Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 47
Frú Margaret Wallace syster Joseph-
ine og maður hennar hafa búið í
mörg ár hjá Josephine og aðstoðað
við uppeldi barnanna. Frú Wallacae
segir, að nú hvíli mikil skylda á
herðum Bouillons.
Grace furstaynja af Mónakó var
viðstödd athöfnina I Madeleinekirkj-
unni og sömuleiðis útförina í Monte
Carlo, en hún fékk Josephine einmitt
hús til íbúðar, þegar hús hennar I
Dordogne var tekið upp í skuldir
árið 1969.
Josephine Baker fæddist i St.
Louis árið 1906 og kom fyrst til
Parísar árið 1925 og þá til þess að
koma fram í söngleiknum Svartir
fuglar. Hún vakti mikla athygli
og daginn eftir frumsýninguna var
varla talað um annað en þessa ungu
blökkukonu, sem kom fram allsnakin
í sýningunni, nema hvað hún huldi
blygðun sína með flamingófjöður.
Næstu ár var hún ætíð í hópi vin-
sælustu skemmtikrafta Parísar.
Josephine barst mikið á, og hún
átti tvö hjónabönd að baki, þegar
hún giftistjo Bouillon.
Alla ævi barðist Josephine Baker
gegn kynþáttamisréttinu í Bandaríkj-
unum, og eitt sinn, þegar hún var
þar I hljómleikaferð — nánar til-
tekið á Miami árið 1951 — neitaði
hún að koma fram fyrr en blökku-
mönnum væri leyfður aðgangur að
hljómleikunum. Á sama hátt barðist
hún ákaft gegn gyðingaofsóknum
nasista 1 Evrópu og tók virkan þátt
í starfi frönsku andspyrnuhreyfingar-
innarl síðari heimsstyrjöldinni. Fyrir
hlut hennar þar voru henni veitt
tvenn æðstu heiðursmerki Frakk-
lands, La Croix de Guerre árið 1946
og La Légion d’honneur árið 1961.
Orðurnar prýddu kistu hennar, þegar
hún var borin til grafar.
Frú Margaret Wallace, systir Jose-
phine, sagði eftir útförina: ,Jose-
phine elskaði þrennt heitast. Hún
unni börnum sínum framaröllu, hún
elskaði leikhúsið, og hún dáði Frakk-
land.”
Við útför Josephine voru öll börn
hennar, samstarfsfólk hennar úr leik-
húsum Parísar var þar, og nú
’ivíla bein hennar I franskri mold.
Þessi mynd var tekin árið 1958.
Þá lék enn allt í lyndi í hjönabandi
þeirra Josephine ogjo.
Næstum fimmtíu ár liðu frá því
myndin til vinstri var tekin uns
Josephine Baker kom fram í bún-
ingnum á myndinni til hægri. Fyrri
myndin var tekin skömmu eftir að
hún kom fyrst til Parísar, en hin
síðari á kveðjukonsertinum þegar
hún varorðin nœstum sjötug.
48. TBL. VIKAN 47