Vikan

Tölublað

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 12
tinguaphune Þú getur Ujert nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meófædd- an hæf ileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aö læra. •i l'ouulrobus \AUMsévo5b' icu ?" LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur • Laugav.96 -sími 13656 ■ pástunnn SHRVISKA EÐA ............ Komdu sæll, kæri Póstur! Ég er að verða hálfvitlaus. Sumir segja að ég sé að verða brjáluð. Ég átti heima í kjallara og þar var mjög þröngt. Við erum fjögur í fjölskyldu og kjallarinn var bara tveggja her- bergja. Þcgar ég bjó þar langaði mig að ýta veggjunum burtu og öskra. Ég tala oft við sjálfa mig og mér finnst gott að vera ein. Annars er ég fjörug, ef fjör er, og þá finnst mér gaman. En ég er ekkert fyrir að fara með stelpu I bæinn, eða eitt- Tivað þess háttar. Krákkarnir kalla þetta sérvisku og byrjunarstig á brjál- æði. Nú erum við flutt I stærra hús og þá finnst mér það tómlegt og ég verð hrædd, ef ég er ein. Ég hef aldrei verið myrkfælin áður. Þegar ég var ellefu ára og yngri átti ég heima í húsi af svipaðri stærð, jafnvel stærra. Er ég að verða brjáluð, eða eru margir svona? Mér finnst bara eitt skrítið, ég hef aldrei verið svona áður. 1 guðanna bænum scndu mér góð svör við þessu. Svo er það annað. Ég á kött. Það er eins og hálfs árs læða. Mig langar að vita hvort hún getur átt heilbrigða kettlinga, ef hún er sprautuð þcgar hún er kettlingafull. Og I lokin: Hvað heldurðu að ég sé gömul og hvað lestu úr skrift- inni? Ein að verða vitlaus. Einhverju sinni var mér sagt, að öruggt merki þess að einhver væn ekki hrjilaður vœri, ef hann óttaðist það sjálfur. Hins vegar vœri það orðið vafasamt, ef hann neitaði stöðugt að nokkuð vœri athugavert við sálarlíf hans. Þá fyrst mœtt. fara að óttast um hans andlega heilbrigði. Þetta er sennilega ekki algild regla, frekar en aðrar sviþaðar kenningar, en þó nokkuð hefur hún til síns máls. Það er alls ekki ósennilegt, að vistin í kjallaranum eigi nokkra sök á þunglyndi þínu. Desmond Morris skrifar einmitt um það t bók sinni Mannabúrið að þrengsli hafi þau áhrif á fólk að það smám saman verði taugaveiklað, eða jafnvel árás- argjarnt. Þar segir hann, að hverjum manni sé nauðsynlegt að hafa ákveðna fermetratölu, sem hann geti talið sitt umráðasvaeði, að öðrurr. kosti fari hann að hegða sér óeðli lega. Að auki eru svo kjallara- íbúðir margar alls ekki íbúðarhæfar, hvað þá ef þar eiga að dveljast of margir miðað við fermetratölu. Þú tekur það fram að nú búir þú í miklu betra húsnæði. Þung- lyndi þitt verður þá jafnvel horfið þegar bréfið birtist, ef ekki, þá getur þú huggað þig við það, að þess verður ekki langt að bíða. Þessi löngun þín til að ýta burtu veggjun- um og öskra er fullkomlega eðli- leg. Pósturinn kannast við þetta af eigin raun. Eina bjargráðið er þá að ganga út og fá sér reglulega gott frískt loft. Það er engin ástæða til að telja sér trú um að þetta eigi eitthvað skylt við brjálæði, sem betur fer. Myrkfœlni er stundum erfið þeim sem hafa mikið ímyndunar- afl. Hún hverfur með aldrínum. Taktu lítið mark á þvt, sem kunn- ingjarnir segja. Á vissum aldrí hættir unglingum til að dæma þá eitthvað skrítna, sem ekki elta hóp- inn í einu og öllu. Það ber frekar vott um töluvert sjálfstæði að skera sig úr og láta ekki aðra seeia sér fyrir verkum. Þetta óendanlega bæjarráp, sem virðist heltaka margar stelpur á ákveðnum aldri verður þeim til lítils gagns. Sem tóm- stundagaman eru margir aðrir hlutir bæði skemmtilegri og meira þrosk- andi. Ef þú hefur í huga ,að láta sprauta köttinn þinn verður þú að fara með hann til dýralæknis. Póstinum finnst í hæsta máta ósennilegt að hann verði sprautaður, nema að undan- genginni rannsókn. Dýralæknirinn hefur bæði þá reynslu og þekkingu, sem ætti að segja honum, hvort hún kisa þín á von á sér eða ekki. Skriftin bendir til sjálfstæðis og trygglyndis. Einnig gæti ég trúað, að þét hætti til/ að œtlast til, þess að aðrir skemmti þér, en ekki þú þeim. Aldurinn gæti verið á bilinu fjórtán til sextán ára. EINKALEYFI Pósturinn. Kæri Póstur! Ég þakka þér allt gamalt og gott. Oft hef ég nú hlegið að bréfunum þínum (stundum grátið). Erindi mitt við þig núna, kæri Póstur, er hvorki hlægilegt né grátlegt, heldur háal- varlegt. Þannig er mál með vexti að ég tel mig hafa gert merka uppgötvun I sambandi við peningaskápa og langar mig nú að koma henni á framfæri eftir „réttum” leiðum. Nú vil ég biðja þig að aðstoða mig í þessu máli og svara (ef þú mögulega getur) tveimur eftirfarandi spurningum: 1. Hvar og hvernig er hægt að sækja um einkaleyfi á íslandi? 2. Hvernig kemst ég í samband við erlend fyrirtæki sem fást við peningahirslur. Með einlægri von um að bréf- sfiifsið lendi ekki í gímaldinu fræga „ruslakörfunni”. Yðar einlægur aðdáandi I gegnum sætt og súrt. Jónas Ölafur. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? 12 VIKAN 48. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.