Vikan


Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 30

Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 30
J GÖTULÍFIÐ Það var komið sumar i Osló og gaman að ganga um Karl Johan-breiðgötuna og virða fyrir sér fjölskrúðugt mannlifið. Annarsvegar var unga fólkið, flest með kæruleysislegt fas og óvirðulegt í klæða- burði, hins vegar eldra fólkið steypt í miklu fastara mót — ekta norskt. Á göngugötunurr: höfðu bóksalar bækur sinar úti við í kössum og buðu þær á nið- ursettu verði. Götusalar breiddu teppi sín á götuna. eða á gangstíga. og röðuðu á þau hverskonar skrautmunum af ódýr- ari gerð. Listamenn buðu teikningar. sem ekki féllu i minn smekk, og ungt par flutti bandariska söngva um ástir og frið. Ungir menn léku á fiðlu og flautu, en eldri menn i þjónustu Bakkusar léku á munnhörpu i von um að einhver léti krónudetta. Átta prósent af norsku þjóðinni á við áfengisvandamál að stríða. sagði þekkt- ur norskur geðlæknir í sjónvarpsviðtali, og vissulega sá maður á götum Oslóar fólk, sem áfengið hafði leikið illa. Svo var margt ungmenna með þennan harð- neskjulega svip, sem sjá má á fólki, sem er búið að týna öllum áttum. Norðmenn hafa vaxandi áhyggjur af þessu unga fólki, og ég tíni hér til dálítinn fróðleik um þetta fólk. sem var að finna i Dag- bladet: Það er siður nýútskrif- aðra stúdenta að aka um bæinn ó bílum, sem eru skreyttir aliskonar myndum og gólga- húmor. Mamman skorðar bamið i stól, sem er festur ó bögglaberann, en framan ó hjólinu er karfa fyrir vaming. Hús i gamla bænum, sem ó að fara að rffa. Einhverjir hafa mótmælt kröftuglega með myndum og óletrunum. hrósaði bréfinu. og stuttu síðar skildu leiðir okkar. Ég gleymi ekki þessum per- sónuleika i bráð. kannski hefur hann átt við einhver vandamál að striða; hann var rauðbirkinn og víkingslegur og ekki líklegur til að gefast upp i lífsins ólgusjó. una. Hinn norski kollegi benti mér á. að samskipti Svia og Norðmanna væru að taka á sig nýja mynd. og hann spáði þvi, að samskiptin yrðu mjög náin i næstu framtið. enda yrðu norrænar þjóðir að þjappa sér betur saman vegna aukinnar ásælni fjölþjóðahringa. Kannski verður Volvosamningurinn. cl’ af honum verð ur. báðum þjóðum til gagns og fram- dráttar, þvi sérfræðingar i bilamálum hafa nýverið spáð þvi. að Volvo og Saab myndu ekki þola öllu lengur þrýstinginn frá hinum stóru bílaframleiðendum i austri og vestri. BRÉFTIL KÓNGSINS Svo var annar Norðmaður. sem spurði frétta frá íslandi. en hann var af öðru sauðahúsi. Við hittumst yfir bjór- glasi á útiveitingaslað. Hann leit upp úr bréfaskriftum og spurði. hvaðan ég væri. „Ísland þekki ég vel,” sagði hann og dró augað i pung — „Seyðisfjörður, tsa- fjörður, Akureyri. Grimsey, já, íslend- ingar eru gott fólk — svartidauði, nei annars hvað heitir það?” Allt rétt hjá þér,” svaraði ég, og hann fræddi mig á, að hann hefði verið hér á síldveiðum — „ég hef margt séð og margt lært, og stundum hef ég bara verið á flækingi. Það er ekkert að marka að sjá mig í þess- um fötum. ég á lika fin föt heima. Tal- aðu bara. ég held áfram að skrifa,” sagði hann um leið og hann renndi visifingri fimlega um efri og neðri tanngarð og sletti munntóbakinu á gangstéttina og stakk nýjum skammti upp i sig. Svo leið drykklöng stund. „Ég er að skrifa kónginum. þvi ég er einn af fáum, sem geta komið til hans bréfi. Hann þekkir mitt fólk, og hann les þetta bréf. Viltu kannski lesa bréfið?” Og ég las bréfið til kóngsins. sem ólgaði af heitri ættjarðarást. var kannski eilitið ruglingslegt, en stafsetning var góð. Ég „ÓTTUMST ERFITT EITURLYFJASUMAR” — Við óttumst mjög erfitt eiturlyfja- sumar, segja lögreglumenn, sem DAG- BLADET ræddi við. Á sumrin streymir ungt fólk hvaðan- æva af landinu til höfuðborgarinnar til að komast í snertingu við undirheimana og ná i eiturlyf, sem er auðveldara að ná i þar og er ódýrara en heimafyrir. Sið- ustu ár hefur neysla eiturlyfja aukist og lögreglan óttast ástand á borð við það sem rikt hefur i Kristjaníu i Kaup- mannahöfn, en þar hefur eiturlyfjasalan farið fram mikið til opinberlega og án teljandi ihlutunar lögreglu. 30 VIKAN 26. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.