Vikan - 29.06.1978, Qupperneq 32
1958
1978
„Meðanégá
mína tryggu vini,
er ég hamingjusöm ”
Sunnudaguririn 28. maí 1978 verður víst ógleymanlegur dagur
fyrir marga. Þann daggekk þjóðin til sögulegrar atkvæða-
greiðs/u íborgar- og sveitastjórnarkosningum. En þeir voru fjöl-
margir, sem greiddu atkvæði tvisvar þennan dag. Þeir, sem það
gerðu, voru einnig að kjósa fulltrúa þjóðar okkar, fegurstu
stúlku íslands, sem mun keppa fyrir Islands hönd í keppninni
,,Miss Scandinavia” í Finnlandi á þessu ári og í keppninni
,,Miss Universe” á næsta ári, en sú keppni er þýðingarmesta
fegurðarsamkeppni veraldar.
Níu stúlkur kepptu um titilinn „Ungfrú
ísland 1978”, en að keppninni stóð Ferða-
skrifstofan Sunna. Sjö rnanna dómnefnd og
troðfullur salur af gestum á Sunnukvöldi
völdu fulltrúa þjóðarinnar, og fyrir valinu
varð Halldóra Björk Jónsdóttir, en hún var
einnig valin „Ungfrú Reykjavík 1978”.
Halldóra Björk er fædd 16.12.1956 í
Reykjavík, dóttir Bryndísar Jónsdóttur og
Jóns Björnssonar. Hálfs árs flutti hún til
Vestmannaeyja, þar sem hún bjó til níu ára
aldurs. — Sem stendur vinnur hún hjá
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, en
einnig er hún starfandi módel hjá Karon-
samtökunum, svo andlit hennar er þjóðinni
sennilega vel kunnugt. Á síðastliðnu ári
(nánar tiltekið 7.7.77 kl. 7!) keypti hún sér
íbúð í Breiðholti, ásamt systur sinni, Þor-
gerði, sent einnig er vinsæl Ijósmyndafyrir-
sæta (hefur m.a. verið mikið á myndum
fyrir Torgið) svo hún hefur komið ár sinni
vel fyrir borð, þótt ung sé.
Halldóra Björk er óneitanlega falleg
stúlka, en það er ekki það eina, sem hún
hefur til að bera. Hún hefur fallega og fág-
aða framkomu, er einlæg, en afskaplega
glaðvær og hláturmild. Hún hefur ákveðn-
ar skoðanir á öllum hlutum og á auðvelt
nteð að tjá sig. Það er því onætt að full-
yrða, að Sunnugestir hafa valið rétt, er þeir
greiddu Halldóru Björk atkvæði sitt sem
Fegurðardrottningu íslands 1978.
FYRST OGFREMST
ÆVINTÝRAMENNSKA
— Hvenær var valið í keppnina og
hvernig?
— Það var valið í þessa keppni rétt fyrir
áramót. Farið var eftir ábendingum, og
einnig valdi Heiðar Jónsson sjálfur þær
stúlkur, sem honum leist vel á. Við vorum
sjö stúlkurnar úr Reykjavík, sem talað var
vel og rækilega við. Síðan komum við fram
á þremur Sunnukvöldum. Þar greiddu gest-
ir 1 salnum atkvæði, og kosin var stúlka
kvöldsins. Á lokakvöldinu voru atkvæðin
talin, og þær þrjár, sem flest atkvæði hlutu,
fóru svo í úrslitakeppnina.
— Hvernig stóð á því, að þú fórst í þessa
keppni?
— Ævintýramennska fyrst og fremst.
Ég hef áhuga á fyrirsætustörfum og fannst
þetta gott stökkbretti fyrir atvinnumögu-
leika erlendis.
— Hvert er álit þitt á fegurðarsam-
keppnum almennt?
— Mér finnst þessar keppnir góð land-
kynning, en þó verð ég að segja, að mér
finnst óþarfa prjál í sambandi við þetta er-
lendis. Það mætti vel láta peningana, sem
eytt er í þessar keppnir, renna í eitthvað
nauðsynlegra, en þvi geta þær stúlkur, sem
þátt taka 1 fegurðarsamkeppnum, víst lítið
32 VIKAN 26. TBL.