Vikan


Vikan - 29.06.1978, Page 48

Vikan - 29.06.1978, Page 48
Með vörtu á hendinni Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Ég var stödd í skóla, sem er nálægt heimili mínu, og þarna voru margir krakkar. Ég stóð upp við lágan vegg og var að horfa á fólkið. Þá kom til mín strákur, sem ég hef verið hrifin af lengi. Hann stóð rétt hjá mér, og við horfðumst í augu, bæði mjög ást- fangin. Svo færði hann sig alveg til mín og tók utan um mig, en fyrst tók hann í höndina á mér og benti á vörtu, sem ég var með, og brosti. En við stóðum svona saman, og þá endaði draumurinn. Ég tek það fram, að ég hef aldrei verið með þessum strák, og núna er hann með annarri stelpu. Hvað heldurðu, að þetta tákni? Með fyrírfram þökk. Einhverjar minniháttar hindranir verða á vegi þínum við framkvæmdir áætlana þinna, en þær verða þó ekki til að skemma neitt fyrir þér. Þú færð góðar fréttir og hamingjan bíður þín. Þú átt marga velviljaða vini, sem styðja þig í hvívetna, en vartan er merki þess, að þú verðir að vera varkár í athöfnum þínum fyrfst um sinn. Þér mun fylgja gæfa og gengi i ástarmálum. Klippti í sundur lakið Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi drauma fyrir mig. Fyrri drauminn dreymdi mig fyrir ca. tveimur og hálfum mánuði. Mig dreymdi, að ég væri komin í hús, þar sem strákur, sem ég er búin að vera með í þrjú ár öðru hverju, á heima. Gift vinkona mín var með mér. Þegar við komum inn í húsið blasti við okkur tvíbreitt rúm, þar sem strák- urinn svaf. Fannst mér, að önnur vin- kona mín hefði sofið hjá honum, en hún var ekki í rúminu. Sá ég svarta skó á gólfinu við rúmið, sem mér fannst hún eiga. Þá fórum við inn í annað herbergi, þar sem vinkona mín lá sofandi. Síðan fórum við inn í hitt herbergið aftur. Þar tók ég skæri og fór að klippa í sundur lakið, sem strák- urinn lá sofandi á. (Lakið var hvítt). Fannst mér lakið hafa verið saumað saman úr hveitipokum, eins og gert Mig dreymdi ° \í V var áður fyrr. Fannst mér ég klippa eftir saumunum, sem voru í lakinu. Tók ég lakið undan honum og hélt áfram að klippa það. Þegar ég hætti að klippa, hékk það saman á smá parti, og kuðlaði ég því þá saman og henti því í rúmið til hans. Fórum við að því búnu fram að dyrunum, og var ég mjög sár. Þegar ég var að fara út um útidyrnar, leit ég við, og vaknaði hann þá og brosti til mín. Sagði ég þá við hann, að hann væri ræfdl (eða eitt- hvað svipað), og fór út og skellti á eftir mér hurðinni. Hinn drauminn dreymdi mig ca. tveimur mánuðum seinna. Mér fannst ég fá nafnlaust hótunarbréf. í því stóð, að ég yrði skorin á háls, ef ég gerði ekki það sem bréfritari skipaði mér að gera, þegar hann myndi koma. Nafnið mitt og heimilisfang var skrifað í bréfið. Ég varð mjög hrædd. Þegar maðurinn birtist, fannst mér hann vera róni, því hann var í frakka og með hatt, og skipaði hann mér að láta sig hafa egg. Ég átti sex eða sjö egg í 10 eggja pakka. Fannst mér það ekki nóg og sendi strákinn minn út í búð til að kaupa 6 eggja pakka (6 egg) í viðbót. Lét ég þá báða kassana með eggjunum I hvítan plastpoka og lét manninn hafa hann. Fór maðurinn þá. Þannig endaði sá draumur. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. G.K.Í. Fyrri draumurinn er nokkurs konar við- vörun til þín. Þú virðist hafa of mikið sjálfsöryggi og gætir lent í vandræðum þess vegna. Þú átt hættulegan keppi- naut að, sem þú getur þó auðveldlega sigrað, ef þú bregst skjótt við. Þú lendir í einhverjum vandræðum í viðskiptum eða í starfi. Þú mátt eiga von á, að vin- áttusamband þitt við einhvern slitni, en þó tel ég ekki líklegt, að þar sé um að ræða piltinn, því seinni hluti draumsins veit allur á gott. Þú færð óvæntar og góðar fréttir, og einhver viðburður færir þér mikla hamingju. Reiðin, sem kom i ljós hjá þér í lok draumsins, merkir góð- an árangur í ástarsambandi, og kemur pilturinn þar við sögu. Síðari draumur-- inn er þér fyrir erfiðri baráttu, sem þú þarft að heyja, og þú verður að gæta að þér i peningamálum. Endurnýjun á vin- áttusambandi verður þér til mikillar gleði, og gæfan mun fylgja þér. Brotinn endajaxl Kæri draumráðandi Mig er búið að dreyma svipaðan draum tvisvar, en hann var þannig, að mér fannst sem endajax! í neðri góm dytti úr eða molnaði, en ég man ekkert samhengi við það, nema að í seinna skiptið fannst mér ég hugsa: „Þetta er allt í lagi, fyrst þetta er endajaxl, en það er verra, að ég þarf að láta draga úr mér rótina ”. Með fyr- irfram þakklæti fyrir birtinguna. Dísa. í þessu tilviki boðar tannmissirinn þér mjög erfiða tíma i fjármálum og hugsun þín í sambandi við tannrótina er viðvör- un til þín að lána ekki peninga, þar sem þú munt ekki fá þá endurgreidda. Að eignast fimmbura Kæri draumráðandi. Geturðu sagt mér, hvað táknar að dreyma sig eiga fimmbura, allt dökk- hærða og fallega stráka. Mér fannst ég ógurlega hamingjusöm, og ég var hreinlega grútspæld, þegar ég vaknaði og engir fimmburar sjáanlegir. KÁ. Hversu óyfirstíganleg, sem vandamál þín kunna að líta út, mun allt fara vel, þú munt verða hamingjusöm, og gæfan blasir við þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur. Þetta er eitt besta tákn, sem komið getur í draumi, og þá ekki síður, þegar um drengi er að ræða. 48 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.