Vikan

Tölublað

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 28
HNUTUR UHOIR Síðastliðna nótt voru framin tvö hræðileg morð í vesturborginni... Fyrst var þetta bara sviði, svolítill roðablettur á stærð við smápening í vinstri handarkrikanum, sjálfsagt flugnabit. Júlíus klóraði sér, meðan hann rakaði sig. Margrét sat við eldhúshorðið og sötraði kaffið sitt. Með smáum, snörum augunum virti hún Júlíus fyrir sér, þar sem hann hellti í sig sykurlausu kaffinu án þess að sýna nokkur viðbrögð við römmum drykknum. Júlíus hafði lært það I sextán ára hjónabandi, að skárra var að drekka kaffið svart og rammt cn ræða um það við Margréti. Fyrir löngu hafði Júlíus vonað, að Fjölskyldan myndi stækka. En var það Margrétar sök, að þau eignuð- ust ckki börn? Eða var það...? — Hættu að klóra þér! — Fyrirgcfðu. — Þú ert eins og api, þcgar þú klórar þér svona. Þögn — Ætlarðu að tala við Hugh Bigge rstaff í dag? — Um hvað? — Snúðu ekki út úr fyrir mér. Þú veist vel um hvað — lausa starfið í söludeildinni. — Kannski, ef.... — Ekkert ef. Þú talar við hann í dag. Þú skalt ekki búast við því staðan falli þér í skaut alveg óforvar- indis og án þess þú gcrir neitt. Eftir öll þcssi ár hjá fyrirtækinu áttu skilið miklu hærri laun. Og það cr I söludeildinni, sem menn græða peninga. Júlíus umlaði eitthvað til sam- þykkis og kvaddi Margréti með kossi í loftið þverhandarbreidd frá andliti hennar. Síðan ók hann I átt til miðborgarinnar, lagði bílnum á kjallarastæði fyrirtækisins og fór með lyftunni upp. Á fyrstu hæðinni stöðvaðist lyftan I forsalnum, og inn í hana streymdu ungar stúlkur, scm unnu hjá fyrir- tækinu. Þær voru allar fallega klædd- ar, og með glampandi augu töluðu þær um stcfnumót sín kvöldið áður, og Júlíusi hitnaði stöðugt eftir því sem lyftan fór hærra. Þær önguðu af ilmvatni, hárlakki og sápu. Þær tíndust út ein og tvær á hverri hæð. ogjúlíus fann einmanaleikann heltaka sig, þegar lyftan nálgaðist tólftu hæðina. Um cllefuleytið, þegar morgun- önnunum var að mestu lokið, gekk Júlíus cftir ganginum til skrifstofu Hughs Biggcrstaffs, íburðarmikils herbergis með cikarskrifborði. Hann klóraði sér enn cinu sinni undir handleggnum, áður en hann barði að dyrum. — Júlíus. Gaman að sjá þig. Hvað get ég gert fyrir þig? Eins og flestir hinna starfsmann- anna hafði Hugh Biggerstaff brett upp skyrtuermarnar. Svartur hár- lokkur féll fram á enni hans. — Mig langaði bara að vita, hvort búið væri að ráða I lausa starfið í söludeildinni, krcisti Júlíus út úr sér. — Nci, verslunarstjórnin hcfur ekki tekið ákvörðun enn. Hvers vegna spyrðu? — Það er bara - mér datt í hug... Júlíus varð að ræskja sig. —Mér datt í hug, að ég kæmi kannski til greina. — Þú? Ungi varaframkvæmda- stjórinn horfði fast á Júlíus. — — Hctur þú nokkurn tíma starfað við sölumcnnsku. Júlíus? — Nei. en ég er fljótur að læra. Og ég vinn sktpulega og ákveðið. — Það veit ég, Júlíus. Þú ert einn besti starfsmaðurinn hér. — Þakka þér fyrir. — Já, og það yrði erfitt að fá jafnoka þinn í bókhaldið. Það kæmi að minnsta kosti cnginn nýgræðingur til greina, og jafnvel þótt viðkom- andi hefði einhverja reynslu af bók- haldi.. Nei. góður bókhaldari er ekki á hverju strái. — Ertu að segja mér, að ég sé ekki hæfur til starfa í söludeildinni? — Já, söludeildin er ekki rétti staðurinn fyrir þig. Ég var hérna fyrst við söluna, og ég get fullvissað þig um, að hún er ekki tómur dans á rósum. Maður þarf að vera töluvert ákveðinn og ágengur til þess að vel gangi. Júlíus. Og slíkt er ekki alltaf auðvelt. Varafram- kvæmdastjórinn skipti allt í einu um umræðuefni: — En ef þú átt við einhver vandamál að stríða Júlíus, skaltu endilega leita ráða hjá mér. — Þakka þér fyrir, sagði Július og fór. Júlíus lét fingur sina leika um borð reiknivélarinnar. Það var ekki að ástæðulausu, að verslunarstjórnin kunni vel að meta störf hans I bók- haldinu. En Margrét lét sér það ekki nægja. Hún klifraði á nýja starfinu alla helgina. Þcgar Júlíus stóð fyrir framan baðherbergisspegilinn á mánudags- morguninn, tók hann eftir þvi, að lítil bóla var í handarkrikanum á honum. Hann sveið ekki lengur í bóluna, sem var á stærð við appel- sínustein, en hún stækkaði stööugt. Á þriðjudegi var hún orðin á stærð við baun og daginn eftir eins og fingurgómur. Júlíusi stóð ekki lengur á sama, hringdi og fékk tima hjá heimilislækninum morguninn eftir. Þá var bólan orðin á stærð við hnetu. —Jæja, Júlíus, hvað gengur að þér? spurði Volney læknir, sem hafði starfað við lækningar í tutt- ugu ár og var mjög vinsæll af sjúkl- ingum sinum. — Ég er með svo einkennilega bólu í handarkrikanum. Fyrst var þetta bara sviði, svolítill rauður blcttur, en nú... — Já, ætli það sé ekki best ég líti á þetta? Viltu ekki gera svo vcl og klæða þig úr skyrtunni? Júlíus hneppti óoar frá sér skyrt- unni, fór úr henni og nærskyrt- unni og lyfti handleggnum, svo læknirinn gæti séð bólguna. Volney þuklaði bóluna æfðum fingrum og sömuleiðis holdið kringum hana. — Hefur eitthvað angrað þig sér- staklega upp á síðkastið, Júlíus? — Já, ég átti við smávandamál að stríða. — Já. datt mér ekki í hug? £g skal segja þér, að svona hnútar myndast oft af völdum streitu og langvarandi taugaspennu. — En bólan stækkar með hverjum dcginum sem liður. 28 VIKAN 48. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.