Vikan

Tölublað

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 27.11.1975, Blaðsíða 20
„Náið samt í lækni,“ sagði Baker í flýti. ,,Og komið henni út héðan!“ Strang kom inn í herberg- ið í sama mund og Luke og levniþjónustumaðurinn vfir- gáfu það. „Pað verður allt í lagi með barónessuna," sagði hann. „Hún verður að liggja í rúminu í nokkra daga, en það eru engin bein brotin.“ Cesare leit upp til þeirra. ,,En Ilena er dauð!“ Baker hristi höfuðið. „Svalirnar hennar voru svo aftariega að hún féll aðeins niður á svalirnar fyrir neðan. Og það var líka sóltjald, sem dró úr fallinu Cesare fór að hlæja. Strang leit á Baker. ,,Hvað er að honum?“ spurði hann. „Hann er að deyja,“ sagði Baker. „Hann tók eitur!“ Cesare leit upp til þeirra. Letta var nú það fvndnasta við þetta allt saman. Fíflin ættu að vita að Borgiarnir byrluðu ekki sjálfum sér eit- ur. Eitt augnablik var hann kominn á fremsta hlunn með að segja þeim hvað hafði gerst í raun og veru, en byrgði það svo inni. Best að þetta yrði eitt af því, sem þessir heilalausu carabinieri kæmust aldrei að. Hann hló aftur. Baker hallaði sér yfir hann. „Hvar eru Matteo og Dandy Nick?“ spurði hann. Cesare leit upp til hans. Hann var brosandi. „Dauðir. Þeir eru allir dauðir.“ „Hvers vegna gerðirðu það, Cardinali? Hvers vegna?“ spurði Baker í flvti. „Þú vildir aldrei koma ná- lægt því, sem þeir höfðust að. Þér gekk allt í haginn.“ Cesare reyndi að einbeita augnaráðinu að andliti Bak- ers. Hann var farinn að sjá allt í móðu. „Þetta var faðir minn líka alltaf vanur að segja, herra Baker, en eina ástæðan, sem hann hafði til að taka mig inn á heimili sitt, var til að viðhalda ættinni. Og ég veit ekki hvort þú getur heldur skilið það. Það er bara tvennt í lífinu, sem einhverju skiptir. Fæðingin og dauðinn. Allt annað þar á milli — lífið — er einskis virði. Tómt.“ Hann hætti til að ná and- anum. „Það er einungis er þú kemst í nána snertingu við annað af þessu að þú lifir í raun og veru. Þess vegna hefur þú mök við kon- ur. Til að endurfæðast. Þess vegna stendur þú þarna og horfir á mig deyja, nýtur spennunnar, sem fylgir dauða mínum. Þér finnst þú meira lifandi núna á þessu augna- bliki en þér hefur nokkru sinni áður fundist þú vera!“ Hann hallaði höfðinu enn aftur að bakinu á legubekkn- um og svitinn rann í straum- um niður andlit hans. „Maðurinn er vitskerrt- ur!“ sagði Strang hásum rómi, náfölur í framan. ,,A1- veg kol-, band-, sjóðandi vit- laus!“ Cesare lvfti höfði til að Iíta á lögreglumanninn. Hann þurfti að neyta allrar orku sinnar til þess eins að sjá í gegnum slæðuna, sem var að falla fyrir augu hans. í fjar- lægð heyrði hann barnsgrát. Kannski hafði maðurinn rétt fyrir sér. Ef til vill var hann vitskertur. Hvað var grát- andi nýfætt barn að gera hér á svona stað? Skyndilega varð honum allt saman ljóst. Þetta var hans eigið barn, sem var að gráta. Þetta var það, sem Luke hafði verið að reyna að segja honum. Hún gekk með barn hans undir belti. Hann neytti ýtrustu krafta til að mæla. Hann fann hvernig varir hans skældust af sársauka við tilraunina. „Er ekki . . . öll veröldin . . svolítið . . . vitskert?“ spurði hann rétt í því er slæðan féll og tók þá í burtu frá honum. Sögulok. 20 VIKAN 48. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.