Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 15
i BARNAEFN!
Jenna Jensdóttir
kennari og rithöf-
undur.
Ég hcfi alltaf litið svo á, að barna-
tímar þurfi að vera skemmtilegir
og hafa nokkurt uppeldislegt gildi
— með gleði og söng. Ég tel, að
það sé vandi að finna að án þekk-
ingar á öllum aðstæðum. Þekking á
því, sem við fjöllum um i hvert
sinn, gerir okkur varkárari og sann-
gjarnari.
Með þetta í huga vil ég gera grein
fyrir minu áliti. Og mun það ná
til nokkurra barnatíma sjónvarps-
ins á síðastliðnu hausti. Það er
mér ljóst, að stjórnendur tímanna
leggja einlxglega og mikið á sig
til þess að hafa sem fjölbreyttast
efni og við hæfi barna.
Erlent efni er mun meira en inn-
lent, og þykir mér sennilegt, að þvi
valdi þröngur fjárhagur. Eftir að
hafa horft á barnatíma sjónvarps
í Danmörku og Svíþjóð — tíma-
bundið — nokkur undanfarin ár,
vcit ég,‘ að í þcssu erum við á
eftir. Stjórnendur tímanna eru þar
fleiri en hér og skiptast á.
Fjölmiðlar hafa mjög sterk áhrif
— ekki síst á börn. Sjónvarpið
hlýtur' að vera krefjandi um það,
efnaval ætti að miðast fyrst og
fremst við barnið sjálft og .umhverfi
þess, þ.e.a.s. raunveruleikann.
Undanfarið hafa alls konar ævintýri
um bangsa, uglur, kanínur og fleiri
dýr, scm íslensk börn þekkja aðeins
af afspurn, verið mikið sýnd. Þessi
ævintýri eru ágæt svo langt sem
Framhald á bls. 55.
að þau noti samtímis heyrnar- og
sjónminni. Og þar sem við vitum,
að áhrif umhverfis og innræting
fléttast sterkt saman við eðlisgerð
barnsins á viðkvæmum þróunarferli
— hlýtur það alltaf að verða erfið
spurning, hvar og hvenær við erum
á réttri leið. Allir vilja stuðla að
jákvæðum persónuþroska barna.
En við erum misjafnlega skarp-
skyggn, og oft ráða hvatir okkar og
óskhyggja miklu, af því okkur hætt-
ir til að miða við okkur sjálf.
Frá mínu sjónarmiði voru Höfuð-
paurinn og Umferðarþátturinn
nokkurt mótvægi hvor á móti öðr-
um. Þar þótti mér koma fram
sterkari innræting en I öðrum
þáttum — ásamt sögunni um lama
manninn og Kaplaskjóli.
Enginn vafi þykir mér á því, að
erlendar .nyndir með íslensku tali
ná betur til barnanna og eru meira
lifandi en þær myndir, sem texti
er með. Þarna er líka ágætt fólk
á ferðinni og allur framburður þess
góður. Börn eiga erfitt með að
fylgja eftir texta og horfa á myndina
í einu.
Svo ég víki nú að íslensku efni —
sem mér þykir hlutfallslega of lítið
af í bamatímunum. Það, sem flutt
hefur verið af því I haust, hefur
— að minu mati — allr átt erindi
til barnanna.
Heimsóknir — eins og í Álfta-
borg og til blaðsölubarnanna þóttu
mér takast vel, af því að þar eru
réttar myndir úr hversdagslegu lífi.
Samtal stjórnanda þáttarins og
Palla er mikils virði fyrir börnin
— frá mínu sjónarmiði. Það er úr
þeirra heimi — þau skilja það, og
stór kostur þess þykir mér, hve
blátt áfram og undirbúningslaust
það er sett fram.
Annars hefur mikið verið um það
rætt hjá dönum, hver áhrif það
geti haft á börn að hafa dúkkur
eða dýr sem viðmælendur í sjón-
varpi — og nokkuð hefur dregið
úr því hjá þeim.
Ég vona, að hægt sé að draga
ályktanir af þessum hugleiðingum
mínum: Þær, að mér þykir of lítið
af islensku efni — að því leyti er ég
ekki ánægð.
Og meiri gleði — meiri söng.
Katrín Guðjóns-
dóttir gítarkennari
Stundin okkar er mjög bágbor-
in, fyrir ca. þriggja til sex ára göm-
ul börn, en því miður ekki mjög
þroskandi, nema einstöku atriði.
Stundin ætti að vera betri og meira
þroskandi og fyrir börn allt til
tíu ára aldurs, en á miðvikudögum
ætti að vera efni fyrir þroskaðri
börn, frá tíu til fjórtán ára gömul.
T.d. finnst mér Gluggar mjög fróð-
legt og ágætt efni fyrir þann aldurs-
flokk.
Þegar ég var beðin um að segja
álit mitt á dagskrárefni sjónvarps-
ins fyrir börn, fylgdist ég náið með
því dagana frá 19.-29. október og
punktaði jafnóðum hjá mér, hvað
mér þótti um hvern dagskrárlið.
Sunnudagur 19-10.
Palli er herfilegur og óeðlilegur,
og textinn hjá honum er heldur
ekki góður, og hann mætti gjarna
hverfa fyrir fullt og allt. Hvernig
væri, að Glámur og Skrámur kæmu
aftur í hans stað? Þeir voru mjög
skemmtilegir. Á eftir Palla var sýnd
góð og þroskandi norðurlanda-
mynd með skemmtilegum texta.
Þá kom tékknesk leikbrúðumynd,
sem var kannski skemmtileg fyrir
litlu börnin, en aðeins til þess að
drepa tímann, og ég fann engan til-
gang í þessari mynd. Næst kom
MJÖG HEIMSKULEGUR ÖSKU-
BUSKUÞÁTTUR, þá fáránlegur
texti hjá Palla og umsjónarkonunni.
Síðan þýsk leikbrúðumynd, sem var
mjög kjánaleg — hver er eiginlega
tilgangurinn með svona myndum?
Hvernig væri að koma með
skemmtilegar Walt Disney teikni-
myndir? T.d. Gosa? Eða Fantasíu?
Auðvitað þyrfti að velja.hluta úr
þeirri mynd, en Gosa mætti sýna
allan. Ef löng mynd væri valin,
mætti sýna hana sem framhalds-
mynd, sem börnin væru spennt að
sjá næsta sunnudag. T.d. finnst
mér upplagt að byrja á Gosa.
Saga Guðmundar Magnússonar
um lamaða manninn úr biblíusög-
unum var mjög góð og gott um-
hugsunarefni fyrir krakkana. En
hvers vegna Palli og Sigríður á
eftir? Ómögulegt! Hvernig væri að
enda Stundina okkar alltaf með
dæmisögu úr biblíunni?
Miðvikudagur 22.10.
Nokkuð góð japönsk mynd. en
svolítið langdregin, falleg
tónlist. Höfuðpaurinn er reglulega
fyndinn, og Kaplaskjól er ágætt.
Sunnudagur 26.10.
Palli er HUNDLEIÐINLEGUR.
Gangstéttarmyndin var góð fyrir
litlu börnin, og einnig var þýðing-
in góð. Of langdregin hundamynd
en á eftir þeirri mynd var texti
Sigríðar og Palla sæmilegur. Hrossi
og Mýsla voru góð fyrir litlu börnin.
Fróðlegur og skemmtilegur þáttur
af barnaheimili. Búkollusagan var
góð hjá Baldvin Halldórssyni, og
líst mér vel á þá hugmynd að lesa
myndskreyttar þjóðsögur fyrir börn-
in. Missa var góður þáttur fyrir litlu
börnin.
Miðvikudagur 29-10.
Naglinn var skemmtileg sovésk
teiknimynd fyrir litlu börnin, en
Dýratemjarinn var hins vegar ekki
fróðleg mynd, eingöngu til þess
að drcpa tímann. List og listsköp-
un, fróðleg og athyglisverð, en allt
of langdregin. Kaplaskjól var góð
mynd fyrir táninga.
Að öllu saman/ögðu er barna-
efni sjónvarpsins alls ekki nógu
gott. Börn eru líka fólk! Vin-
sam/egast athugiðþað hjá sjónvarp-
inu!
48. TBL. VIKAN 15