Vikan


Vikan - 29.06.1978, Page 27

Vikan - 29.06.1978, Page 27
Ertu eðlilegur? |i Er eðlilegt, að þér finn- ist þú undirborgaður? Já, kannanir á lands- mælikvarða sýna, að meir en tveir þriðju hlut- ar fólks telur að það fái ekki greitt nógu hátt kaup. Það var einkum vel menntað fólk sem var hvað óánægðast með laun sín. Þeir ánægðustu reyndust vera bændur og kaupa- héðnar. Er eðlilegt að kona sýni meiri tilfinninga- semi en karlmaður? Nei. Kannanir sýna, að konur eru ekkert tilfinn- inganæmari en karl- menn, en þeir reyna fremur að dylja tilfinn- ingar sínar vegna þess að „þannig á það að vera”. Er eðlilegt, að þér f innist þú óeðlilegur? Já. Það er sjaldgæft, ef manni hefur ekki einhvern tímann fundist hann gera óskynsamlega hluti, eða ratað af réttri leið. Það er athyglisvert, að það er einkum fólk, sem hefur hlotið sálræna ákverka, sem finnst það hafið yfir alla sjálfsgagn- rýni. Er eðlilegt að vera kvíðinn? Já. Kvíði er mjög eðlileg tilfinning. Ef þú finnur ekki fyrir kvíða eða hræðslu á erfiðum og hættulegum stundum, þá eru það beinlínis óeðlilegt. Aftur á móti er óeðlilegt, og bendir til veikinda, ef fólk er stöð- ugt kvíðið og sér alls staðar erfiðleika. Er eðlilegt, að þú viljir neyta sérstaks matar, þegar þú átt við geð- vandamál að stríða? Já, Aftur sýna kannanir, að þegar fólk er langt niðri, einhverra hluta vegna, þá sækist það eftir að borða sætindi — einkum þósúkkulaði. Hefurðu áhyggjur af því að vera ekki eins og fólk er flest? Geðlæknar og sálfræðingar hafa lagt á sig mikið erfiði að finna út hvað sé eðlileg hegðun á hverjum tíma. Hér fara á eftir nokkrir punktar um eðlilega eða óeðlilega hegðun, sem þú getur borið saman við eigin hegðunarhug- myndir. Er eðlilegt að hatast út í starf sitt? Það er eðlilegt, að fólk sé ekki ánægt yfir fábreyti- legu starfi, en sá sem hatast út í starf sitt á oft- ast við sálræn vandamál að stríða. Þrátt fyrir að vinna kunni að vera fá- breytileg, má ætla, að 75% allra. sem slíka vinnu stunda. vilji hana heldur en gera ekki neitt. Margir telja líf sitt glatað ef þeir hafa ekki ein- hvers konar vinnu. Er eðlilegt „að vilja komast burtu frá þessu öllu"? Já, en ekki um langan tíma. í skoðanakönnun, sem náði til 16 þúsund mannsi Bandarikjunum. var rætt um langanir fólks, og efst á blaði reyndist löngunin að hverfa frá öllu saman og ferðast suður á bóginn eða til Evrópu. En þessi könnun sýndi. að fólk vill síðan að vissum tíma liðnum koma heim og taka þráðinn upp að nýju, þar sem frá var horfið. Bræður hjálpuðu til við fæðingu Þau hafa öll ástæðu til að vera glaðleg á svip- inn, móðirin og synirnir þrír. Þannig er mál með vexti, að móðirin, sem er búsett í Kaliforníu, fæddi yngsta soninn mánuði fyrir tímann, og bar fæðinguna svo brátt að, að synirnir Jimmy, sem er 13 ára og Chuck Morrell, 9 ára, urðu að koma í stað ljósmóður. Þeir hringdu í lögreglu- varðstjóra, sem gaf þeim fyrirskipanir um hvað þeir skyldu gera. þangað til sjúkrabillinn kæmi á vettvang. Faðirinn var í vinnunni á þessum tíma. Jimmy varð að von- um hálfhræddur, þegar lögregluvarðstjórinn sagði honum. að hann yrði að standa sig og hjálpa móður sinni. Jimmy hlustaði vel á það sem hann sagði, en síðan tók yngri bróðirinn við heyrnartólinu. Jimmy þaut inn í svefnherberg- ið. og þá var fæðingin gengin um garð. Jimmy mundi hvað lögreglu- varðstjórinn hafði sagt — að hann yrði að hreinsa kok barnsins og slá það létt á bakið til að framkalla grát. Það stóð á enduni. litli bróð- ir var búinn að ná and- anum og farinn að gráta. þegar sjúkraliðarnir komu á vettvang. Litli bróðir. sem var ekki til stórræðanna fyrst í stað, var 10 daga á spítala. en var síðan sendur heim heill heilsu. Svii nokkur sat á veit- ingastaö i París og cirakk koníak. Franskur bind- indismaöur gekk fram- hjá bordinu ogsagði: — Vitið þér. að alkó- hól drepur árlega hátt í 2 milljónir Frakka? — Mér kemur það nú litið við — égerSvii! Hann þótti ákajlega kurteis Ijósmvndari. og þegar frúin sagðist ekki vera ánægð með mynd- irnar — þær hefðu verið svo miklu betrisíðast, þá svaraði hann: — Já, J'rú, en þá var églíka 14 árum yngri! Þau voru kœrustupar I sumarfríi og lágu alsæl á baðströndinni. Máfur flaug yfir og sendifrá sér klessu sem lenti beint í auga hans. — Eg held að ég sé með klósettpappir I tösk- unni. sagði hún. — Það er of seint, máfurinn er Jloginn leið- arsinnar. DYGGÐIN UPP- MÁLUÐ! ,.En elsku vina mín. Iivar á ég að útvega pen- inga til að greiða fyrir ö/l þessi Jöt. ” sagði hann ráðvililur. ,.Það getur verið að ég haji ýmsa galla. ” svaraði I hún elskulega, ..en ég | forvitnast ekki um pen ingamál annarra. ” 26. TBL.VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.