt þú um galdralækningar? — Ég hef aðeins heyrt þær nefndar, það er allt og sumt. — Einmitt. Sama hér. Maður heyrir það oftar nefnt á sumum stöðum en öðrum, og gjarna á Haiti. Mér er að detta i hug, að eitthvað slikt gangi að honum Soubirail kallinum — mér dettur i 'nug, að einhver hafi beitt hann ósk. — Beitt ósk? spurði Macrimm- on vantrúaður. — Já, svo er það kallað i Havredieu. Það er gömul galdra- kelling að nafni Madame Bocage, sem selur ástardrykki og þess háttar. Hún gæti átt þátt i þessu. — En hvaða ástæða gæti verið til þess? — Þú veizt, að Soubirail á konu I Havredieu. Honum þykir vænt um hana, enda þótt hann sé bara ^jóarablók, eins og þú sjálfur. Og nú hefur Celeste eignazt dálitinn landskika. — Þú átt við, að hún vilji fá' hann i land? — Það vill hún sjálfsagt, en það er ekki ástæðan. Þú skilur, að jarðeignir eru i miklum metum þarna á eynni. Þetta er nú svo sem ekkert merkilegt — dálitill kartöflublettur með hrörlegum húskofa á. Soubirail er æstur i að selja það, en svo er þarna alls konar Irændfólk og systkini — all- ir ættingjar hennar Celeste, sem - vildu heldur sjá hann dauðan en, að hann seldi nokkuð af þvi. Þetta er i þeirra augum heilög jörð, skilurðu. Alþakið leiðum forfeðr- anna, og kannski nokkurra forn- aldardrauga, sem reika um i tunglskininu. — Trúirðu þessu.... ég á við i alvöru? — Kannski ekki með fullri skynsemi, enlólkið trúir þvi samt og það skiptir mestu máli. Soubi- rail hugsaði sér að selja og Cel- este átti að koma um borð hjá okkur og fara til Bandarikjanna, eina ferð og til baka aftur. Og svo ætluðu þau að setjast að i Trini- dad- og koma sér upp hóp af krökkum. — Hvað heldur þá aftur af hon- um? — Ekkert nema þessir frændur og venzlafólk, sem ég var að nefna. Og svo kannski hún Bo- cage gamla, sem hefur verið að senda honum nokkrar aðvaranir i þessum túr. — Hvers konar aðvaranir? Ballantyne svaraði settlega, án þess að lita á vin sinn: — Myndir i eldinum. — 1 firunum? — 1 auga hugarins. En hann vill ekki segja, hvers konar myndir þetta eru. — Þú hefur þá talað við hann? — Flest sem ég hef verið að segja þér, hef ég beint frá honum. — Og myndirnar? — Þær eru aðvörun, eins og ég sagði. Rétt hóglegar áminningar um, hvað gæti gerzt, ef hann færi eitthvað burt og sendi forfeðrum sinum sjómannskveðju. En þeir voru þrælar, verðurðu að muna. Macrirrimon áttaði sig snögg- lega á þvi sem kyndarinn hafði sagt honum um það, hvernig kastið hafði byrjað siðast. Hann beygði sig yfir kortið, en leit siðan forvitinn á Ballantyne, en' andlit hans var i hálfskugga, en að hálfu upplýst af grænleitum bjarman- um frá nátthúslampanum. — Hvað færðu út úr þessu, Adam? Skipstjórinn reykti stundarkorn áður en hann svaraði? — Hann pabbi minn stundaði fiskveiðar, endur fyrir löngu og ég með honum. Gömlu konurnar i þá dága kunnu einhverja visu, sem var einhvers konar sildar- spakmæli. Auðvitað var þetta kiára vitleysa, en fiskurinn hag- aði sér nú samt eitthvað svipað og sagði i visunni, enda þótt ég skilji nú aldrei i þvi. Og meira get ég ekki sagt þér. — Það er nú ekki sérlega ýtar- legt. Kannski ekki, en hitt get ég sagt þér: Við erum á leið til heimaeyjar þeirrar gömlu. Ef Soubirail fer þar i land og kemur ekki aftur, er það ekki fyrir þig og þina lika pb fara að kafa eftir honum og blanda þér i eitthvað, sem hvorugur okkar skilur. Sveitamannssál á ekkert að gera i hendurnar á fjandanum sjálfum i hans eigin riki og mig langar ekk- ert til að fara að gráta hann Mac- rimmon á minu eigin þilfari. Pierron des Isles er þriggja eyja klasi, með heimaeyjuna i miðjunni og Pierrette til norðurs. Minnsta eyjan. sem er ekki nema sker, er kölluð Grand Pierre, þvi að sæfarar liðinna alda hafa lik- lega ætlað að vera fyndnir. Þessi eyja er á siglingaleiðinni til Havredieu, sem er hafnarborg Pierron. ■ Clanrannoch varpaði akkerum skömmu eftir dögun, meðan morgunsólin var enn að gera dá- litla þoku á landi og sjó. Einir tólf róðrabátar voru samstundis komnir að borði og áhafnir þeirra buðu fram ávexti og fisk, með miklum hávaða. Macrimmon brölti niður á þil- far og gekk til Serenu, sem stóð bakborðsmegin og svo horfðu þau bæði á hvitu borgina, sem teygði sig eftir strandlengjunni og steig siðán i mörgum stöllum upp i skógarhæðirnar. Mjó moldargata lá i hlykkjum upp i skóginn og hvarf siðan i skarðinu milli tveggja tinda. — Hvað finnst yður um Havredieu? Serena stóð alveg á öndinni af hrifningu. — Þetta er alveg eins og dúkkuþorp i sólskininu. Og það dásamlega nafn: ,,Höfn Guðs”! Hvað verðum við lengi hérna? spurði hún með ákafa. — Um það bil sólarhring. Við tökum ekki mikinn farm hérna. — Get ég farið i land? — Vitanlega. Þér getið farið i sjó... i tennis... á skjóskiði eða dansað.... hvað sem þér viljið. — Það er ágætt, en hvað um yður? — 1 dag er ég vinnandi maður, ungfrú. En i kvöld á ég fri. Sólarhringurinn varð að þremur. Og þá hafði Soubirail verið saknað i tvo sólarhringa. Enginn hafði séð hann skjótast i land og Ballantyne hafði farið heim til hans árangurslaust. Cel- este gat alls ekki sagt honum, hvar maðurinn sinn væri. — Ég var vitlaus að láta hann halda áfram, sagði skipstjórinn. Ég hefði átt að biða eftir nýjum manni i Port of Spain. Nú þarf ég að senda skeyti og það þýðir sama sem viku töf. — Eigum við að tilkynna lög- reglunni i landi? — Ég er búinn að þvi, en hún virðist litinn áhuga hafa. Helzt er haldið, að hann hafi lent á fyllirii, og muni dingla aftur, timbraður og iðrandi, eftir sóiarhring eða þar um bil. Þeir spurðust eitthvað lauslega fyrir. Macrimmon sagði hikandi: — Framhald-4 bls. :i5 30 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.