Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 24

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 24
í sumar birtí Vikan myndir af nokkrum gömlum húsum í Reykjavik, sem i býr ungt félk, og drap þar á þá þróun undan- farinna ára, að fólk gerir sér stöðugt meiri grein fyrir gildi þess að varðveita menningararfleifð forfeðranna. En fleira er menning en gamlir rokkar, klyfberar, snældustokkar og gömul hús. íslenzki hundurinn var að þvi kominn að deyja út, og þá hefði sennilega ekki orðið langt að biða næsta geirfuglaævintýris. En Sigrið- ur Pétursdóttir húsfreyja á Ólafsvöllum á Skeiðum hefur unnið óeigingjamt starf i þágu náttúruunnenda með þvi að rækta islenzka hundastofninn undanfarin ár, og nú ætti stofninum að vera borgið, ef við hin sofnum ekki á verðinum. Ræktun Sigriðar hefur borið óvenju góðan árang- ur, þvi að hvolpar fæddir hjá henni, hljóta nú hver verðlaunin á fætur öðmm á hundasýningum i Sviþjóð. Hrossaræktun og kynbætur hrossa eru vel þekkt fyrirbæri hérlendis og flestir íslendingar hafa veriö á hestamannamóti og vita hvaö þar fer fram. Hinir eru færri, sem nokkuð þekkja til hundaræktunar, eða háfa fylgzt með hundasýningu, enda mun hundasýningin i Eden i Hvera- gerði siðastliðið sumar hafa verið hin fyrsta sinnar tegundar á land- inu. Hreinræktaðir hundar hafa hins vegar lengi verið i hávegum hafð- ir erlendis og þeir sem fallegastir þykja, njóta ýmiss konar virðing- ar og hljóta margvislega viður- kenningu. Fallegur hundur af við- urkenndum stofni kemst þó ekki öllu hærra i virðingastiganum en a'ó verða „champion”. „Champ- ion” verður hundur ekki fyrr en hann hefur hlotið fjölda verð- launa á mörgum hundasýningum. Þessi heiður fellur fáum einum I skaut og flestir hundaræktendur verða aö biða lengi eftir þvi að hundi frá þeim hlotnist þessi upp- hefð. Einn islenzkurhundur er orðinn „champion” i Svlþjóð. — Hann heitir Kópur of Ólafsvellir og er fæddur á hundaræktunarbúi Sigriðar Pétursdóttur á ólafsvöll- um á Skeiðum. Auk Kóps hafa tveir hundar aörir frá ólafsvöll- um unnið til verölauna I Sviþjóð og þá skortir ekki nema herzlu- muninn til að verða „champion”. Frami hundanna frá Ólafsvöllum er óvenjulega skjótur, þvi að Sigrlður hóf ekki ræktun Is- lenzkra hunda fyrr en um ára- mótin 1967 og 1968. Þá fæddust fyrstu islenzku hvolparni? á Ólafsvöllum og siðan hefur Sigriður haldið ræktun islenzka hundastofnsins áfram óslitið og hefur verið hundaræktenda mik- ilvirkust, þó aö fleiri hafi boriö við ræktun I smáum stil. Páll Agnar yfirdýralæknir á Keldum haföi fengizt nokkuö viö ræktun islenzkra hunda og hann útvegaði Sigriöi fyrstu hundana. Meðal þeirra var Kátur, sem er elztur hundanna á Ólafsvöllum og Sigriður telur ættföður Ólafs- vallastofnsins.. Vikan heimsótti Sigriði austur á Skeið, þar sem hún býr stórbúi með Kjartani Georgssyni manni slnum og þremur börnum þeirra. Við vöktum fyrst máls á hinum skjóta frama íslenzkra hunda á sýningum erlendis. — Þetta er ekki mér aö þakka nema að litlu leyti, sagöi Sigriöur, heldur stafar þaö af þvi hvað Is- lenzki stofninn er eðlisgóður. Hann hefur haldizt við hjá ein- stöku bændum, sem hafa viljað halda I sitt hundakyn og skyld- leikaræktað það. Þessum tiltölu- lega fáu bændum eigum viö það að þakka, að stofninn skuli hafa haldizt hreinn. — Er ekki hætta á úrkynjun, þegar stofn er skyldleikaræktað- ur? — Jú.hætta á úrkynjun er alltaf fyrir hendi viö slikar aðstæður, en þessir gömlu menn hafa vitaö hvaö þeir voru að gera og þeim hefur tekizt að fá sterkan stofn en ekki úrkynjaðan. Reyndar hefur það komió fynr á stöku stað að hundarnir minnkuðu, en það er ekki mjög alvarlegt, þvi aö yfir- leitt er hægt að ná þeim aftur upp I þá stærð sem, eftir þvi sem næst verður komizt, er eðlileg stofnin- um. Islenzki hundurinn er skyldur Og um margt næsta likur I útliti öðrum spitshundategundum, sem fyrirfinnast viðast hvar I nyrztu byggöum heimsins. Hann á uppréttu eyrun og hringaða skott- ið sammerkt með þeim og aðrir spitshundar brosa llka, þegar þeir eru móöir. Við inntum Sigriði eftir þvi, hvaö einkenndi Islenzka hundinn sérstaklega. — Skapgerö hans og lyndiseink- unn er óllk skapgerö annarra spitshundategunda, Hinar hunda- tegundirnar eru mikið sjálfum sér nógar, en islenzki hundurinn tengist manninum ákaflega sterkum böndum og er mjög til- finninganæmur gagvart mannin- um. Þeir eru mjög glaðlyndir og þó fylgja þeir skapi eigandans. Þeir eru glettnir og gamansamir, ef eigandinn er i þannig skapi og þeir eru rólegir, ef húsbóndi þeirra er rólegur. Grimmd þekk- ist ekki I hreinræktuöum Islenzk- um hundi. Sá eiginleiki hefur ver- ið upprættur hjá íslenzka hundin- um, þvi að grimmum hundum ha'a bændurnir lógaö. Grimmd er ó?;skilegur eiginleiki hjá Islenzk- um fjárhundi, þvi aö honum er ætlað að reka féö til og frá en ekki að gæta þess fyrir árás eins og sums staöar er ætlazt til af fjár- hundum, og þess vegna hefur grimmdin verið upprætt með ræktun, sem kannski hefur verið ómeðvituð. Þannig hefur valizt úr þessi góða skapgerö og að minu áliti eru þessi gæði og glaölyndi sterkasta einkenni Islenzka hundsins. Lundahundurinn i Nor- egi, sem reyndar mun vera nærri útdauður, virðist aö mörgu leyti hafa sömu skapgeröareinkenni og Islenzki hundurinn, nema hvaö lundahundurinn er notaður til veiða og þær krefjast eiginleika, sem Islenzki hundurinn hefur ekki, þvi að hann er ekki heppi- legur veiöihundur. Lundahundur- inn og spánski Pyreneahundurinn eru einu hundarnir auk Islenzka hundsins, sem stundum hafa tvö- faldar aukaklær. Þá virðast úlfa- klærnar vera tengdar meö beini upp á legginn. Oftast eru þær tvö- faldar á afturfótum en einfaldar á framfótum. Þó kemur stundum fyrir að úlfaklærnar séu tvöfaldar á framfótum lika og þá eru hund- arnir kallaðir T.lspora. 1 gamla daga var það trú manna, aö ef hvolpur fæddist alspora, fengist ekki betra fjárhundsefni, og stundum koma til mfn bændur og biðja mig að útvega sér alspora- hvolp. Þvl miður get ég ekki oft bætt úr því, þo ab þctta sé það rlkjaiidi, aö I framtiðinni ætti þaö að verða meðul einkenna islenzka hundsins. — A þessi tröllatrú á alspora hundum sér kannski einhverja stoð I raunveruleikanum? — Ætli þetta sé ekki bara hjátrú eins og margt annaö. Hitt er ann- að mál, að kannski hafa menn lagt meiri rækt viö aö kenna al- TEXTI: TRAUSTI ÓLAFSSON spora hvolpum, því aö þeir gengu á hærra verði en aðrir hvolpar og álitið var, aö meiri von væri um árangur. Þá hefur hvolpurinn fengiö meiri tækifæri til þess að læra og orðið betri hundur fyrir bragðiö. — Hve lengi er verið að temja hund? — Hundurinn er náttúrlegu að læra eitthvað nýtt alla ævina, al- veg eins og maðurinn. En ég vil leggja áherzlu á, aö Islenzki hundurinn er afskaplega sein- þroska miðað við aðrar hunda- tegundir og hann nær lika hærri aldri en flestir aörir hundar. Með- alaldur islenzkra hunda er uih þaö bil fimmtán ár, en ég tel að ekki sé hægt að ætlast til þess aö hundur komi að fullu gagni fyrr en hann er orðinn átján mánaða til tveggja ára. Og hundum þarf að sinna af mikilli natni til þess að hæfileikar þeirra njóti sin. Hins 24 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.