Vikan

Eksemplar

Vikan - 27.11.1975, Side 45

Vikan - 27.11.1975, Side 45
í apríl síðastliðnum lést í París blökkukonan Josephine Baker, sem ásamt þeim Maurice Chevalier og Edith Piaf var einn dáðasti skemmtikraftur þar í borg lengst af þessari öld. Frakkar gerðu það ekki endasleppt við átrúnaðargoð sitt og kvöddu hana með mikilli viðhöfn. kvödd Joseþhine Baker á sviði Bobinoleik- hússins t París skömmu fyrír dauða sinn 12. aþríl í vor. Sýninguna kallaði hún Joseþhine og flutti þar mörg þekktustu lögin af fimmtíu ára söngferli sínum. Líkvagninn var skrýddur blómum og orðunum, sem Joseþhine voru veittar fyrir starf sitt í þágu andsþyrnu- hreyfingarinnar, á leið í kirkju- garðinn í Monte Carlo. Josephine Baker vildi, að síðasti konsertinn hennar yrði stórkostlegur. Hún var orðin 69 ára og hafði verið viðloðandi skemmtanaiðnaðinn í 50 ár, og hún vissi, að dauðinn var á næsta leiti. Hún sagði, að ,,hjarta sitt missti taktinn við og við” og hún hafði legið fjórum sinnum á ameríska sjúkrahúsinu í París vegna þess. Þegar hún var stödd í Kaup- mannahöfn árið 1973, fékk hún hjartaslag og lá lengi dauðvona. En Josephine Baker vildi kveðja af snilld, áður en hún legði í ferðina til æðri heima. Hún var ein eftir af dáðustu söngvurum Parísarborgar — Maurice Chevalicr og Edith Piaf kvöddu bæði á undan henni, og hún vildi, að aðdáendur sínir fengju tækifæri til þess að kveðja hana og hún þá. Konscrtinn var haldinn í Bobino- leikhúsinu 1 Montparnasse, og ekkert var til sparað til þess hann gæti orðið sem glæsilegastur. Josephine kom frá heimili sínu 1 Monte Carlo I tæka tíð til þess að geta sjálf fylgst með og haft yfirumsjón með loka- undirbúningnum. Og í fjögur kvöld fylltist Bobinoleikhúsið fólki á öllum aldri, sem kom til þess að hlýða söng blökkukonunnar I síðasta sinn. Viðtökurnar voru stórkostlegar. Tímaritið Jotirs de France talaði um ,,le triomphe de Joséphine” og kallaði Baker „einstæða perlu” og ,,cina stórkostlegustu konu konsert- salanna”. Frakklandsforseti sendi henni heillaóskaskeyti, og hið sama gerði íranska keisaraynjan. Búnings- herbergi Josephine fylltist af blóm- um, og hún næstum grét af gleði, þegar hún hringdi til barna sinna og vina eftir konsertinn. Og síðan var Josephine kölluð fram á sviðið í síðasta sinn. Hún fékk annað hjartaslag og þetta sýnu alvarlegra hinu fyrra. Hún lcst 12. apríl 1975 á Salpetriere- sjúkrahúsinu skammt frá Bobinoleik- húsinu. Josephine var ætlð veik fyrir glæsibragnum, sem frakkar setja á flest, og hún hefði orðið stórhrifin af viðhöfninni, sem einkenndi útför hennar. Blómum skreyttum líkvagn- inum var ekið eftir hinni þröngu Rue de la Gaitie, þar sem þúsundir manna fylgdust með, þegar líkfylgd- in nam staðar framan við Bobinoleik- húsið, sem var Ijósum skreytt eins og á frumsýningarkvöldi. Þaðan var haldið yfir Signu og að Madeleine- kirkjunni, þar sem sálumessa var sungin. Á Madeleinetorgi var saman kominn mikill mannfiöldi, sem reyndi að komast inn I kirkjuna, þar sem kór söng Requiem Verdis, og undirleikari Josephine lék eftir- lætislög hennar á hörpu. Á kistunni var davíðsstjarna úr rósum, en Josephine barðist alla ævi gegn gyð- ingaofsóknum, og kross úr hvítum rósum og liljum. Á honum var borði, sem á stóð, Jo et Les Enfants” ,Jo” er Jo Bouillon, franski hljóð- 48. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.