Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 14

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 14
HÆSI Ég fór til læknis, vegna þess aft ég var búinn aö vera lengi hás. Hann sagöi þaö vera langvarandi barkabólgu. En ég skil þaö ekki vegna þess aö ég hefi alls ekki veriö meö hálsbólgu. Getur þetta veriö hættulegt? Hvers vegna fékk ég ekki lyf viö þvl? Langvarandi barkabólga gétur stafaö af misnotkun raddband- anna, án þess aö til hafi komið kvef, hálsbólga eöa annar smit- andi sjúkdómur. Svo getur þetta lika stafað af of mikilli notkun tó- baks og áfengis og einnig við aö anda aö sér ryki og lofti, sem hefir ill áhrif á öndunarfærin. Kinnholubólga og bólga i nefi og nefkirtlum orsakar Hka slim og vilsu, sem hefir óþægileg áhrif á barkann. Eins og allir vita er barkinn myndaöur úr brjóskhringjum, en aö innan er hann klæddur slim- himnum. Barkinn liggur milli koks og lungnapipa. A karl- mönnum sést hann greinilega utan á hálsinum, hið svo kallaöa barkakýli, en i þvi eru raddfærin — raddböndin, sem likjast einna helzt hvitum vörum. Þau eru hreyfanleg, enda eru það þau sem mynda röddina. An þeirra gætum viö ekki talaö. Læknir getur skoöaö barkann meö barkaspegli, sem er svip- aöur litla speglinum, sem tann- læknar nota. Speglinum 'er stungiö niöur i hálsinn og lýst upp i munninn um leiö, en ljósiö endurkastast af speglinum, sem læknirinn hefur á erininu. Það er lika hægt að skoða barkann að innan meö pipu með innbyggöu ljósi, en það er venjulega gert meö svæfingu eöa deyfingu. Þá er hægt að taka vefjasýni gegnum plpuna meö töng. Viö b^arkabólgu er slimhimnan og þó sérstaklega raddböndin j rauö og þrútin. A smábörnum er slimhimnan frekar laus og getur þvi bólgnaö svo mikið, aö barnið getur ekki náö andanum og þvi liggur viö köfnun, ef barnið kemst ekki undir læknishendur. Hjá stálpuðum börnum og full- orðnum, er bezta ráðiö viö barka- bólgu, að hvila raddböndin, reyna að hósta ekki eða ræskja sig. Agætt ráð er að anda aö sér gufu af kamillutei. Sjóöandi vatni er helt yfir kamilluteið og andað aö sér I tiu minutur gegnum trekt, sem búin er til úr stifum pappa, eða að leggja handklæði yfir höfuöiö. Ef röddinni er ekki hlift, getur þaö orsakaö mjög langvarandi hæsi, röddin getur jafnvel horfið alveg um tima. Það er algegnara hjá konum og orsakast þá venju- lega af taugaveiklun, án þess að barkabólga komi til. Langvarandi barkabólga og hæsi er verst á morgnana og líka éf sjúklingurinn er þreyttur. En stundum bólgna barkavöðv- arnir svo mikiö aö raddböndin geta lamast um hriö. Ariöandi er að athuga þau atriði, sem geta orsakaö barka- bólguna. Þ.e.a.s. möguleika sjúk- dóma i nefi, kinnholum eða háls- kirtlum og lækna þá. Það verður lika að athuga vinnuaðstöðu (ryk og reyk) og venjur. Tóbaksreyk- ingar og áfengisnotkun verður að minnka. Það verður að hlifa röddinni og reyna að forðast ræskingar og hósta. Stundum beitir sjúklingurinn röddinni ekki rétt. Þar sem nefið gegnir þvi mikilvæga hlutverki, aö hreinsa loftið með slimhúð sinni, áður en það fer niður i lungun, þá er ráölegt að anda alltaf með nefinu. 1 einstöku tilvikum geta komiö litil æxli á raddböndin við lang- varandi barkabólgu'. - Misnotkun raddarinnar getur orðið til þess, að litlir þrimlar (söngvaþrimlar) myndast á raddböndunum. Oftast eru þetta litil blóðkýli eða vessa- kýli og þau eru ekki óalgengt hjá börnum, sem gráta mikið. Þessir þrimlar orsaka hæsi og bezta ráðið gegn henni er að hvila raddböndin og stundum getur verið nauðsynlegt að fara i talæf- ingar. Þegar drengir eru i mútum, verður röddin dýpri og getur stundum horfið alveg. Það er vegna þesá að raddböndin lengjast. (A drengjum lengjast þau um 10 mm, en á telpum aöeins um 3—4 mm). A þessu timabili eru slimhimnurnar oft rauðar og þrútnar. En hæsin er fyrsta merki um æxli i hálsi, hvort sem þau eru ill- kynjuð eða ekki. Það er þvi nauðsynlegt, ef hæsin er mjög langvarandi, að leita læknis. 1 flestum tilvikum eru þetta alls ekki hættuleg æxli, en samt nauð- synlegt að fjarlægja þau, til að losna við hæsina og lika til þess, að hægt sé að ganga úr skugga um að þau séu ekki hættuleg. Krabbamein i barka er venju- lega hægt að lækna með geislum, ef komið er nógu snemma til læknis. Þess vegna er nauðsyn- legt að vitja læknis nógu snemma og ganga ekki of lengi með hæsi. MYÍJDIR l ELDINUM framhald af bls. 13 Macrimmon starði fast ofan i diskinn sinn, en Serena rak upp skellihlátur. — Finnst þér ekki hann pabbi meiri kallinn? sagði hún. Ballantyne setti frá sér glasiö og deplaöi augum til hennar. — Og hvað finnst yður um skip- ið, ungfrú Rademacher? Við verðum að fá hann Macrimmon til að sýna yður það. Serena svaraði hressilega: — Mér finnst það ágætt. Skipstjóranum likaði svarið vel, en var samt hógvær. — Jæja, það er nú kannski fullmikið sagt. En það flytur yöur þangað sem þér viljið komast og það er fyrir mestu. Og ef þér viljið afsaka mig, þá þarf ég að fara upp I brú. og taka við þar. Stúlkan leit á Macrimmon með iörunarsvið. — Móðgaði ég hann? spurði hún. — Hann virtist flýta sér állka út og hann pabbi. — Ekki vitund. Ég er viss um, að hann verður ævilangur vinur yðar. Honum þykir svo vænt um gamla sleðann. Hún horfði fast á hann. — Yður þykir vænt um hann, er það ekki? — Jú, ég býst við þvl. Og svó var hann allt i einu far- inn að segja henni alla söguna af sjálfum-sér og Adam Ballantyne. Hvernig þeir höfðu kynnzt og lagt siðan aurana sina i það hættu- fyrirtæki að kaupa þetta gamla en góða skip, Clanrannoch, og sigla þvi i fyrstu farmferðina sina milli eyjanna. Skipið var hæg- gengt og ágóðinn rýr, en þeir höfðu samt komizl af I nokkur ár með þvi að bæta farþegum við romm- og bananafarminn, sem þeir fluttu frá Trinidad yfir St. Kucia og Martinique til Kúbu og Florida. — Hvers vegna siglið þið með okkur? spurði hann hana loksins. — Nú, hann pabbi hefur verið að ofgera sér, eins o'g vant er, og svo sagði einhver honum, að hann mundi jafna sig á hægfara skipi heim til Bandarikjanna. Mömmu er illa við að fljúga, svo að henni likar þetta vel. — Og hvernig finnst yður það, sjálfri? Hún leit aftur á hann, hreinskil- in á svip. — Ég var nú ekki alveg viss til að byrja með, en nú finnst mér þetta geta orðið gaman. Einhver óskiljanleg gleði fór um Macrimmon allan. — Mér þykir vænt um að heyra yður segja þetta, sagði hann. Clanrannoch plægði öldurnar áleiðis til Pierron des Isles, en þar vonaðist skipstjóri að hafa landsýn, en staðurinn var nokkuð úrleiðis frá venjulegri skipaleið. Það var i Havredieu á aðaleynni, sem Ballantyne hafði ráðið yfir- vélstjórann sinn, Etienne Soubi- rail. Hann minntist á þetta við Macrimmon, þegar þeir stóöu Framnald á bls. 30

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.