Vikan - 10.01.1974, Page 8
Hrævareldur
Þótt Margot væri horfin, var samt sem
andi hennar orsakaði þetta hrollkalda
andrúmsloft á Greystones. Ég rifjaði að-
eins upp óþægilegar minningar og ein-
manaleikinn varð hálfu verri....
day stóö þarna framini, al-
klæddur.
— Er allt í lagi hjá þér? spuríji
hann. — Ég sef yfirleitt ekki vel
og var að fá mér göngu i snjónum
og þá sá ég ljósið hjá þér. Mér
datt i hug, hvort þú hefðir orðið
veik.
Mér fannst ég verða að tala við
hann og ég gat ekki látið hann
standa fram á gangi. Ég opnaði
dyrnar.
— Komdu snöggvast inn, sagði
ég. — Þaö er svolitið, sem mig
langar til að spyrja þig að.
Hann hikaöi aðeins. Ég greip
vikuritið af náttborðinu og rétti
honum það. Hann kom þá strax
inn og lokaði dyrunum á eftir sér.
— Hvar fékkstu þetta? spurði
hann.
— Ég kom með það. Ég sagði
þér, að ég hefði fengið áhuga á
Greystones. Þú sagðir mér i
kvöld, að þú værir rithöfundur,
svo mér datt i hug, hvort þú hefðir
skrifað þessa grein. Það hefur
einhver gert, sem er kunnugur
málunum. Ég er viss um, að eng-
inn úr McCabe fjölskyldunni hefði
leyst svona frá skjóöunni.
Hann gekk út að glugganum. —
Ég þyrfti að hafa útiljós hérna
bak við húsið. Það er reyndar úti-
ljós við kofana, en það væri betra
að hafa annað ljós við húsið.
— Þú átt við það, að þú ætlir
ekki að svara spurningu minni?
sagði ég. — Hefur Julian séð
þessa grein? Veit hann hver
skrifaði hana?
Hann sneri sér við, eins og hann
væri að hugsa sig um. — Að sjálf-
sögðu hefur hann séð hana. Hann
bað mig að skrifa hana. Hann
vissi að það átti að skrifa grein i
þetta blað, og hann hugsaði, að ég
gæti skrifað það sem rétt væri. Ég
viðurkenni að mér var þetta mik-
ið á móti skapi, þetta var ekki
auðvelt hlutverk.
Einhvern veginn létti mér tölu-
vert við það, að Clay hefði ekki
gert sig sekan um að fara á bak
viö Julian.
Clay var mjög hugsandi. —
Hvað fannst þér um greinina?
— Ég held þú hafir verið mjög
sanngjarn, nema að þvi sem að
Margot sneri. Ég býst við, að þú
hafir ekki haft mikið dálæti á
Margot.
— Ég fyrirleit hana, viður-
kenndi hann. — Ég get alls ekki
syrgt hana. Ég reikna með, að
eitthvað þvi likt hafi skinið i
gegnum skrif min.
— Varö Julian ekki reiður yfir
þvi?
— Ég veit þaö ekki. Hann var
farinn til Maine og hann hefur
aldrei orðaö þetta. Þú verður að
minnsta kosti aö viðurkenna, að
ég lagði mig i lfma til að hlifa
stjúpbróður þinum, Stuart Parr-
ish.
Ég saup hreinlega hveljur af
undrun.
Hann hló lágt og kom svo til
min, til að fá mig til aö setjast. —
Svona nú, seztu nú og reyndu að
taka þessu rólega. Ég ætlaði nú
ekki að segja þér þetta svona
snögglega. Ég vil ekki að þú
hlaupir á brott.
— Veit Julian hver ég er?
Striðnisbrosiö var aftur komið i
algleymi. — Ég vissi þetta, þegar
þú hringdir út af auglýsingunni.
Þess vegna sagði ég þér, að koma
strax. En Julian veit þetta ekki.
Hann vildi ekki lesa allt sem
skrifað var þá og blöðunum var
haldið frá Shan og Adriu. Ef Jul-
ian vissi hver þú ert, þá hefði
hann séð til þess að þú færir um
hæl. Hann myndi aldrei þola að
hafa... ja, hvaðgetum við sagt? —-
njósnara, eða heldur þú það?
—- Ég er aðeins að reyna að
hjálpa bróður minum, sagði ég. —
En hvað ætlar þú að gera?
Hann bandaði frá sér með
höndunum og breytti ekki um
svip. — Ekkert, að minnsta kosti
ekki eins og er.
— En ef þú ert nú að vinna fyrir
Julian...
-- Þess vegna er fíetra að hafa
þig þar, sem ég get haft auga með
þér, til að vita hverju þú getur
tekið upp á. Hann myndi alls ekki
sætta sig við nærveru þina, en lik-
lega er það mesti greiði, sem ég
get gert honum.
— En getur ekki verið hætta á,
aö hann reki þig, ef hann veit hver
ég er? Hann kemst að likindum
að þvi.
Clay hristi höfuðið. — Ég held
að hann reki mig ekki. Og svo get-
ur lika verið, að þá verði hann bú-
inn að komast að þvi sanna. Og ef
þér tekst að benda á rétta söku-
dólginn, þá sér hann, að ég hefi
alltaf haft á réttu að standa. Ég
segi ,,ef”e en ég er hræddur um,
að þeir hafi náð þeim rétta.
— Nei!! Það er ekki Stuart!
Það gæti aldrei verið hann!
— Hvers vegna ekki?
— Vegna þess, að ég þekki
hann, ég þekki bróður minn.
Hann gæti aldrei gert nokkuri
lifandi veru mein. Og þess utan,
þú varst sjálfur i bókaherberginu
með honum, þegar slysið varð.
Þegar Stuart gekk út, hefðir þú
sem bezt getað farið gegnum
dyrnar inn til Margot sjálfur. Þér
hefði verið lófa lagið, að ýta
stólnum fram af!
— Heldurðu að það hafi farið
framhjá rannsóknarmönnunum?
spurði hann rólega.
— En hvers vegna Stuart, en
ekki þú? Ég hélt auðvitaö ekki, að
það hefði verið Clay, ég var bara
að reyna hann.
— Vegna þess, kjáninn þinn
litli, að dyrnar á milli bókaher—
bergisins og herbergis Margot
voru læstar. Það hefði verið
möguleiki fyrir einhVern, að fara
inn i dagstofuna og inn til Margot
gegnum dyrnar þar á milli. En
hinar dyrnar voru læstar og ég
hafði engan lykil að þeim. Ég var
i bókaherberginu, þegar hún
hljóðaði og ég reyndi dyrnar, til
að vita hvað væri um að vera. Ég
gat það ekki, vegna þess að dyrn-
ar voru læstar. Hver sem hefir
komið til hennar, hefur farið ann-
aðhvort gegnum dyrnar frá dag-
stofunni eða þá að utan, upR á
svalirnar eftir skábrautinni.
Ég starði á hann. Ég h„fði ekki
vitað um þessar læstu dyr, en það
breytti samt engu fyrir mér. Það
var einhver skýring og ætlaði
mér að komast að þvi.
Clay sagöi vingjarnlega: — Ég
held aö þú sért þreyttari en þú
heldur. Þú ættir að fara i rúmið.
— Clay, sagði ég, áður t.. 1 ann
opnaði dyrnar, — mér þykir leitt,
að ég skuli hafa talað svona
heiftarlega. Þetta hetur verið
mjög erfiður dagur. Ég er nú ekki
vön við svona laumuspil. Síuart
vildi alls ekki, að ég færi hingað.
Hann sagði, að það væri tilgangs-
laust.
— Hver veit, það gæti borið
árangur. En ef þú ert að biðjast
afsökunar á þvi að hafa dróttað
þvi að mér, að ég hafi myrt Marg-
ot, þá fyrirgef ég þér alls hugar.
— Ég er fegin þvi, sagði ég. —
Það gerir allt auðveldara. En
Clay, það er svolitið, sem ég hefi
ekki sagt þér, ég held að Emory
viti lika hver ég er. Ég veit ekki
hvernig, en hann veit það. En
hann er nú samt ekki búinn að
segja Julian frá þvi og það skil ég
ekki.
Ég gekk órólega um gólf. — Ég
verð að komast að þvi, hvers
vegna hann hefur ekki gert það.
— Svo þar liggur hundurinn
grafinn? Ég var að furða mig á
þvi, hvers vegna þú varst svona
óttaslegin, þegar þú komst inn i
dag. Það er ekkert ósennilegt, að
hann viti hver þú ert. Þú hefur
farið nokkrum sinnum til fangels-
isins, til að finna Stuart. Emory
hefur oft farið þangað, til að tala
við lögreglustjórann, sem hefur
skrifstofu hinum megin við göt-
una. Hann hefur verið á móti Stu-
art frá fyrstu, en hvers vegna, er
mér alls ekki ljóst.
Ég hélt áfram að mæla gólfið.
— Ég verðað komast að þvi, hvað
hann hefur á móti Stuart! Clay,
viltu hjálpa mér?
— Þú ert hér að eigin ósk, en ég
skal ekki segja Julian frá þér, að
svo stöddu. En fyrst og fremst er
ég á hans bandi, það á hann hjá
mér.
Hann opnaði dyrnar, fór út og
lokaði hægt á eftir sér. Ég slökkti
ljósið og skreið upp I rúm. Mér
fannst ég vera i gildru meðal ó-
vina og að ég ætti enga undan-
komuleið.
Ég svaf nokkuð fram- eftir
morgni. Þegar ég vaknaði, hafði
ég mestar áhyggjur af þessu há-
degisverðarboði til Greystones.
Shan myndi ábyggilega verða
mér þrándur i götu, ef ég reyndi
aö koma mér i mjúkinn hjá Adriu.
Ég hafði fundið fyrir afbrýðisem-
inni, sem kvaldi hana. Hún vildi
halda eins konar eignarrétti yfir
telpunni, enda fannst mér það
vera það eina i fari hennar, sem
var einlægt.
Mér varð hugsað til Julians,
sem var svo hræðilega einmana,
að nokkru leyti útilokaður frá ti’.-
trú dóttur sinnar, vegna þess, að
hann var hræddur um að hún væri
sek, en þráði samt ofar öllu aö fá
vissu um að hún væri það ekki.
Jafnvel þótt svo hefði ekki verið,
langaði mig til að sinna þessu
barni, ef ég gæti, en það var varla
við þvi að búast, að mér tækist
það, þar sem Shan var alltaf á
verði.
Þegar ég var komin á fætur, fór
ég niður i borðstofuna. Ciay
Davidson var hvergi sjáanlegur
og ég vissi eiginlega ekki, hvað ég
átti af mér að gera. Þar sem en*'
inn virtist þurfa á aðsto* ’••’ni að
halda, fór ég upp i bilinn og ók af
stað, til aðhitta Stuart. Einu sinni
•’nnþá sat ég fyrir framan járn-
grindina og horfði á hann. Timinn
var naumur og hann hlustaði eitt-
hvað svo utangátta á það sem ég
hafði að Segja, um það sem á
daga mina hafði drifið, siðan ég
hringdi til Clay Davidsons.
— Ef Julian er kominn heim, þá
kemur hann fljótlega að finna
mig, sagði hann með svo miklu
trúnaðartrausi. — Þessi njósna -
starfsemi þin er kjánaleg og ekk-
3. HLllTI
8 VIKAN 2.TBL.