Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 3
SÚKKULAÐIKAKA MEÐ
KÓKOSKREMI.
125 gr. smjör eða smjörlíki
4 dl. sykur
100 gr. súkkulaði
2 dl. súrmjólk
2 egg
1 tsk. vanillusykur
2 tsk. lyftiduft
5 1/2 dl. hveiti
Kókoskrem:
3/4 dl. mjólk
1 1 /2 dl. kókosmjöl
50 gr. smjör
1 dl. flórsykur
1 iltil eggjarauða
Hrærið smjör og sykur ljóst og létt,
blandið bráðnu súkkulaðinu saman
við og síðan eggjarauðunum, sem
fyrst eru hrærðar út I mjóikinni.
Blandið því næst hveiti, lyftidufti
og vanillusykri saraaih og hrærið
saman við. Að síðustu er svo stlf-
þeyttum eggjahvítunum blandað var-
lega saman við. Bakið við 185°
í ca. 1 klst. Sjóðið mjólkina í krem-
ið og hellið yfir kókosmjölið. Látið
kólna. Þeytið saman smjör og sykur,
hrærið eggjarauðuna saman við og
síðan kókosblönduna. Breiðið krem-
ið yfir kökuna og ,,toppið” það með
gaffli.
KRÓKANKAKA.
2 egg
2 dl. sykur
2 3/4 dl. hveiti
2 tsk. lyftiduft
50 gr. smjör eða smjörlíki
1 di. mjólk
Krókan:
1 dl. möndlur og 1
Krem:
1 3/4 dl. flórsykur
2 msk. bráðið smjör
1 tsk. kaffiduft
2 msk. sjóðandi vatn
1 /2 di. kakó
1 tsk. vanillusykur.
Þeytið egg og sykur vel. Bræðið
smjörið og setjið mjólkina saman
við til skiptis við hveitið blandað
lyftiduftinu. Blandið saman við
muidu krókani, en skiljið eftir
nægilega mikið til að strá yfir kök-
una. Setjið í smurt brauðmylsnu-
dl. sykur stráð form og bakið við 185 °í
ca. 3/4 kslt. Hrærið kremið og breið-
ið á kökuna. Stráið yfir muldu
krókani. Krókanið er búið til þannig
að sykurinn er settur á heita
pönnu og saxaðar möndlurnar settar
saman við. Ládð brúnast og síðan
mulið niður, þegar orðið er kalt.
ÁVAXTAKAKA.
150 gr. smjör eða smjörllki
2 dl. sykur
2 egg
1 /2 dl. mjólk
5 d. hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 / 2 tsk. vanillusykur
150 gr. þurrkaðir ávextir, svo sem
gráfíkjur, dö.ðlur, sultuð ber, apri-
kósur, sveskjur, ein tegund eða fleiri
saman.
Hrærið sykru og smjör ljóst og létt,
bætið eggjunum í, einu í senn, og
stðan mjólkinni. Blandið saman
þurrefnunum og hrærið sarrian við og
að siðustu ávextirnir. Ekki verður
kakan lakari, fái ávextirnir að liggja
í konjaki um tima áður en þeir eru
settir I kökuna. Dragið aðeins úr
mjólinni, ef mikil væta er i ávöxt-
unum. Bakið í smurðu brauð-
mylsnustráðu formi við 175° í ca.
1 klst.
48. TBL. VIKAN 3