Vikan


Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 6

Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 6
¥ PÖSTIKIW Sjúkraþjálfun og fleira Sæll og blessaður heillakarl! Ég vona að þú sért við hesta- heilsu og getir svarað nokkrum spurningum fyrir mig. Þær snerta ástarmál mín ekki nokkuð, því ég ræð sjálf fram úr þeim. Vindum okkur að efninu. Ég fer í I. bekk framhaldsdeild næsta vetur (svokallaðan 5. bekk). Mig langar að vita. hvaö ég þarf að vera mörg ár í við- bót í skóla, ef ég fer í sjúkra- þjálfunarnám. I hvaða skóla er þetta nám stundað? Þarf ekki að Ijúka námi erlendis ? Svo þarj ég að koma með dá- lítið handa þér til að leiðrétta. Þú varst spurður í einni Viku í vetur (ég man ekki í hvaöa tölublaði) hvað margar mann- eskjur á landinu hétu ..BESSA ". Þú svaraðir, að eng- in héti þessu nafni hér á landi, en þar geröir þú laglega vit- leysu, því að minnsta kosti ein manneskja hérlendis heitir þetta. Ég þekki stelpu, sem heitir Bessa. Jæja. ég hef ekki hugsað mér að ganga af þér dauðum með þessu bréji. sem ejlaust er alveg Bjóðum þéf mhið úrval af ótrúlega falegum kristalsvanjm á sérstaklega góðu verði. lllil.- i.Kisriii Laugaveg 15 íí 14320 yftrþyrmandi leiðinlegt. En þótt það sé leiðinlegt, þá er ég viss um, að þú birtir það. Ég man ennþá, hvað ég er gömul, og svo trúi ég ekki á stjörnu- merki (allavega alveg mátulega lítið). Ég vona, að þú sért enn við hestaheilsu, þegar þú hefur lokið við að lesa bréftð. Ég hef oft verið að velta þvífvrir mér, hvort Helga, uppáhaldið þitt, en óvinkona allra hinna (eða flestra hinna), fái aldrei kveisu. Hún er ábyggilega mjög hraust, ef hún hefur þolað allt þetta bréjaát áfldlalaus,. En li\ að um það. ég bið að heilsa þér og öllum iiinum starfs- mönnum Vikunnar og vona, að Vikan verði áfram gott blað, eins og hingað til. Vertusœll. 1325—1004 Sjúkraþjálfunarnám er stundað í Háskóla íslands, og til að geta hafið það nám, þarftu að hafa lokið stúdentsprófi. Ekki mun vera krafist sérstakrar lágmarks- einkunnar, en allar umsóknir eru vegnar og metnar, og aðeins er hægt að taka inn 17 nem- endur árlega. Þessu námi áttu að geta lokið hérlendis, og áætlaður námstími mun vera um fjögur ár. Allar nánari upplýsingar um þetta geturðu fengið á skrifstofu Háskóla íslands, sími 25088. Hvað viðvíkur Bessumálinu, þá hefur Pósturinn þegar svarað leiðréttingu vegna þess, þ.e. að allar „Bessur” á landinu, heita öðru nafni á undan. Við Helga erum bæði við hestaheilsu, og hún versnaði ekkert eftir lestur bréfs þíns. Helga hefur aldrei fengið kveisu, óundirrituð bréf og ókurteisleg eru hennar upp- áhaldsfæða, og fátt fer betur í „maga” hennar. Kveðju þinni til starfsmanna Vikunnar er hér með komið á framfari, — með þakklæti! Vertu sæl. Hvar búa Indíánar? Kæri Póstur! Ég þakka allt gamalt og gott. Mig langar að spyrja þig þriggja spurninga, og ég vona, að þú getir svarað þeimfyrir mig. (Þær eru svolítið óvenju- legar). Eru til ekta Indíánar? Og hvar á hnettinum eiga þeir Hjónaband í upplausn Kæri Póstur. Ég leita til þín í vandræðum mínum, til að reyna að flnna besta svarið. Ég er með kornabarn og heimili, en ég er svo löt, að það fer allur dagurinn í það að hugsa bara um barnið. En það er ekki nógu gott, því húsbóndinn er alveg orðinn snar og hótar því alltaf að reka mig á dyr, en gefur mér alltaf séns, en hann er nú á þrotum. En ég skil þetta bara ekki. Ég vinn ’ekki úti, og ég þoli ekki rusl, en samt er allt á öðrum endanum, enginn matur, nema annað slagið, rusl út um alla íbúð. Svo skammast ég mín svo, þegar koma gestir, en ég hugsa alltaf vel um barnið, það er það besta. Hvað á til bragðs að taka? Kæri vinur, vona eftir besta svari. Hvernigjára tvíburar (kvk.) og naut (kk) saman? Með fyrirfram þakklæti. H.H. Já, ekki er nú útlitið gott. Ég gæti best trúað, að eitthvað sé að þér líkamlega og þú hafir hreinlega ekki þrek til þess að gera fleira en að hugsa vel um barnið. Hjálpar eiginmaðurinn þér ekkert? Hann verður að sjálfsögðu að gera sér grein fyrir því, að það er líka vinna að annast nýfætt barn, svo það er skylda hans að hjálpa þér við heimilisstörfin, þegar hann kemur úr vinnu. Ég er ekki svo viss um, að þetta sé eingöngu leti að þér. Þú ættir að leita læknis, ef þér finnst þú ekki hafa meiri þrótt en þetta. T víburastelpa og nautsstrákur eiga mjög vel saman. 6 VIKAN26. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.