Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 43

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 43
Islenzk ull Islenzk vinna VERKSMIÐJA: KLJÁSTEINI MOSFELLSSVEIT SlMI 66142 SKRIFSTOFA: Afgrei&sla. SKEIFAN 3A. REYKJAVlK StMAR 84700 & 84701 GÓLFTEPPAGERÐ þangaö til hann gat sætt sig við, að þetta væri svona. Þau litu öll á hann, sem bjargvætt, þann, sem heföi reynt að bjarga lifi herra Constam og að þetta ástand hans væri aðeins timabundin sorg, yfir þvi að honum hefði mistekizt. Dorothea var sæl þessar siðustu vikur. Hún annaðist Abel, af allri þeirri alúð, sem ást hennar gerði henni fært aö sýna honum og beið eftir þvi, að hann næði sér svo, að hann sneri aftur til hennar. Abel þáði meö þökkum aðstoö hennar viö að koma málefnum fyrirtækisins á réttan kjöl. Það var enginn annar, sem gat gert þetta, rétt eins og hann hafði þurft aö ganga frá hlutunum eftir fráfall Charlotte. Og Dorothea var honum mikil stoð. Hann gat þvi farið til Eastcheap og eytt mörgum stundum með Hunnisett gamla, sem var yfirbókari i fyrir- tækinu. Abel var mjög ánægöur, þegar hann komst að þvi, að Dorothea var aöalerfini Jesses. Oft var það í marz og aprfl, aö hann var kominn aö dyrunum á Covent Garden, þar sem Lil var ennþá skærasta stjarnan á svið- inu, en lagði ævinlega á flótta, gat aldrei fengið sig til að ganga .inn um dyrnar sviðsmegin, sem hann þekkti þó svo ákaflega vel. Og oft sneri hann heim til Gow- er Street, með þá von i brjósti, að hún heföi skrifað honum, eða á einhvern hátt reynt aö ná sam- bandi við hann. En það gerði hún ekki og honum var ljóst, að hann varð að hafa frumkvæði. Hann varð að safna kjarki, til að segja henni þenna hryllilega sannleika. Að lokum, snemma i mai, fannst honum að hann gæti ekki dregiö þetta leng- ur og að nú væri hann orðinn nógu sterkur, til að standa augliti til auglitis viö hana. Hann reyndi ekki að hitta hana i leikhúsinu heldur fór hann heim til hennar. Hún hafði tekið á leigu mjög glæsilega íbúð i Clarges Street og þar sat hann allan morguninn. Klukkan var orðin ellefu og hún var ekki komin á fætur. Þjónustu- stúlkan sagði honum, að hún svæfi, en myndi sennilega bráð- um vakna. Meðan hann sat þarna reyndi hann að setja saman eina ræðuna af annarri, en þegar dyrnar opn- uöust og hún kom inn i stofuna, mundi hann ekki neitt og hann sat, sem steinrunninn og starði á hana. Hún var yndislegri en nokkru sinni áður. Hún flýtti sér til hans, meö út- breiddan faöminn. — Jæja, ljóti strákur! Þú hefir verið I felum allar þessar vikur! Siðast þegar ég sá þig, þá hótaðirðu að berja mig og baðst mig aö giftast þér, ensvovarstuábak og burt! Hvað hefir Lilith þin unnið til þess, að þú hagir þér svona gagnvart henni? yHún ætlaöi aö vefja örmum um háls honum, eins og venja hennar var, en þá þaut hann klaufalega á fætur og flýtti sér þvert yfir gólfið og hún lét armana falla. — Hvaö er þetta, Abel, hvað er að? sagði hún reiðiíega. — Þú læt- ur ekki sjá þig i fleiri vikur og svo, þegar þú loksins kemur, hag- arðu þér svona furðulega! • — Fyrirgeföu, var það eina, sem hann kom upp úr sér. — Hvaö er aö? Ertu veikur? Og það var regluleg forvitni i rödd hennar. — Jesse Constam dó, daginn eftir aö ég sá þig siðast. — ó! Henni létti greinilega. — Er þaö allt og sumt. Varstu raun- verulega svona hlynntur honum? Þótti þér vænt um karlinn? Mér finnst þaö ekki sennilegt. En ef þú hefir þurft að skipta reitunum hans, þá skil ég þetta vel! — Lil! Hún virtist verða vör við angistina iröddhansnú, — Þaðer aðeins hvernig hann dó. Það sem hann sagði mér rétt áöur... Hann kyngdi, aftur og aftur. Abel hélt áfram: — Hann sagöi mér, aö við, þú og ég, — værum börn hans. Aö hann... — Þú og ég? Hans... ég og.... hún benti á hann. Þú og ég, börn hans? Hann.... En svo fór hún að hlæja og hló, þar til tárin runnu niöur kinnarn- ar, hló, þar til hún gat það ekki lengur. — Ó, drottinn minn, sagði hún að lokum. — Þetta er nú svo stór- kostlega skritla, aö hún gæti kom- ið ketti til að hlæja! Og þú trúir þessu! Ég er fædd i trlandi, asn- inn þinn! Var þessi dýrlegi Jesse þinn einhverntima f irlandi. Einhver vonarneisti vaknaði nú með honum, einhver efi fór að gera vart við sig. — Þú trúir þessu ekki, Lil? — Nei, það geri ég ekki, það geturðu bókað, en ég skil ekki að þetta skipti nokkru máli. Hann gekk til hennar og stað- næmdist beint fyrir framan hana. — Fjandinn hafi þaö, Lil, við ætl- uðum að gifta okkur! Þú lofaðir þvi að giftast mér og... — Giftast? Ó, kjáninn þinn! Ég gleymdi þvi um leið og þú varst farinn! Giftast þér? Ég Hún ætl- aði aö kafna af hlátri. — Ég hefði þá þurft að vera i kjallaranum ennþá. En nú get ég vafið allri borginni umfingur mér og þú læt- ur þér detta i hug, að ég ætli að fara að binda mig og giftast þér? Þú ert elskulegur drengur, Abel, en þú ert mjög, mjög kjánalegur og það hefirðu alltaf verið! Honum var nú orðið erfitt um andardrátt, nasavængir hans hvitir og munnurinn ein gretta. Hún hélt áfram: — Mér þykir innilega vænt um þig, Abel, og það mun mér ávallt þykja. En allt þetta kjaftæði um það hvort þú eigir að kvænast mér eða ekki, vegna þess að við séum systkin, 47. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.