Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 13

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 13
Ian Macrimmon • hallaði sér með krosslagða arma upp að háa vélslmastólpanum og bölvaði i hljéði, en af mikilli sannfæringu þó, bæði örlögum sinum og hafn- arstjóra-þjösnanum, sem hafði komið nýmálaöa skipinu hans, Clanrannach.fyrir aftan við belg- mikinn vörukláf, sem var að taka boxir um borð. Allt var þarna þakið rauðu fitukenndu ryki. Handan stóru hafnarinnar sá- ust húsin i Spánarhöfn titra i ti- bránni. Hann hlakkaði til þeirrar ókomnu stundar, er skipið gæti rifið akkerið upp úr leðjunni og stefnt út á hafið bláa. Hann horfði með ánægju á há- setana koma fyrir siðustu pjönk- unum á framlestinni og taka að breiða segldúkinn yfir allt saman og fleyga hann fastan. Kyndari kom upp á þilfarið, iklæddur skyrtu og léreftsbrók- um. Hann strauk sér i framan með vélartvisti, sem skildi eftir hvita þráðarspotta i skeggbrodd- unum. Macrimmon leit á hann með gremjusvip, skipið átti von á farþegum og þetta var heldur ó- heppileg auglýsing fyrir útgerð- ina. Hann æpti til mannsins að hverfa undir þiljur, en kyndarinn skeytti þvi engu og benti honúm með miklum ákafa. Macrimmon glápti á hann, en þaut siðan niður stigann og niður á þilfar. Kyndarinn gekk á undan honum áleiöis að vistarverum vélamannanna,. og hvarf siðan undir þiljur. Macrimmon vó sig á höndunum niður stigann og lenti á korklögðu gólfinu. Hurðin að káetu fyrsta vél- stjóra stóð upp á gátt. Kyndarinn var kominn inn i klefann. Mác- rimmon ýtti honum til hliðar og leit á manninn, sem lá i kojunni. Augun voru galopin og starandi og ranghvolfdust i andlitinu. And- litsbjórinn var bláhvitur og stóð á beini, munnurinn samanbitinn og hakan stirðnuð og framstæð. Hægur skjálfti fór um allan lik- amann, sem gekk eins og i bylgj- um undir þunnu skinninu og brjóstkassinn þandist út. Etienne Soubirail yfirvélstjóri, andaði þungt gegn um nefið. Hann greip i teppið með fingrum, sem liktust mest klóm. Macrimmon greip i öxlina á honum og hristi hann dálitið. Lik- aminn var iskaldur. Kyndarinn sagði dauflega: — bú vekur hann ekki þegar hann er svona. — Hefur hann fengið svona köst áður? Maðurinn var kindarlegur á svipinn. — bau hafa aldrei staðiö svona lengi. Hann fær þau helzt þegar hann ætlar i land. — Ætlaði hann I land i dag? Kyndarinn kinkaði kolli þegj- andi. — En við siglum klukkan sex! hraut út úr Macrimmon. — Hvers vegna sögöuð þiö ekki til þegar hann veiktist? — Meistarinn sagði okkur aö steinhalda kjafti. Hann hélt sig hafa fengið sólsting. — Nei, f jandinn hafi ef þetta er sólstingur. baö llkist meir floga- veiki. Hann gæti legið hérna steindauður. Wf Bouage gamla var æðstiprestur þessarar athafnar. Hún var smávaxin og afgömul, og á fingrum hennar blikuðu margir hringar i eldsloganum, en á höfði hennar gnæfði krans úr grænum greinum... Kyndarinn svaraði þver- móðskulega: — En þetta sagði hann okkur og hann er venjulega fullhress þegar kastið er liöið hjá. Macrimmon rétti úr sér. — Ég ætla að segja skipstjóranum frá þessu. Hafðu auga með honum meðan við náum i lækni. begar Macrimmon kom upp i brúna, sneri Adam Ballantyne að honum baki.. Húfan sat fast á höfðinu og huldu skallann á skip- stjóranum, en rauði hárkraginn stóð niður undan henni. Feiti þrekni llkaminn hallaðist fram, þegar skipstjórinn horfði á upp- skipunarmennina út fyrir grind- verkið. Macrimmon sagði honum sög- una i stuttu máli og bætti svo við: — Hann þarf að fara i land. — Já, vist þarf hann þess, en kannski vilt þú segja mér, hvar ég á að ná i vélstjóra, fyrir kvöld- flóöið? Macrimmon yppti öxlum. — Ég þarf að fara i land á jullunni með hann Soubirail, og sjá, hvað mér verður ágengt hjá hafnarstjóran- um. Kannski er þar einhver aö leita að plássi? Ballantyne kinkaði kolli. — Ég er hræddur um, að þér veröi litið ágengt. Við verðum vist að gera okkur að góðu að vera eina nótt- ina enn hér i flóanum. Hvað liður farminum? — Hann er kominn um borð og hiti á kötlunum. Við gætum lagt af stað undir eins og farþegarnir eru komnir, ef Soubirail væri i lagi. Vel á minnzt, hefurðu heyrt nokkuð af farþegunum? — beir eru komnir og þú ættir að fara og taka móti þeim. Ég ætla inn til min — og ég skyldi ekki i þinum sporum, minnast neitt á þessi smá-vandræði okkar. begar Macrimmon kom niður, voru farþegarnir þrir þegar komnir upp á þilfar. betta voru Cyrus Rademacher, feitur og rik- ur miðaldra maður, en sveittur og leiður i fötum, sem voru alltof hlý i júnimánuði i Trinidad. Svo var það frú Rademacher með skraut- hatt á höfði og i andstyggilega rauðum kjól. Og svo var það hún Serena. Og úr þvi að Serena var þarna, fannst Macrimmon ekki ástæða til að beina að foreldrum hennai nema rétt sjálfsögðustu kurteisis- kveðjum, i hálfum hljóöum. Serena Rademacher var litil dökkhærð, með stór brún augu i sporöskjulaga andliti. Andlitið var gljáalaust og rjómalitt, munnsvipurinn glettnislegur, og varirnar þykkar og rauðar. Ekki gæti hann nú staðið þarna og glápt á hana allan daginn, en liklega hefði hann gert það ef ekki hefði kyndarinn, sem hann hafði skilið eftir hjá Soubirail, komið á vettvang. Nú settust öll vandræð- in aftur að Macrimmon, en hon- um tókst samt að brosa og vikja sér til hliðar, þegar Serena skaut sér fram hjá honum með glettnis- brosi og gekk til foreldra sinna. Kyndarinn gaf einhverja höfuð- bendingu og stýrimaðurinn leit i áttina og sá Soubiralil standa i nokkurra skrefa fjarlægð við bak- borðstokkinn og starði á oliu- mengaðan sjóinn og blágráu fjöll- in i Tinidad. Macrimmon gekk til hans og sagði: — Ertu oröinn góð- ur? — betta var sólinni að kenna.. Ég hvildi mig dálitið i kojunni. Málrómurinn var sönglandi, eins og algengt er á gömlu frö'nsku eyjunum. Macrimmpn var tortrygginn á svipinn. Vélstjórinn yppti öxlum. — Ég er orðinn alveg góður. —• bú varst nú samt eins og lið- ið lik fyrir einum hálftima. — Ég hef vist litiö verr út en ég var i raun og veru. — Jæja, þaö getur nú verið sama héöanaf. bú getur farið i land á bátnum, sem kom með far- þegana. Soubirail varð hissa á svipinn. — bað er engin þörf á þvi, flýtti hann sér að segja. — Ég skal vera við minn keip, þegar við leggjum af stað. — Bull og vitleysa, sagði Mac- rimmon. — bú ert enginn maður til að taka vakt. Skipstjórinn sagði mér að setja þig i land. Taktu nú saman dótið þitt og farðu niður i bátinn. Soubirail sendi honum þolin- mæðibros. — Ég er búinn að tala við skipstjórann og honum finnst ég vera alveg ferðafær. Macrimmon starði á hann, eins og i vafa. — Er þér alvara með þaö Soubirail? Væri ekki betra að fara i land núna og láta athuga þig? Við biðum morgunflóðsins. Soubirail leit aftur i land og svipurinn var skuggalegur. — bað er ekki hægt að gera neitt fyrir mig, sagði hann. Orðin komu blátt áfram, en þó einbeitt og ákveðið. Skipið sigldi gegnum ,',Drekakjaftinn” i hvítleitu tungl- skininu og eina skrúfan rak það átta hnúta, eins og gömlu skipi sæmdi, og glösin glömruðu á borðinu þar sem Ballantyne og Macrimmon sátu að kvöldveröi ásamt farþegum sinum. Rademacher var hressilegur i tali, likastur þvi sem hann væri alltaf að skipa fyrir. Hann sneri sér að Macrimmon. — Og þú! hvæsti hann. — Hvað gerir þú hér? Eru næstæðstur eða eitthvað þess háttar? Macrimmon samþykkti, að hann væri fyrsti stýrimaður. — Ágætt. bá geturðu gert dálit- ið fyrir mig. Litið eftir henni dótt- ur minni, svo að hún sé ekki alltaf á hnakkanum á mér. Sýnt henni skipið. Og lika gætirðu litið eftir henni þegar viö erum i höfn, bætti hann við meö göfugmennskusvip. — Hefurðu nokkuð á móti þvi? Macrimmon svaraði alvarlega, að hann hefði ekkert á móti þvi. begar það mál var útkljáð stikaði hr. Rademacher til dyra, en stanzaði i dyrunum og hvæsti að konu sinni: — Ertu að koma? Frú Rademacher flýtti sér að standa upp, brosti hjárænulega til hinna og fór siðan út i kjölfar herra sins. Framhald á bls. 14 Smásaga eftir John Salt 47. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.