Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 39

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 39
og felldi hana til jarðar. Þá ætlaði allt vitlaust að verða og eldur og reykur barst inn i rjóðrið. Glæðurnar ruku upp með blossum, reyk og neistum. Öp og öskur glumdu um allt rjóðrið og svo fótaspark flýjandi manna. Burðarmenn Soubirails litu æðis- gengnirkring um sig. slepptu sið- an byrði sinni og lögðu á flótta. t kæfandi rykmekkinum glimdi Macrimmon við þessa vél úr striga og vir, sem var Bocage gamla. Þegar hann loks hafði yfirbugaö hana, settist hann á 'oeinótt brjóst hennar og andvarp- aði af ánægju. Bfllinn hafði stanzað i nokkurra feta fjarlægð og nú gekk Serena til hans. — Segöu, hvaða heiðursmerki þú vilt fá, sagði hann feginn. — Sem snöggvasthélt ég, að þú vær- ir skratti baróns ljós- lifandi, aö koma til að vitja um það, sem hans er. Hún skalf. — Vertu ekki að spauga meö þetta. Ég var dauö- hrædd við það, sem ég kynni að sjá þegar ég kæmi hingað. — Þú gerðir ekki eins og ég sagði þér, minnti hann hana á. — Ég læt ekki segja mér fyrir verkum, svaraði hún hvasst. — Hvar er Celeste? — Hugsaöu ekki um hana, hún er að stumra yfir manninum sin- um. — Ó, Ian, ég hélt að hann væri dauður. — Nei, ég hef séð hann þessu likan áður. Hann fær þessi köst áf . eiturjurtum frá frúnni hérna, en hitt vár vist gert með speglum, býst ég vife. Hann leit niður á gömlu konúna og tvö illileg augu störðu fast á móti. Hann leyföi henni að standa á fætur. — Mér dettur i hug, að Skratti barón hafi brugðizt þér illilega i kvöld. Bocage gamla leit við og hrækti aö honum. Macrimmon brosti til hennar, næstum vingjarnlega, svo mjög hafði honum nú létt. Gamla konan stóð fyrir framan hann, ólundarleg á svipinn. Hann talaöi til hennar og röddin var ró- leg en drepandi: — Ég er nú ekki nema fátækur og fáfróður sjóari, en þetta ætla ég að segja þér til sálubótar. Ef leikur eins og sá i kvöld verður endurtekinn, skal ég koma þér i geymslu, sem þú sleppur ekki út úr aftur. Annars koma hingað bráöum menn frá Stjórnarhúsinu og þá er þér betra að geta svaraö vel fyrir þig. Jæja, farðu svo fjandans til! Bocage gamla starði lengi á hann, eins og hún væri að ráða það viö sig, hvort oröum hans væri trúandi. Svo sneri hún sér viö og þaut af stað, en klæði henn- ar kembdi aftur af henni og höf- uöskrautiö féll til jarðar. Og um leið og hún fór, dró aftur ský fyrir tunglið, svo að eina birtan þarna var frá billjósunum. Soubirail kom til Macrimmons og fór sér hægt. — Þú sigrar hana aldrei, sagði hann. — Ekki hér á eyjunum, þar sem hún er drottning. — Já, drottning tunglsljóss og martraðar, sagöi Macrimmon r \>\V«v« 1 -Vv ■& 'É Erum að taka upp sérstaklega fallega kristalsendingu m n *,r, Við bjóðum yður eingöngu úrvals vörur Tékk-kristall Skólavörðustig 16 Sími: 13111 hvasst. —Þú ert fullorðinn maður og hún getur ekkert gert þér nema þú viljir það sjálfur. Þessu er lokið, Etienne, og þér er bezt að gleyma þvi. A morgun verð- urðu kominn langt burt, þangað sem engar myndir eru i eldinum. Svo sneri hann sér að Serenu og Celeste. — Komið þiö nú öll saman og við skulum komast að ferjunni áður en hin hafa jafnaö sig af hræðslunni og þjóta þangaö lika. Ljósin á jeppabil stöðvuðu þau á ströndinni i Pierron. Macrimm- on talaði óðamála við ólivugræna lautinantinn úr lögreglunni, sem hallaðist fram á stýrið og kinkaði kolli þegar hinn hafði lokið máli sinu. — Svona fer það alltaf — of seint að vanda. Við biðum hérna og náum i einhverja þeirra þegar þeir koma i land, og þér getið ver- iö viss um, að þeir skulu leysa frá skjóðunni, sér i hag. Macrimmon sagði hvasst: — En við höfum fjögur vitni. Lögreglumaðurinn svaraði, daufur i bragði: — Höfum við það? Hvað þóttust þér sjá, að og hvernig mun það lita út viö dags- birtu? Auk þess skilst mér, að þér siglið eldsnemma i fyrramálið. Vilduð þér biða hérna eftir öllum réttarhöldunum, hversu löng sem þau verða. . Macrimmon hristi höfuðið ein- beittur á svip. Lögreglumaðurinn sendi hon- um þreytilegt, skakkt bros. — Jæja,herra minn, þá veröur þetta ekki meira. Það gleður mig, min- ar dömur, að þið skulið hafa sloppið óskaddaðar. — Óskaddaðar? greip Mac- rimmon fram i, en lögreglu- maöurinn þaggaöi niöur i honum með þvi að veifa hendi. — Það er greinilegt, hetra minn, að þér eigið ekki heima hér á eyjunum. En ég óska yöur góðr- ar ferðar. Macrimmon setti i gir og ók spölkorn áfram, bálvondur. Ser- ena sagði lágt: — Hvað hefðu þau gert við hann, Ian? — Ég veit ekki, sagöi hann dræmt og efablandinn. — Kannski ekkert, kannski hefur þetta bara verið loddaraleikur. Gömlu sið- irnir eru að deyja út. en þaö tekur langað tima og þeir geta haldizt við þó enginn muni lengur þýð- ingu þeirra. — En Bocage gamla hefur nú samt vitað það. — Já, það gerði hún, en hepnar dagar eru nú bráðum taldir. Mac- rimmon lagði lausa arminn utan ' um hana. — Varstu mjög hrædd? — Já, afskaplega, en ég varð bara að gera það. — Þú ert ung hæfileikakona, sagði Ian Macrimmon hátiölega eins og sveitamaöur, sem hafði sin áhrif, en gat bara ekki breitt yfir það, að hann var vitleysis- lega bálskotinn. • — Ætlarðu að lita eftir mér það sem eftir er leiðarinnar? spurði hún. — Þaö ætla ég, sagöi Mac- rimmon af djúpri sannfæringu. — Æ, hvað ég er fegin, sagði hún lágt. Og hér lýkur nú sögunni, aö frá- töldu atviki, sem Macrimmon fékk sig aldrei til að segja Ballan- tyne eða Serenu. A þessu æðisgengna augnabliki áður en hann þaut inn i æpandi dansarahópinn I áttina til Bocage gömlu,, hafði hann séð mynd i eld- inum: risastóra mynd, umgirta blossum og reyk. Myndina af þessum ohugnanlega veröi hinna dauðu, sem fólk i Pierron kallar Skrattaébarón, en forfeður fólks- ins þarna vitja hans og syngja honum söngva á ákveönum tungl- skinsnóttum. & HVOLPURINN framhald af bls. 25. hundinn á þessu timabili, er vita- skuld viðbúið að hann fái óhlýðinn og leiðinlegan hund. En ef hann er sjálfum sér samkvæmur og lætur ekki bugast viðþessa timabundnu óhlýðni, þá er björninn unninn. — Þurfa hundarnir sérstakt mataræði? v — Minir hundar fá það, en það er ekki endilega nauðsynlegt. Ég byrja á þvi að gefa þeim sérstak- lega tilreidda mjólk, þegar þeir eru þriggja vikna gamlir og viku seinna fara þeir aö fá fínhakkaö nautakjöt. Hrátt kjöt er auðmelt- ara fyrir hundinn en soðið, enda er innyflum þeirra ætlað að melta hrámeti. Ég álltlika, aðhrátt kjöt 47. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.