Vikan


Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 40

Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 40
„Við þurfum að hreinsa útskornu kistuna, áður en herra Cleghorn kemur að saskja hana. Hann er væntanlegur um hálftólf leytið,” sagði Steve. Maggie tók þetta sem bendingu um að fara, leit á hann og sagði: „Þakka þér fyrir kaffið. Ég tala við þig siðar um greiðsluna fyrir stólinn.” HllN fór út og yfir götuna, því henni datt í hug, að nú gæti hún rabbað við frú Bates. Hún barði á opnar dyrnar á númer tólf og gekk svo inn. „Frú Bates!” kallaði hún, og konan kom þegar i stað fram og lokaði á eftir sér. „Nei sko, er þetta ekki frú Banner- man,” sagði ræstingakonan. Maggie skimaði i kringum sig og sá, að húsgögnin þarna virtust vera bestu munirnir, sem orðið höfðu eftir af skran- inu I versluninni, sem þama var áður. Allt var hreint og bónað, og herbergið minnti á stofu frá Viktoríutimabilinu. „Ertu viss um, að þú búir ekki héma?” spurði hún. Hún hafði varla sleppt orðinu, þegar hún kom auga á auglýsingu fyrir nautaat. Nautabaninn sveigði sig frá nautinu, sem gerði árás, og líkami hans var spenntur eins og bogi. Hiti og ástriða, sem átti ekki heima i þessu þunglamalega herbergi streymdi frá auglýsingaspjaldinu, og i eitt horn þess hafði verið nælt talnabandi. Rosie hafði fylgt eftir undrandi augnaráði Maggie. „Þetta á ég,” sagði hún hamingjusöm. „Þetta er Manuel, sonur minn. Herra Evans leyfði mér að setja það þama upp.” „Ertu spönsk?” spurði Maggie, og Rosie svaraði stolt: „Hálf spönsk. Móðir min giftist Englendingi, manni, sem ferðaðist mikið. Ég var alin upp í fjöl- tvofold vernd í24tíma! Admiral svitavarinn veitir þér tvöfalda vernd Hann hefur bæói hemil á svita og eyóir lykt i 24 tima samflevtt. ADMIRAL SVITAVARI fæst bæói á spraybrúsum: ADMIRAL DRY og á kúluflöskum: ADMIRAL ROLL-ON. ON DEODOR4NT ÆMUUAL leikahúsi. Ég datt og meiddist i baki. Ég get enn dansað svolítið, en það er allt og sumt. Manuel fór aftur til Spánar. Hann er alger Spánverji, sá.” „Langar þig ekki til að fara til sonar þíns?” „Nei. Ég var enn að vinna, þegar hann fór, og nú þarfnast maðurinn minn mín.” Það var auðvitað herra Bates einhvers staðar. „Vannstu enn i fjölleikahúsi?” „Ég gerði svona sitt lítið af hvoru. Sjáðu!" Rosie opnaði dyrnar að risastór- um klæðaskáp og sýndi henni sigauna- búning, sem þar hékk. „Ég dansa stund- um fyrir herra Evans. Þaðkætir hann.” „Á hann þessa ibúð?” Rosie kinkaði kolli. „Hann keypti hana með öllu innanstokks, og við hentum út flestu af því og ...” Hún þagnaði. „Hvað viltu mér, frú Banner- man? Ég hef minni vinnu að sinna, skil- urðu.” Maggie gerði sér grein fyrir því, að það þýddi ekkert að fara i kringum hlut- ina við þessa konu. Hún þurfti að spyrja hana hreint út. „Þú hafðir lykil systur minnar fram á sunnudag, og ég hélt, að þú hefðir kannski — eeeh — hefðir kannski skilið hann eftir einhvers staðar, þar sem einhver hefði getað náð I hann.” „Ég veit, eftir hverju þú ert að fiska,” sagði Rosie háðslega. „Þú saknaðir næl- unnar, sem ég tók." Maggie brá við, og hún tautaði: „En þú skilaðir henni samt aftur, ekki satt?” Og henni fannst hún næstum þvi vera i vörn. „Ég er viss um, að það er einhver skýring á þessu,” bætti hún dauflega við. Hún fann til blygðunar, illra grunsemda og kviknandi reiði. Hér var eitthvað mjög einkennilegt á seyði. „Auðvitað skilaði ég henni,” hreytti Rosie út úr sér vonskulega. „Þú þarft enga skýringu, og það þarf heldur eng- inn annar. Herra Evans bað mig um að finna næluna — hann langaði að vinna eitthvað við hana eða eitthvað svoleiðis, og hann sagði að ég gæti skilað henni á sunnudaginn.ogþað gerðiég.” „Með hvaða rétti átti herra Evans að fá næluna?” „Spurðu hann'." „Systir min lánaði mér hana, og ég hafði rétt á að hafa hana. Hún var lokuð niðri í skúffu.” „Ég get ekki gert að þvi.” Rosie yppti þrýstnum öxlum. „Mér var sagt að finna hana.” „Frú Bates,” sagði Maggie ákveðin, „mér geðjast ekki að þeirri tilhugsun, að hver sem er geti komið inn í ibúðina að mér fjarstaddri, leitað þar að munum, opnað skúffur og rótað til.” „Ég er ekki hver sem er,” sagði Rosie móðguð. „Ég hef rétt til að vera þar. Ungfrú Davis á íbúðina.” „Ungfrú Davis á ekki íbúðina. Hún á helminginn I henni á móti mér." Maggie hækkaði ekki beinlinis röddina, en hún heyrði, að tónninn varð hvassari. „Það hefur ungfrú Davis aldrei minnst á við mig.” Bláa nœlan „Jæja, en ég er búin að þvi,” hreytti Maggie út úr sér. „Og á meðan ég bý þar, þá vil ég fá upplýsingar um það, hvort þú ætlar að koma, hver svo sem ástæðan fyrir því kann að vera. Er það skilið?” Rosie yppti aftur öxlum og muldraði: „Fyllilega.” Raddblær hennar gaf það hins vegar til kynna, að ef Dick Evans bæði hana aftur um að leita að einhverju í ibúðinni, þá myndi hún gera það. Maggie gat ekki annað en verið því þakklát, að öryrkinn Dick kæmist ekki sjálfur inn og upp stigana. Andartaki síðar blygðaðist hún sín fyrir það, sem lá við að vera fögnuður yfir bæklun mannsins, en engu að síður fann hún til léttis og gat ekki við það ráðið. Að þessu búnu hljóp hún upp til að ná sér i körfu og lagði siðan af stað i bílnum til að kaupa inn það, sem hún þurfti fyrir veisluna, sem hún hafði lofað að sjá um fyrir Alison Gerard. Að loknu matarboðinu þá um kvöldið lagði Maggie bílnum fyrir utan húsið sitt og hóf að taka áhöldin úr biln- um. Hún skildi farangursgeymsluna eftir opna, því hún hafði báðar hendur fullar. Hún henti öllu á eldhúsborðið, hljóp niður til að loka farangursrýminu og staldraði við, þegar hún heyrði fiðlu- leik, sem ómaði frá númer 12. Hún heyrði tryllta sígaunatónlist og ímyndaði sér hina ofskreyttu Rosie að dansa fyrir Dick Evans. Hún heyrði tónlistina líka upp til sín, en siminn yfirgnæfði hana, þegar hann hringdi. Það var Donna, sem heyrðist mjög ógreinilega i og eins og hún væri langt i burtu. Hún sagðist koma á þriðjudagskvöld. „Er allt i sómanum?” „Já, já ” „Fórstu á ballettsýninguna?” „Hún var dásamleg. Æ, og þakka þér fyrir að láta frú Bates koma og þrífa.” Þögnin á hinum enda línunnar var rofin, þegar Donna greip andann á lofti. „Ég bað Rosie ekki um að koma. Hún hlýtur að hafa misskilið það.” „Láttu ekki svona, Donna. Hún sýndi mér miða með þinni rithönd.” Aftur kom þögn, og á eftir henni hlát- ur og ruglingslegur orðaflaumur. „Auðvitað. Nú man ég það. Ég var al- veg búin að gleyma því. Þú hlýtur að hafa verið hissa á, að ég skyldi ekki segja þéraf þvi.” „Ég varð það,” sagði Maggie þurr- lega. „En þú kemur heim á morgun, og það verðurgaman.” „Hvenær kom Rosie?” „Á laugardagsmorguninn.” „Ég skil,” sagði systir hennar og bætti svo hressilega við: „Ég verð að fara. Sé þig á morgun. Bless." Rétt áður en Donna lagði á, heyrði 40 VIKAN 26. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.