Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 11
I NÆSTU VIKU
JÓLABLAÐ VIKUNNAR
Næsta tölublað Vikunnar er okk-
ar árlega jólablað, stórt og vandað
að venju, 96 síðna blað mcð fjöl-
breyttu efni.
Hulda Á. Stefánsdóttir fyrrver-
andi skólastjóri Kvennaskólans á
Blönduós.i skrifar greinina ,,Björt
voru bernskujólin,” þar sem hún
lýsir undirbúningi jólanna á
bernskuheimili sínu á skólasetrinu
og stórbýlinu að Möðruvöllum í
Hörgárdal upp úr aldamótunum.
Minningar Axels Tborsteinsonar rit-
höfundar eru frá svipuðum timum,
en hann átti sín bernskuár í
Reykjvík, nánar tiltekið við Austur-
völl, og grein hans nefnist ,,Þá var
Austurvöllur miðdepill alls.”
Tvö viðtöl eru í blaðinu, annað
við Sigríði Hagalín, eina af okkar
mikilhæfustu leikkonum, en hitt
við vöðvahnykilinn Skúla Öskars-
son íslandsmcthafa í kraftlyftingum
Þá svara nokkrir kunnir karlar og
konur spurningu Vikunnar: Eru
jólin trúarhátíð?
Margt fleira gott efni er í blað-
inu, og má þar nefna hina ágætu
sögu Jóns Trausta ,,Spilið þið kind-
ur” og greinina ,,Látum jólin vera
hátíð barnanna”, sem byggð er á
bók barnasálfræðingsins kunna Áse
Gruda Skard. Þá er litið inn í
kirkjurnar í höfuðborginni. Auk
þess er jólaföndur, hátíðarmatseðl-
ar, jólagetraun, prjónauppskrift,
efni fyrir börn, jólakrossgáta, jóla-
kvæði og fleira.
Vikan
48. tbl. 37. árg. 27. nóv. 1975
Verð kr. 250
GREINAR:
24 Óttinn í verkum skáldsins Kafka
27 Handunninn pappír.
44 Joscphine Baker kvödd.
61 Gcorge Segal.
VIÐTÖL:
14 Tvær fóstrur. rithöfundur og
kennari svara spurningunni:
Ertu ánægð með barnaefni sjón-
varpsins.
22 Spurningaleikur Vikunnar.
SÖGUR:
20 Rýtingurinn. Framhaldssaga
eftir Harold Robbins. Sögulok.
28 Hnútur undir hendinni. Óhugn-
anleg smásaga eftir Marv
Brandner.
32 Marianne. Ný framhaldssaga
eftirJuliette Benzoni.
ÝMISLEGT:
2 Jólabakstur nálgast. Kökubakst-
ur á sjö síðum.
1 2 Póstur.
16 Jólagetraun. Þriðji hluti.
38 Stjörnuspá.
48 Kannt þú að meðhöndla happ-
ið? Sjálfskönnun.
30 Babbl. Þáttur í umsjá Smára
Valgcirssonar.
32 Pappírs-Pési. 23. hluti fram-
haldssögu fyrir börn eftir Her-
dísi Egilsdóttur.
34 Má bjóða þér að smakka?
■VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti Ólafsson,
Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari:
Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing
í Síðumúla 12. Símar 33320-35323. Pósthólf 533. Vcrð í lausasölu kr. 250. Áskriftarverð
kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800
1 ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvcmber, febrúar, maí,ágúst.
48. TBL. VIKAN 1 1