Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 37
getað orðið hertogaynja í Englandi,
en hún kaus að verða markgreifa-
frú í Frakklandi. Allt frá því að móð-
ir þeirra dó hafði hún, sem var
fimmtán árum eldri, litið til með
yngri systur sinni, og þennan dag
hafði hjarta hennar brostið. Jafnvel
þá hafði Ellis fundist, að litla Anne
væri að ganga á vit hroðalegra örlaga,
þótt hún gerði sér ekki grein fyrir því,
hvaðan henni kom sú hugmynd.
En nú eftir að ábótinn hafði fært
henni þessar fréttir hafði hún það
á tilfinningunni, að þarna væri lang-
varandi martröð hennar að rætast.
Þögul sorg hennar gerði hann
hrærðan, og þessi lágvaxni, dökk-
klæddi maður, sem stóð fyrir framan
hana, fór ósjálfrátt að láta vel að
barninu. En allt í einu herti hún
upp hugann. Hún rétti fram ákafar,
skjálfandi hendursínar, tók við barn-
inu og lagði það að innföllnu brjósti
sinu. Hálf felmtri slegin leit hún
í andlit barnsins, en brúnir lokkar
féllu að vöngum þess. Hún snart
hendur þess óframfærnum fingrum.
Augu hennar voru ekki lengur tár-
vot, og andlitssvipurinn mildaðist.
Fætur ábótans skulfu eftir þá
þreytu, sem hafði hrannast upp
undanfarnar vikur, og allt í einu lét
hann sig falla niður í stól og horfði
á síðasta hlckk Seltonættarinnar upp-
götva móðurhjartað í brjósti sér.
Þarna i bjarmanum frá arineldinum
birtist í mjóslegnu andlitinu, sem var
umleikið rauðu hári, óútskýranleg
mynd ástar og sársauka.
..Hverjum er hún lík?” sagði hún
blíðlega. ,,Anne var svo Ijós, en
barnið er dökkt yfirlitum.”
,,Hún líkist föður sínum, en er
mcð augu móður sinnar. Þér munuð
sjá það, er hún vaknar.”
Rétt eins og Marianne hefði að-
eins verið að bíða eftir þessum orð-
um lyfti hún augnlokunum, og i
Ijós komu græn augu, sem minntu
á nýsprottið gras, og hún leit á
frænku sina. En svo komu viprur
i andlitið, skeifa myndaðist við litla
munninn, og barnið fór að gráta.
Ellis hrökk í kút og var næstum því
búin að missa barnið. Hún hvarfl-
aði augunum til ábótans, og ótta
brá fyrir í svip hennar.
,,Guð minn góður! Hvað er að?
Er hún eitthvað veik? Hef ég meitt
hana?”
Gautier de Chazay brosti breitt,
og í Ijós komu hvítar, fallegar tennur.
,,Ætli hún sé ekki bara svöng.
Hún hefur ekkert fengið í dag
nema svolítinn vatnssopa úr lækjar-
sytru.”
,,Og það sama gildir um yður
vænti ég! Hvað er ég eiginlega
að hugsa að sitja hér svona gagn-
tekin af hryggð minni og litla skinnið
yfirkomið af hungri og þreytu.”
Á fáeinum sekúndum tilheyrði
þögn þessa húss fortíðinni. Þjónar
komu hlaupandi. Einn var beðinn
um að sækja persónu að nafni frú
Jenkins, en hinir göldruðu fram heita
máltíð, te og viskí. Að.lokum var
Parry beðinn um að búa um gestinn
frá Frakklandi í einu herberginu.
Allt gerðist þetta með undraverðum
hraða. Parry hvarf, og þjónarnir
báru fram ríkulega útilátinn máls-
verð. Frú Jenkins kom inn í her-
bergið, og^fir henni hvíldi hátíðleiki,
sem hæfði vel stöðu hennar sem
ráðskona. Hún var öll hin mikilúð-
legasta, en nokkuð komin til ára
sinna. En þessi virðuleiki hvatf
eins og dögg fyrir sólu, er lafði Selton
fékk henni barnið í hendur.
,,Taktu við henni, kæra Jenkins.
Hún er það eina, sem eftir er til
minningar um lafði Anne. Þessir
blóðþyrstu óþokkar myrtu hana, er
hún reyndi að bjarga lífi drottning-
arinnar. Við verðum að gæta hennar
vel, vcgna þess að hún á enga aðr^
að en okkur, og hún er það eina
sem ég á.”
Þegar allt þjónustuliðið var farið,
Snnna
býður allt það besta á
Kanaríeyjum
FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA
lækjargötn 2 símar 16400 12070
Sunnuferðir eru ekki dýrari en aðrar Kanaríeyjaferðir þrátt
fyrir beint dagflug með stórum glæsilegum Boeing þotum.
Flugtlminn er aðeins 5 klukkustundir. Dagflug á laugardög-
um. Sunna býður farþegum sinum hótel og íbúðir á vinsæl-
ustu baðströndinni, Playa del Ingles.
Þar er loftslag og hitastig hið ákjósanlegasta yfir vetrarmán-
uðina, þegar skammdegið og rysjótt veðrátta er sem mest hjá
okkur.
Farþegar Sunnu eiga kost á að velja á milli beztu hótelanna.
íbúðanna og smáhýsanna (bungalows) sem Sunna hefur á
Kanaríeyjum.
Eigin skrifstofa Sunnu, með þjálfuðu islenzku starfsfólki, á
Playa del Ingles, veitir farþegum Sunnu, öryggi og þjónustu,
skipuleggur skoðunarferðir og er farþegum innan handar á
allan hátt.
Fáið bækling um Kanaríeyjaferðir Sunnu á skrifstofunni að
Lækjargötu 2, og pantið ferðina strax, þvi mikið hefur bókast
nú þegar. Verð frá 37.500.—
NU FARA ALLIR MEÐ SUNNU TIL KANARIEYJA
48.TBL. VIKAN 37