Vikan


Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 35

Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 35
Stúlkurnar, sem tóku þátt í keppn- inni, komu fram i baðfötum, og ekki var að sjó að Halldóra Björk vœri neitt feimin við að koma fram svona „fáklædd" enda vön tiskusýningarstúlka. Hér sóst Silja Allans fró Akranesi óska Halldóru Björk til hamingju með sigurínn. Fyrir aftan stendur Anna Björk Eðvarðs, Ungfrú Island 1977. Ég hef áhuga á að fara út í það nám aftur seinna, en í dag er ég alltof óþolinmóð til að setjast aftur á skólabekk. Ég ætla semsagt að bíða með allt frekara nám, þar til síðar. Nú sem stendur er ég að vinna hjá Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, en þar hef ég verið með annan fótinn síðan 1973, en ég vann einnig hjá Morgunblaðinu í auglýs- ingamóttöku. — Svo ertu sýningarstúlka hjá Karon- samtökunum. — Já, þar hef ég verið síðan 1975. Mér líkar óskaplega vel við það starf, ég vinn með skemmtilegu fólki, og þetta er mjög tilbreytingaríkt. Við ferðumst mikið, og það á vel við mig, enda voru það fyrst og fremst ferðalögin, sem freistuðu min í sam- bandi við keppnina. — Hefurðu áhuga á að vinna við fyrir- saetustörf? — Já, það hef ég, enda fer ég í keppnina „Miss Scandinavia” með það fyrir augum að komast eins langt og ég get og notfæra mér þá möguleika, sem mér kunna að bjóð- ast, út í ystu æsar. Þessu starfi fylgja alltaf ferðalög, og ef allt gengur ekki eins og í sögu, þá er jú ísland alltaf á sínum stað, og heim get ég alltaf komið aftur. — Nú varstu kjörin á kosningadaginn sjálfan. Mundirðu eftir að kjósa, þótt þú værir í kjöri sjálf? — Já, ég mundi eftir þvi. Ég var á Hótel Sögu á æfingu, pantaði þar kosningabíl, lét keyra mig upp í Breiðholt, kaus og fór síðan aftur niður á Sögu og hélt áfram við und- irbúninginn!! FINNST GAMAN AÐ PÓLITÍSKUM UMRÆÐUM — Ertu pólitísk? — Já, það má segja það! Mér finnst allt- af gaman að pólitískum umræðum, — og umræðum yfirleitt — þar sem fólk er ekki sammála, ef fólk einblinir bara ekki of mik- ið á eigin skoðanir og getur ekki tekið tillit til skoðana annarra. Það væri lítið gaman að ræða við fólk, ef allir hefðu sömu skoð- anir á hlutunum! Ég virði persónulega allar skoðanir fólks og kem fram við aðra, eins og ég vil, að komið sé fram við mig. — Hvað gerirðu í tómstundum? — Allt milli himins og jarðar! Ég heim- sæki vini mína og flækist um eins og ég get. Að vísu er ég bíllaus, en mér finnst óskap- lega gaman að fara út að keyra, þegar mér er boðið! Svo fer ég vikulega á fundi hjá Karon, og einnig er ég í Félagi ungra sjálf- stæðismanna í Breiðholti, og þar sæki ég einnig fundi, þótt fundarmæting mín megi nú víst teljast fremur léleg vegna anna. Nú, svo á ég sæti í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Ég sagði Magnúsi L. Sveins- syni strax, að ég hefði engan tíma í þetta, en ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með og finnst eindregið, að það þurfi að kanna betur launakjör fólks. Ég vona bara, að ég læri eitthvað af þvi að vera í stjórninni. — Nú segistu vera í Félagi ungra sjálf- stæðismanna. Skyggði þá ekki fall sjálf- stæðismanna í Reykjavík á þinn eigin sig- ur? — Ég er óhress yfir fallinu, ekki get ég neitað því, en ég er a.m.k. ekki enn farin að falla í þunglyndi út af því! Þetta er búið og gert, og stundum getur breyting orðið til bóta. Það verður bara að bíða og sjá! Ef til vill hafa þessi úrslit jákvæð áhrif á alþingis- kosningarnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. — Hver eru helstu áhugamál þín? — Tónlist, söngur, ferðalög — og svo finnst mér yndislegt að dunda við blóm. — Ertusmeyk við þær kröfur, semgerð- ar eru til þín sem Fegurðardrottningar ís- lands? — Nei, alls ekki. Ég veit, hvað þessu fylgir, og reyni að koma fram samkvæmt því. — Talar þú þessi fjögur — fimm tungu mál, sem talin eru æskileg? — Nei, það geri ég nú ekki. Ég tala ensku og dönsku og hef lært þýsku og ætla mér að betrumbæta þá kunnáttu. Ennfrem- ur hef ég mikinn áhuga á að læra frönsku, en yfirleitt er töluð enska í þessum keppn- um, svo ég þarf ekkert að óttast. FASTAGESTUR Á SLYSAVARÐSTOFU — Er eitthvað, sem fegursta stúlka ís- lands 1978 eróánægð með í fari sínu? — Ég er óskaplegur hrakfallabálkur!! Ég er fastagestur á Slysavarðstofunni; fer þangað ekki sjaldnar en einu sinni á ári! Það er staðreynd, að ef ég ætla að ganga virðulega um Austurstrætið þá misstíg ég mig og dett, eða eitthvað þess háttar! — Ertu ánægð með lífið í dag? — Já, ég er mjög hamingjusöm mann- eskja. Það er til dæmis ekki til vont veður á Islandi í mínum augum. Ég fagna hausti jafnt sem vori. Veðrið skiptir mig engu máli, það er fólkið í kringum mig, sem ég læt mig varða um. Ég þakka og lofa hvern dag, sem ég lifi. Mér er alveg sama, hvernig fólk talar um mig; ég á minn vinahóp, og það fólk þekkir mig, og veit hvernig ég er. Meðan ég á mína tryggu vini er ég ham- ingjusöm. akm. 26. TBL.VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.