Vikan

Tölublað

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 47

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 47
Frú Margaret Wallace syster Joseph- ine og maður hennar hafa búið í mörg ár hjá Josephine og aðstoðað við uppeldi barnanna. Frú Wallacae segir, að nú hvíli mikil skylda á herðum Bouillons. Grace furstaynja af Mónakó var viðstödd athöfnina I Madeleinekirkj- unni og sömuleiðis útförina í Monte Carlo, en hún fékk Josephine einmitt hús til íbúðar, þegar hús hennar I Dordogne var tekið upp í skuldir árið 1969. Josephine Baker fæddist i St. Louis árið 1906 og kom fyrst til Parísar árið 1925 og þá til þess að koma fram í söngleiknum Svartir fuglar. Hún vakti mikla athygli og daginn eftir frumsýninguna var varla talað um annað en þessa ungu blökkukonu, sem kom fram allsnakin í sýningunni, nema hvað hún huldi blygðun sína með flamingófjöður. Næstu ár var hún ætíð í hópi vin- sælustu skemmtikrafta Parísar. Josephine barst mikið á, og hún átti tvö hjónabönd að baki, þegar hún giftistjo Bouillon. Alla ævi barðist Josephine Baker gegn kynþáttamisréttinu í Bandaríkj- unum, og eitt sinn, þegar hún var þar I hljómleikaferð — nánar til- tekið á Miami árið 1951 — neitaði hún að koma fram fyrr en blökku- mönnum væri leyfður aðgangur að hljómleikunum. Á sama hátt barðist hún ákaft gegn gyðingaofsóknum nasista 1 Evrópu og tók virkan þátt í starfi frönsku andspyrnuhreyfingar- innarl síðari heimsstyrjöldinni. Fyrir hlut hennar þar voru henni veitt tvenn æðstu heiðursmerki Frakk- lands, La Croix de Guerre árið 1946 og La Légion d’honneur árið 1961. Orðurnar prýddu kistu hennar, þegar hún var borin til grafar. Frú Margaret Wallace, systir Jose- phine, sagði eftir útförina: ,Jose- phine elskaði þrennt heitast. Hún unni börnum sínum framaröllu, hún elskaði leikhúsið, og hún dáði Frakk- land.” Við útför Josephine voru öll börn hennar, samstarfsfólk hennar úr leik- húsum Parísar var þar, og nú ’ivíla bein hennar I franskri mold. Þessi mynd var tekin árið 1958. Þá lék enn allt í lyndi í hjönabandi þeirra Josephine ogjo. Næstum fimmtíu ár liðu frá því myndin til vinstri var tekin uns Josephine Baker kom fram í bún- ingnum á myndinni til hægri. Fyrri myndin var tekin skömmu eftir að hún kom fyrst til Parísar, en hin síðari á kveðjukonsertinum þegar hún varorðin nœstum sjötug. 48. TBL. VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.