Vikan - 29.06.1978, Page 5
borginni Palma. Landbún-
aður er einn aðalatvinnu-
vegurinn, og þá sérstaklega
ræktun alls konar nytja-
trjáa, sem eru fræg fyrir
einstaka fegurð. Mallorca
hefur oft verið kölluð
Paradísareyjan, enda sækja
þangað margir ferðalangar
sér til hvíldar og hressingar.
Getraunin
Þá skulum við snúa okkur
að getrauninni sjálfri. Til
þess að taka þátt í henni, er
nauðsynlegt að verða sér úti
um landakort af Evrópu,
sem flestir hljóta að eiga
einhvers staðar í fórum
sínum. Við ímyndum
okkur, að við ferðumst eftir
beinum línum til sólar-
stranda, en höfum viðkomu
á tveimur stöðum á leiðinni.
Um er að ræða þrjár leiðir,
mislangar, og spurningin er:
Hver þessara þriggja leiða
er styst? (Ágætt er að nota
reglustiku til þess að mæla
þetta út).
1. hluti getraunarinnar.
Hver þessara leiða er styst?
A. Reykjavík — Helsinki — Madrid — Ibiza.
B Reykjavík — Algeirsborg — Casablanca —
Kanaríeyjar.
C. Reykjavík—London—Vínarborg — Mallorca.
------------------X
SUMARGETRAUN 1. HLUTI
Stysta leiðin er:
□A Db Dc
Nafn:
Heimili:
26. TBL.VIKAN 5