Vikan

Tölublað

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 55

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 55
mMjAKKAJ konunnar innan við borðið og sögðu: þetta er bara Ijóm- andi gott!' ’ Mér fannst þctta eitthvað svo skemmtileg upplyfting I föstudags- erlinum, að ég leitaði uppi versl- unarstjórann, Jóhannes Jónsson, og spurði hann um þess_a starfsemi. Ó, mamma, mamma, má ég? Lárus æt/aði ekki að trúa því svona undir eins, að hann mætti smakka á þessu ókeyþis. Jóhannes sagði, að vörukynningar væru nokkuð mikið tíðkaðar í versl- unum í seinni tíð og mæltust vel fyrir. S.S. búðin I Austurveri er hins vegar fyrsta verslunin, senr kemur sér upp sérstöku eldhúsi fyrir slíka starfsemi, og er ætlunin að láta það ekki standa ónotað. Sagði Jóhannes, að búið væri að kynna súpur, pizzur og sitthvað fleira, og þótt tilgangurinn væri Jóhannes Jónsson verslunarstjóri. Ein starfsstú/kan gat ekki stillt sig, þegar hún átti leið hjá. auðvitað einkum sá að kynna og selja vöruna, þá fyndist sér ekki síður mikilvægt, hvað þessi starf- scmi hefði góð áhrif á andrúms- loftið I versluninni. Það er engin tilviljun, að þessar kynningar eru einkum á mesta annatímanum síðdegis á föstudögum. Þá er versl- unin full af fólki, og flestir eru að flýta sér og ekki allir jafn hýrir í bragði. En I kringum kynningar- eldhúsið breytist andrúmsloftið og hýrnar yfir mannskapnum, og við- skiptavinirnir koma léttari í bragði I biðröðina við kassann. Þetta sagði Jóhannes, og ég sá, að hann hafði á réttu að standa-r K.H. ERTU ANÆGÐ MEÐ BARNAEFNI SJÓNVARPSINS? þau ná, en er ekki einhver gullinn meðalvegur milli þessarra ævintýra og átthagafræði Isaks Jónssonar? Brúðustrákurinn Palli er eflaust orðinn besti vinur margra barna, gervið er að mínu áliti mjög skemmtilegt. Samtöl Palla og Sirrý- ar lífga upp á þurrar kynningar á dagskrárliðum, og Palli hefur bryddað á ýmsum áhugaverðum atriðum, en þvt miður hefur margt runnið út í sandinn, án þcss að vera tekið til umræðu eða útskýringar. Hér langar mig að minnast á, þeg- ar Palli kom með kartöflur og taldi þær. Hánn taldi 1....6 og síðan 6 1/2. Hvers vegna? Jú, kartaflan var minni en hinar. Hefði ekki verið nær að Ieggja inn tölustafina frá 1-10 og sleppa svona rugli. Mér fannst illa farið hér með gott tækifæri til þess að tala uni kart- öfluna, ræktun hennar og holl- ustu, og auk þess að telja um leið, Það kunna ekki öll börn að telja, og þó svo að þau kunni það, er góð vlsa aldrei of oft kveðin. Af skiljanlegum ástæðum er mikið sýnt af erlendum myndum 1 sjónvarpinu og margar mjög góðar, og vil ég þar nefna myndaflokk- inn um Totte eftir Gunilla Wolde, sem var á dagskrá síðastliðinn vetur svo og umferðaþættir norskir, sem voru á dagskrá nú í vetur. Undanfarið hefur verið sýndur myndaflokkur um bangsann Misha. 2. þáttur þessa myndaflokks endaði mjög sorglcga, þegar bangsa- mamma féll niður 1 gryfju, sem Vasir aðalóvinurinn hafði gert. Litli bangsi leitaði grátandi að mömmu sinni, og enginn vildi hjálpa honum, mamma fannst ekki, og þannig endaði sá þáttur, og börnunum var tilkynnt, að fram- h'ald yrði eftir viku. Það er nú ekkert gamanmál að týna mömmu sinni, og mér kæmi ekki á óvart, þótt grátið hafi verið á mörgum heimilum eftir þennan þátt. Bangsamamma fannst í 4. þætti, en gleymdist alvcg 1 þeim 3. Ég vil gjarnan taka fram hér, að raddir og leikhljóð, sem fylgja þcssum myndaflokkum (ísl. tal) finnst mér sérstaklega skemmtileg. Kærkomið fannst mér að hlusta á Baldvin Halldórsson leikara segja Söguna af Búkollu, og mætti vera Framhald af bls. 15. meira af slíku efni. Þjóðsögur, þul- ur og vísur er menningararfur, sem við tslendingar getum státað af og okkur ber skylda að leggja rækt við. Því miður hefur verið lltið um þulur og kvæði, en vonandi verður úr því bætt, áður en vet- urinn er allur. Sýndar voru tvær myndir, önnur um kött og kettlinga og hin um tík með hvolpa sína, fallegar og skemmtilegar myndir og sungnar voru vlsur um ketti og hunda. Stcfán Jónsson hefursamið mikið af barnakvæðum og sögum. Þau eru mörg börnin, sem kunna vís- urnar um hann Gutta, og Bessi Bjarnason söng þær svo og fleiri kvæði. Þessi kvæði standa alltaf fyrir sinu, og myndir eftir Halldór Pétursson, scm fylgdu, voru mjög skemmtilegar. A miðvikudögum eru sýndar myndir og þær mjög misgóðar. Myndaflokkurinn The Jop Cat er ágætur svo og myndaflokkurinn Kaplaskjól, en þvi miður virðist allt efni á miðvikudögum miðað við eldri börn og litið við hæfi þeirra yngstu. Sýning kínverska fjöllistafólksins Tientsin var ólýsanleg, og harma ég, hve seint sá þáttur var á kvölddagskránni og vona, að börn- urn gcfist kostur á að sjá þátt þenn- an á heppilegri tima, þvi þennan þátt tel ég við hæfi allra barna scm og fullorðinna. Sýnd var mynd, sem fjallaði um starfsmann, sem vinnur i Hamp- iðjunni, hvað þar var framleitt og til hvers. Mjög góð mynd og vonandi eigum við eftir að sjá fleiri starfskynningarmyndir. Á þessari öld hraða og spennu og vegna brcyttra þjóðfélagshátta er hætt við, að foreldrar og forráða- menn barna gefi sér lítinn tima til þcss að tala við þau, segja þeim frá ýmsum þáttum samfélagsins og hlusta á þau. Meðal annars þess vegna tel ég nauðsynlegt, að vandað sé til þess efnis, sem börnum er boðið upp á i fjölmiðlum, og ætti að leggja áhcrslu á að víkka sjóndeildar- hring barnanna, hvetja þau til þess að afla sér meiri fróðleiks og skiln- ings á því samfélagi, sem við búum i. 48. TBL. VIKAN* 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.