Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 16

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 16
Um morguninn, föstudaginn þann tólfta september, var ennþá jafn heitt og hafði hitabylgjan þá staðíö í tvo mánuði. Laurel útbjó morgunverö, eins og vanalega og Michael minntist ekkert á, að þetta væri siðasti dagur reynslu- timans, áður en hann fór til vinnu sinnar. Slðustu vikurnar höfðu liðið eins og i draumi. Hún hafði látið hverjum degi nægja sina þján- ingu og notið samvistanna við son sinn. Hún hafði heldur ekki nein á- form um framtiðina. Einu sinni hafði þó læözt aö henni sú hugsun, að- strjúka með Jimmy, en sú hugsun hvarf henni á samri stundu. Hún haföi heldur ekki reynt eins og áöur, að berjast við aðmuna fortiðina. Einhvern veg- .nn lannst henni það ekki svo áriðandi lengur. En hún hafði alltaf á tilfinningunni, að þessi hætta, sem henni fannst ætiö vofa yfir sér, væri á næsta leiti. Það kom svo sem út á eitt, hún myndi missa Jimmy og þá var henni sama um sin eigin örlög. Hún gekk út I garðboruna eftir uppþvottinn. Það var eiginlega furðulegt, að hún skildi ekki finna til kviða á þessum degi dómsins Ögurlegur hávaöi frá flugstöðinni Framhaldssaga eftir Marlys Millhisher HVER 9. hluti ER Stundin nálgaðist, örlög hennar voru al- gjörlega á valdi Michaels. Það var greinilegt, að hann beið eftir þvi, að hún hyrfi af sjónarsviðinu. En hún ætlaði sannarlega ekki að gefast upp fyrr en i fulla hnefana. gaf til kynna, að þoturnar væru.að taka sig á loft. Hún skyggði með hönd fyrir augun og horfði á glitr- andi þotuskrokkana, sem æddu af stað fyrir ofan höfuö hennar. Þær flugu i boga yfir flugvellinum og þutu svo upp og i áttina aö f jöllun- um við sjóndeildarhringinn. — Þær eru að fara til Gila Bend, sagði Colleen, sem kom út úr sinu húsi, einmitt I þessu — Veiztu ekki hvers vegna þeir fara þangað. Það er staður úti i eyði- mörkinni og þeir kenna strákun- um að fella sprengjur þar. Segir Mike þér aldrei neitt frá starfi sinu. En Laurel svaraði ekki, heyröi heldur ekki, hvað hún sagði. Þot- an virtist vera að missa hæð og nefið sneri iskyggilega niður á við. Hún benti þangað. — ó, ó, var það eina sem Col- leen gat sagt, áður en þær heyrðu brakið i fjaviægð. Reykur steig upp móti himni, svartur oliureykur. Það hlaut aö hafa kviknað strax i henni, og Laurel sá aðeins reykinn..sem þéttist og steig ennþá hærra.... og tvo menn, sem slógust á hörðum eyðimerkursandinum, ultu hvor um annan og slógu hvorn ann- an.... og annar greip um kverkar hins.... — Laurel! Nú skvetti ég á hana vatni, ef hún vaknar ekki fljót- lega. — Nei, Myra, hún er aö setjast upp, já, hún er að opna augun. Hún hefir kannski fengið tauga- áfall. Hún hefir ekki einu sinni deplaö augunum. — Mamma! Tveir sivalir fætur og rauðar stuttbuxur Jimmys, vögguðu eins 16 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.