Vikan

Tölublað

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 45

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 45
í apríl síðastliðnum lést í París blökkukonan Josephine Baker, sem ásamt þeim Maurice Chevalier og Edith Piaf var einn dáðasti skemmtikraftur þar í borg lengst af þessari öld. Frakkar gerðu það ekki endasleppt við átrúnaðargoð sitt og kvöddu hana með mikilli viðhöfn. kvödd Joseþhine Baker á sviði Bobinoleik- hússins t París skömmu fyrír dauða sinn 12. aþríl í vor. Sýninguna kallaði hún Joseþhine og flutti þar mörg þekktustu lögin af fimmtíu ára söngferli sínum. Líkvagninn var skrýddur blómum og orðunum, sem Joseþhine voru veittar fyrir starf sitt í þágu andsþyrnu- hreyfingarinnar, á leið í kirkju- garðinn í Monte Carlo. Josephine Baker vildi, að síðasti konsertinn hennar yrði stórkostlegur. Hún var orðin 69 ára og hafði verið viðloðandi skemmtanaiðnaðinn í 50 ár, og hún vissi, að dauðinn var á næsta leiti. Hún sagði, að ,,hjarta sitt missti taktinn við og við” og hún hafði legið fjórum sinnum á ameríska sjúkrahúsinu í París vegna þess. Þegar hún var stödd í Kaup- mannahöfn árið 1973, fékk hún hjartaslag og lá lengi dauðvona. En Josephine Baker vildi kveðja af snilld, áður en hún legði í ferðina til æðri heima. Hún var ein eftir af dáðustu söngvurum Parísarborgar — Maurice Chevalicr og Edith Piaf kvöddu bæði á undan henni, og hún vildi, að aðdáendur sínir fengju tækifæri til þess að kveðja hana og hún þá. Konscrtinn var haldinn í Bobino- leikhúsinu 1 Montparnasse, og ekkert var til sparað til þess hann gæti orðið sem glæsilegastur. Josephine kom frá heimili sínu 1 Monte Carlo I tæka tíð til þess að geta sjálf fylgst með og haft yfirumsjón með loka- undirbúningnum. Og í fjögur kvöld fylltist Bobinoleikhúsið fólki á öllum aldri, sem kom til þess að hlýða söng blökkukonunnar I síðasta sinn. Viðtökurnar voru stórkostlegar. Tímaritið Jotirs de France talaði um ,,le triomphe de Joséphine” og kallaði Baker „einstæða perlu” og ,,cina stórkostlegustu konu konsert- salanna”. Frakklandsforseti sendi henni heillaóskaskeyti, og hið sama gerði íranska keisaraynjan. Búnings- herbergi Josephine fylltist af blóm- um, og hún næstum grét af gleði, þegar hún hringdi til barna sinna og vina eftir konsertinn. Og síðan var Josephine kölluð fram á sviðið í síðasta sinn. Hún fékk annað hjartaslag og þetta sýnu alvarlegra hinu fyrra. Hún lcst 12. apríl 1975 á Salpetriere- sjúkrahúsinu skammt frá Bobinoleik- húsinu. Josephine var ætlð veik fyrir glæsibragnum, sem frakkar setja á flest, og hún hefði orðið stórhrifin af viðhöfninni, sem einkenndi útför hennar. Blómum skreyttum líkvagn- inum var ekið eftir hinni þröngu Rue de la Gaitie, þar sem þúsundir manna fylgdust með, þegar líkfylgd- in nam staðar framan við Bobinoleik- húsið, sem var Ijósum skreytt eins og á frumsýningarkvöldi. Þaðan var haldið yfir Signu og að Madeleine- kirkjunni, þar sem sálumessa var sungin. Á Madeleinetorgi var saman kominn mikill mannfiöldi, sem reyndi að komast inn I kirkjuna, þar sem kór söng Requiem Verdis, og undirleikari Josephine lék eftir- lætislög hennar á hörpu. Á kistunni var davíðsstjarna úr rósum, en Josephine barðist alla ævi gegn gyð- ingaofsóknum, og kross úr hvítum rósum og liljum. Á honum var borði, sem á stóð, Jo et Les Enfants” ,Jo” er Jo Bouillon, franski hljóð- 48. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.