Vikan - 10.01.1974, Qupperneq 33
eða Coro. En hontjm var fjandans
sama um þetta. Annaðhvort
leigðu menn hjá honum eða leigðu
ekki.
Hefði ekki allt verið svona i
pottinn búið, hefði ævintýrið hans
Honalds Denham aldrei gerzt.
llann kom þarna heim úr áður-
nefndu samkvæmi. hann fór að
ráðum Pearsons viðvikjandi
söngnum hann fór i lyftunni upp á
aðra hæð. og hann fór inn þar sem
kampavinið i honum sagði vera
hans ibúð.
Að hann fór upp á aðra hæð var
öldungis vist. Pearson sá hann
þrýsta á rétta lyftuhnappinn. En
allt annað verður i óvissu, af þvi
að þarna uppi var niðdimmt.
Hann ýtti upp hurð — annaðhvort
var hann með réttan lykil eða
hurðin var ólæst — og nú hrósaði
Denham happi að vera kominn
heim.
Hann var nú dálitið óklár i höfð-
inu. Hann var kominn inn i for-
stofu ibúðarinnar og þar logaði
ijós Eftir stnttn stund hlvti hnnn
að hafa farið inn i setustofuna þvi
að hann fann sjálfan sig sitjandi i
hægindastól að athuga umhverfið
gegnum þoku. Hér loguðu lfka
Ijós lampar með gulum
skermum. en i skermunum var
eitthvað, sem iiktist drekamvnd.
Eitthvað kunni hann þessu ekki
aliskostar vel. Honum fannst
þessir lampaskermar eitthvað
einkennilegir. Eftir nokkra um-
hugsun komst hann að þeirri nið-
urstöðu, að svona lampaskerma
höfðu þeir Tom Evans alls ekki.
Og heldur ekki áttu þeir neinar
bókastoðir úr bronsi. Og hvað
gluggatjöldin snerti...
En svo birtist veggmynd gegn
um þokuna og hann glápti á hana.
Þetta var lild, litadauf mynd yfir
veggskápnum. Nú loksins datt
honum i hug, að hann hefði i'arið
inn i skakka ibúð.
Afsakið! sagði hann og stóð
upp.
Ekkert svar. Hann tók að hugsa
um þetta óafsakanlega frum-
hlaup sitt. Hvar i dauðanum var
hann eiginlega? bað voru aðeins
þrjár aðrar ibúðir á annarri hæð.
Eina þeirra hafði hún Anita
Bruce. 1 annarri var duglegur
ungur blaðamaður að nafni Cony-
ers og i þeirri þriðju var hin ægi-
legi'Sdr Rufus Armingdale.
Nú varð hann ofsahræddur.
Bráðum mundi bálvondur leigj
andinn heila sér yfir hann og
kalla hann þjóf, eða að minnsta
kosti snuðrara. En þegar hann
sneri sér til að ryðjast til dyra,
rakst hann næstum á annan gest i
þessari skökku ibúð.
Þessi gestur sat hreyfingarlaus
i hægindastól. Þetta var roskinn,
grannvaxinn maður, vel búinn,
með þykk glefaugu og hann laut
höfði einsog hann væri að hugsa.
Hann var með linan hatt á höfði
og i grænni regnkápu. Honum
fannst þetta einkennileg flik á
svona velbúnum manni. Og káp-
an gjáöi i daufri birtunni.
— Afsakið... sagði Denham i
ofboði og var bú nr að tala i
nokkrar sekúndur ?'/ur en hann
tók eftir þvi, að m; jrinn hreyfði
sig alls ekki.
Donham rétti út hönd. Kápan
var ein þessara amerisku, næst-
um saumlausu, gulleit að utan en
græn að innan. og einhverra hluta
vegna var maðurinn i henni út-
hverfri. Denham var i þann veg-
inn að nefna þetta, þegar höfuðið
á manninum seig —aftur gljáði á
kápuna og hann sá, að maðurinn
var dauður.
Tom Evans, sem steig út úr
lyftunni stundarfjórðungi yfir eitt
fann ganginn á annarri hæð i
niðamyrkri. Þegar hann hafði
kveikt frá slökkvara við lyftuna,
snarstanzaði hann bölvandi.
Evans var dökkur yfirlitum og
sambrýndur, svo að augnábrún-
irnar voru svart strik yfir þvert
enniö nu nú leit hann út eins og
einhver barón af Normannakyni
úr reytara. Sumir mundu hafa
sagt ræningjabarón. þvi að hann
bar skjalatösku og var harðsnú-
inn kaupsýslumaður. þrátt fýrir
æsku sina. En það sem hann nú sá
fékk hann til að gleyma starfi s-
inu, sem snöggvast. 1 ganginum
sá Jiann fernar dyr, með örsmá-
um númerum á, og með stuttu
millibili. Rétt við dyr Anitu Bruce
sá hann Ronald Denham ihnipri á
eikarbekk. Það var stór kúla á
höfðinu á honum og andardráttur
hans var þannig, að Evans leizt
alls ekkert á hann.
Það liðu fimm minutur áður en
liægt væri að hrista og hnuðla
Denham til nokkurrar meðvitun-
ar. en grenjandi hausverkur átti
nokkurn þátt i þvi að lifga hann
við. Fyrst tók hann eftir þunnu.
nefbjúgu andlitinu á Tom, sem
laut yfir hann, og svo þessari
venjulegu mæslku Toms.
Það er nú fyrir sig þó að þú
drekkir þig fullan. heyrðist i
rámri röddinni. — Það var ekki
meira en ég gat búizt við. En þú
ættir að minnsta kosti að geta
haldið þér uppréttum. þrátt fyrir
fylliriið. Hvern fjandann sjálfan
hefurðu verið að gera?
— Hann var i úthverfri regn-
kápunni, var það fyrsta, sem
Denham gat sagt. Hann minntist
þess arna með nýju höfuðveiki-
kasti, sem var eins og sprenging,
og nú tók hann að buna upp úr sér
allri sögunni.
— .... og ég segi þér bara, að
það er dauður maður þarna inni i
einni búðinni! Ég held að hann
hafi verið myrtur. Ég er ekki full-
ur, Tom, það sver ég! En svo
læddist einhver aftan að mér og
lamdi mig i hnakkann, rétt eftir
að ég fann hann.
— Hvernig gaztu þá komizt
hingað fram?
— Æ guð minn góður, hvernig
ætti ég að vita það? Vertu ekki
með þetta kjaftæði, hjálpaðu mér
heldur á fætur. Liklega hefur mér
verið dröslað hingað. Ef þú ekki
trúir mér, skaltu þreifa á hnakk-
anum á mér finndu bara.
Evans hikaði við. Hann var
alltaf raunsær, og það var ekki
um að villast þessa kúlu. Hann
leit til beggja hliða i ganginum,
e - og i vafa. — En hver er þá
þessi dauði maður? spurði hann.
— Og i hvers ibúð er hann?
— bað veit ég ekkert. Þetta var
roskinn maður með þykk gler-
augu og i graanni regnkápu. Ég
hef aldrei séð hann áður. En
einhvern veginn leit hann út fyrir
að vera Kani.
— Slúður! Enginn kjaftur er i
grænni regnkápu.
— Ég er að segja þér, að hann
var i henni úthverfri. Ef þú spyrð
mig hversvegna, slæ ég hausnum
aftur i vegginn og fer áð sofa.
Hann óskaði þess heitast að geta
gertþetta, þvi að hann sá allt tvö-
falt og i hausnum var eins og heil
prentvél i fullum gangi. — Það
ætti að verða hægast að finna
ibúðina aftur Ég get lýst henni al-
veg nákvæmlega... Nú þagnaði
hann, þvi að tvennar dyr þarna i
ganginum höfðu opnazt samtim-
is. Anita Btuce og Sir Rufus
Armingdale komu fram, á ýms-
um stigum reiði og forvitni, við
þennan hávaða.
Hefði Evans verið meiri sál-
fræðingur en raun var á, hefði
hann getað getið sér til um áhrifin
á þau af þessu. En nú stóð hann
bara og leit á þau á vixl, og
hungsanir hans verður lesandinn
að geta sér til um. Þvi að hann
var i þjónustu Sir Rufusar og stóð
fyrir Solanetorgsdeildinni af
Armingdale-ibúðunum, og mátti
þvi ekki eiga nein vandræði á
hættu.
Anita virtist átta sig á öllu á
svipstundu. Hún var lítil, dökk-
hærð og hnellin, með lifandi hár.
Hún var i innislopp og reykti siga-
rettú. Þegar hún sá svipinn á hin-
um, tók hún hana út úr sér og
brosti. Sir Rufus var miklu frem-
ur önugur en ægilegur. Hann
hafði eitt þessara sterku andlita,
sem sýnast hafa verið pressuð
saman. En gamli innisloppurinn,
sem náði upp i háls, rétt eins og
honum væri kalt, gerði hann
miklu likari venjulegum manni
en harðstjóra.
Hann leit kringum sig vand-
ræðalega þangað til hann kom
auga á þjón sinn. Þá hresstist
hann við.
— Góðan daginn, Evans, sagði
hann. — Hvað á allt þetta að
þýða?
Evans herti upp hugann. — Ég
Frathhald á bls. 36
'Jb
2. TBL. VIKAN 33