Vikan

Útgáva

Vikan - 26.06.1975, Síða 24

Vikan - 26.06.1975, Síða 24
ÚRKOMA í Gl Veðrið hefur ómæld áhrif á andlega og líkamlega velferð okkar, enda mun rflds- útvarpinu enginn timi jafnheilagur og veðurfregnatiminn. A árum áður spáðu sjómenn sjálfir fyrir gæftum og ógæftum og bændur fyrir þurrki og rosa, en nú hefur Veðurstofa íslands löngu tekið við veðurspám og spáir veðri jafnt fyrir alla. A dögunum heimsótti Vikan Veðurstofu íslands og fékk að kynnast starfsemi stofnunarinnar. ...austrið og vestrið lætur þú fagna. t»ú hefur vitjað landsins og vökvað það, biessað það rikulega með læk Guðs, fullum af vatni: þú hefur framleitt korn þess, þvi að þannig hefir þú gjört það úr garði. Þú hefir vökvað plógför þess, jafnað plóggarða þess: með regnskúrum hefir þú mýkt það, blessað gróður þess... (65. Daviðssálmur.) VEÐRIÐ í ÞJÓÐTRtJNNI OG ANNARRI TRtJ Ef i heiði sólin sest á sjálfa Kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest maður upp frá þessu. ,,,hann lét austanvindinn taka sig upp i himninum og leiddi sunnanvindinn að með mætti sinum... (78. Daviðssálmur.) Veðurstofa islands viö Bústaöaveg. í forgrunni myndarinnar sjást nokkur þeirra tækja, sem veöriö IReykjavik er mælt meö. Til þess að vita, hvernig viðrar á vetrum, er gott að taka nýtt kindarmilti, skera i það átta samsiða þverskurði og leggja það svo einhvers staðar, þar sem enginn nær i það. Þannig skal það liggja heilan dag. Þegar menn svo skoða það eftir daginn, skal nákvæmlega gæta að, hvort skurðirnir hafi glennst i sundur eða ekki. Ef þeir hafa glennst í sundur, verður góð veðurátta næsta vetur, en séu skurðirnir fast saman, eins og þegar þeir voruskornir i miltið, þá mun illa viðra. (Þjóðsögur Jóns Árnasonar.) Ef að Harpa heilsar vel, höldar hafa i minni. Sólarlitið samt ég tel sumarið sig kynni. 24 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.