Vikan


Vikan - 11.01.1979, Síða 48

Vikan - 11.01.1979, Síða 48
»,^ Tf*'"*'**&'>f»‘ m 'GLANS .RAIANS' lipSSS! fyrir normal hár fyrir þurrt hár fyrir feitt hár ÍWM'WtTm ^Q-tnerióka ", í urujuhálsi 11. Art)«*;jarhverfi, simi 827(K) blæðir peningum — konan grætur — ekkert að gera en að borga. Gerðu það ekki. Staðreyndin er, að við erum ekki þess virði. „Bíddu!” sagði Sir Richard og aftraði honum útgönguleið. „Ef ég greiði skuldir þínar, munt þú þá fara á skagann?” „Ricky, það ert þú sem ert fullur. Farðu heim.” „íhugaðu það, Cedric, hvað þú myndir þú taka þig vel út i húsarabúningi!" Hrekkjótt bros sást í augum Cedrics. „Jú, heldur þú ekki. En einmitt núna lit ég betur út i Hyde Park. Farðu frá, kæri vinur. Ég á mjög alvarlegt stefnumót. Ég veðjaði á gæs í hundrað metra kapphlaupi við kalkún. Ég hlýt að vinna. Þetta er íþróttaviðburður ársins.” Hann var horfinn. Sir Richard varð einn eftir en hann ætlaði ekki að flýja eins og ráðlagt hafði verið, heldur ætlaði hann að bíða og njóta þeirrar ánægju að hitta háttvirta Melissu Brandon. Hann þurfti ekki að biða lengi. Þjónn kom og bauð honum að ganga upp. hann fylgdi honum upp breiðan stiga og inn i gestaherbergið á annarri hæð. Melissa Brandon var myndarleg, dökkhærð ung kona, rúmlega tuttugu og fimm ára gömul. Hliðarsvipur hennar var álitinn gallalaus, en ef horft var beint framan í hana sást að augu hennar voru heldur hvöss fyrir fegurð hennar. í fyrstu hafði hana ekki skort biðla, en allir hefðarmennirnir sem hrifist höfðu af fegurð hennar höfðu, eins og hinn óskammfeilni eldri bróðir hennar orðaði það, ekki lagt í slaginn. Þegar hann beygði sig yfir hönd hennar. mundi sir Richard eftir ísjakasamlíkingu Georges, en hann raka hana fljótt úr huga sínunt. „Jæja, Richard.” Rödd Melissu var köld, rétt eins og bros hennar virtist frekar vera vélræn kurteisi heldur en vottur um gleði. „Ég vona að þér líði vel, Melissa?” sagði sir Richard formlega. „Fullkomlega, þakka þér fyrir. Gerðu svo vel og fáðu þér sæti! Ég býst við að þú sért hingað kominn til að tala um hjónaband við mig.” Hann leit á hana og lyfti brúnum. „Hamingjan góða!” sagði hann hljóðlega. „Einhver virðist hafa verið upptekinn.” Hún var önnum kafinn við útsaum og hélt áfram að handfjatla nálina með ósnortinni stillingu. „Við skulum ekki vera með neina vafninga?” sagði hún. „Ég er komin af ástsýkis aldrinum, og þú, býst ég við, að megi flokka sent skynsaman niann.” „Varst þú nokkurn tínia ástsjúk?” spurði sir Richard. „Ég vona ekki. Ég þoli ekki svoleiðis fiflahátt. Auk þess er ég ekki heldur rómantísk. Að þessu leyti hljótum við að hæfa hvort öðru mjög vel " „Ertu viss?” sagði sir Richard og sveiflaði rólega gullslegnu glasinu. 48 Vikan 2. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.