Vikan

Tölublað

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 41

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 41
hvöt, fálmaði eftir stafnum sínum og læddist berfætt með rauðar flétturnar dinglandi niður eftir bakinu inn I stóra herbergið, þar sem Marianne lá sofandi. Oft stóð hún langtímum saman við vögguna og horfði á litla angann, sem var orðinn eini til- gangurinn með lífi hennar. En svo er martröðin hafði fjarað út og hjart- sláttur hennar aftur orðinn eðlilegur, þá skreiddist Ellis Selton aftur upp I rúmið sitt, ekki til þess að sofna heldur til þess að flytja guði þakkir fyrir að hafa látið þetta kraftaverk gerast í lífi hinnargömlu piparmeyjar sem færði henni barn til að annast um. Marianne kunni söguna um flótta sinn utan að. Frænka hennar hafði sagt henni hana ótal sinnum. Þó að Ellis Selton væri áköf mótmæl- endatrúar og stæði traustum fótum í trú sinni, þá kunni hún að meta hugrekki. Dirfskuför de Chazays ábóta hafði vakið óblandna virðingu hinnar ensku konu. ,,Hann er hið mesta karlmenni þessi litli pápista klerkur!” var ævin- lega endirinn á frásögn hennar. ,,Ég hefði ekki getað gert betur sjálf. ” Og í raun var hún kona, sem kunni að láta hendur stahda fram úr ermum. Áður en hún varð fyrir slysinu höfðu hross verið hennar helsta ástríða, og hún hafði eytt lunganum úr ævi sinni í söðlinum, ríðandi um þvera og endilanga land- areignina og með gætur á öllu. Fátt fór fram hjá bláum, glögg- skyggnum augum hennar. Fyrir bragðið hafði Marianne verið látin sitja dverghest næstum því jafn skjótt og hún hafði lært að ganga. Hún hafði sömulciðis vanist við kalt vatn ýmist I þvottabalanum eða ánni, þar sem hún hafði lært að synda. Hún var léttklædd jafnt vetur sem sumarog gekk um berhöfðuð, hvern- ig sem viðraði. Fyrsta refinn hafði hún skotið aðeins átta ára gömul. Hver drengur hefði mátt vera stoltur af þeirri menntun, sem Marianne hafði fengið, en þar sem hún var stúlka og það í ofanálag á þessum tímum, þá var þetta meira en lítið óvenjulegt. Dobs gamli aðalhesta- sveinninn hafði sjálfur kennt henni að fara með vopn, og fimmtán ára gömul gat Marianne beitt sverði á við hvern annan og hitt I mark á tuttugu metra færi. Þrátt fyrir þetta hafði andlegt upp- eldi hennar ekki verið vanrækt. Hún hafði vald á nokkrum tungumálum og staðgóða þekkingu I sögu, landa- fræði, bókmenntum, tónlist og dansi, en þó umfram allt söng. Rödd hennar var frá náttúrunnar hendi í senn hlý og hljómmikil. Hún var I einu orði sagt miklu betur menntuð en obbinn af jafn- öldrum hennar, og Marianne var því bæði stolt og yndi frænku sinnar og það þrátt fyrir óhappasæla til- hneigingu hennar til þess að gleypa I sig hverja þá skáldsögu, sem hún komst í tæri við. ,,Hún myndi sóma sér vel I hvaða hásæti sem vera skyldi,” var gamla konan vön að segja, en lagði um leið áherslu á orð sin með þróttmiklu banki stafsins í góifið. ,,Það fer ekki ávallt vel um fólk I hásætum,” svaraði de Chazay ábóti en honum trúði lafði Ellis venjulega fyrir háleitustu draumum sínum,” og auk þess hafa þau hin síðari ár verið allt að því ófáanleg.” Samband hans við Ellis hafði alltaf verið stormasamt og óútreikn- anlegt, og nú þegar það var ekki lengur fyrir hcndi gat Marianne ekki varist þess að llta til baka með söknuði og hlýju. Lafði Selton hafði verið mótmælendatrúar af llfi og sál og leit á kaþólikka af óbifanlegri vantrú og presta þeirra af næstum hjátrúarfullri hræðslu. í hennar augum lagði enn fnykinn af brenndu holdi af þeim, og þeir minntu hana á verstu ógnir kaþólska rannsóknar- réttarins. Á milli hennar og Gautier ábóta fór fram endalaust orðaskak, og hvort um sig gerði sitt besta til þess að sannfæra hitt, án þess að eiga minnstu von um að það heppnaðist. Ellis talaði um pyntingaraðferðir spænska prestsins Torquemada, á meðan Gautier lét móðan mása um grimmd Hinriks 8. og ofstæki John Knox eða plslarvætti Maríu hinnar kaþólsku drottningar af Skot- landi, eníkaupbæti dundu á henni eitraðar árásir á ensku biskupakirkj- una eins og hún lagði sig. Oftar en ekki enduðu deilur þeirra vegna ofþreytu einnar saman. Lafði Ellis hringdi þá eftir tei en til heiðurs gestinum var svo borin fram karaffla með dýrindis konlaki. Þetta var eins konar vopnahlé og andstæðingarnir tóku nú upp léttara hjal eða sett- ust við spilaborðið og hvort um sig hæst ánægt með slna frammistöðu, og hin gagnkvæma virðing var komin I samt lag eða jafnvel enn faustari en áður. Og barnið byrjaði aftur að leika sér I þeirri trú, að það hrærð- ist I yndislega góðum heimi, vegna þess að fólkið, sem það elskaði mest, lifði I sátt og samlyndi. Þrátt fyrir skoðanir frænkunnar var Marianne alin upp I trú föður síns. Ef öll kurl komu til grafar, þá fór ekki mikið fyrir trúarlegu upp- eldi hennar. Það var eiginlega ekki fyrirferðarmeira en þetta milli- spil, sem hún var vön að nefna , .trúarbragðastyrjaldir. ’ ’ Heimsóknir Gauthier de Chazay ábóta til Selton Flall voru oftast stuttar, og stundum leið langur tími á milli þeirra. Þau vissu ekki almennilega, hvernig hann varði tlma sínum, en eitt var vlst, að hann ferðaðist mikið bæði til Þýskalands, Póllands og Rússlands, en þar var hann oft langdvölum. Eins hafðist hann oft við á hinum r v Wmmm AEG Bökunarofnax -eldavélar í NÝJA BÖKUNAROFNINUM FRÁ AEG, ER HÆGT AÐ BAKA Á MÖRGUM PLÖTUM í EINU. JAFN HITI ER UM ALLAN OFNINN, BAKAST ÞVÍ ALLAR KÖKURNAR JAFNT SPARAR TÍMA-SPARAR RAFMAGN. BRÆÐURNIR ORMSSON HÁ LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 48. TBL. VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.