Vikan


Vikan - 15.02.1979, Page 4

Vikan - 15.02.1979, Page 4
I er uppi hanga, orka fremur sem öfugmæli. Satt að segja er erfitt að trúa því, að við séum enn í New York. Hverfið minnir helst á Berlín eftir heimsstyrjöldina síðari: hús, með gapandi gluggatóftir, önnur hálf- hrunin eða í algjörri rúst. Heilu skólarnir standa auðir og yfirgefnir með brotnar rúður. Öllum innanstokksmunum og öðru nýtilegu er löngu búið að stela. Sumar göturnar minna helst á öskuhauga. En hér hafa ekki verið að verki neinir hermenn óvinveitts lands, heldur ibúarnir sjálfir. — Þetta hefur skeð á svo ótrúlega stuttum tíma, segja þeir félagar daprir í bragði. — Því nær daglega hverfa byggingar, sem settu svip sinn á hverfið, þegar við vorum að alast hér upp. Þá var þetta prýðilegt hverfi. í rauninni eru þetta hreint ekki svo gömul hús, og oft er ekkert að sjálfum byggingunum. Það er bara búið að éta þær algjörlega upp að innan. Allt er selt, meira að segja pípulagnirnar. — Það hefur verið mikið rætt um lausn á þessum málum, sérstaklega eftir að Carter kom hingað til að kynna sér ástandið. Nú er talað um að veita meira fé til uppbyggingar á þessum húsum. Það hefur að vísu verið reynt áður, en allt farið á sömu leið á örstuttum tíma. Þetta vandamál verður ekki bara leyst með auknum fjárveitingum. — Við einstaka götur hafa íbúarnir sjálfir tekið höndum saman um að vernda hús sín og viðhalda þeim. Það hefur tekist ótrúlega vel og er í raun og veru það eina jákvæða, sem gerst hefur i þessu hverfi á síðastliðnum árum. ítalskt brauð — og einn í líkhús Á undan okkur ekur stór, hvítmálaður sendibíll. Á honum stendur: ítalskt brauð — einstök gæðavara. — Ef við værum ekki svona fáliðaðir i kvöld, myndum við stöðva þennan bíl, segir Ray. — Það segir sig sjálft, að það er enginn að aka út itölskum brauðum á þessum tíma og á þessum degi. En vegna mannfæðar höfum við ákveðið að skipta okkur aðeins af því allra nauðsynlegasta. Þokkafull rödd konunnar í talstöðinni tilkynnir bílslys, og þeir félagar auka ferðina. Regnið eykst, og er við komum á slys- stað, renna rauðir taumar frá öðru bíl- flakinu og blandast smám saman dökkleitu vatninu í rennusteininum. Búið er að flytja hina slösuðu yfir í sjúkrabifreið, einum má aka beint i líkhúsið. Við sjúkrabifreiðina stendur kona og grætur hljóðlega, hópur áhorfenda fylgist með skýrslugerð lögregl- unnar. Klukkan er að ganga sex á aðfanga- dagskvöld, en þeim virðist ekkert liggja á að koma sér heim. Kannski er þetta bílslys það eina spennandi, sem þetta kvöld hefur upp á að bjóða. Á lögreglustöðinni bíður lítil telpa, sem veit ekki, hvar hún á heima. Hún grætur hástöfum. Tvær lögreglukonur reyna að hugga hana, en hún skilur þær ekki. Hún er á að giska 9 ára og talar bara spænsku. Lögreglukonurnar ná í túlk. — Hún segist hafa verið send út til að ná í mjólk í kaffið, segir túlkurinn eftir að hafa rætt við telpuna. — Tveir menn tóku hana uþp í bíl og óku henni langt frá heimili sínu. Þó ótrúlegt sé, ber hún samt ekki nein merki þess, að henni hafi verið gert mein. Hún veit ekki hvar hún býr og gengur ekki í neinn skóla. Einn lögreglumannanna kaupir handa henni kók, og túlkurinn heldur áfram að ráeða við hana. En hún getur engar upplýsingar gefið, heldur bara áfram að gráta niður í pappaglasið sitt. Sérhæfingin nær líka til glæpamanna William sýnir okkur lögreglustöðina. Á einum veggnum hangir mynd til minningar um fallinn félaga, og við spyrjum um tildrög þess. — Hann var skotinn á bar, segir William — Hann ætlaði að stilla þar til friðar og áttaði sig ekki á því, að mennirnir voru vopnaðir. — Borgaryfirvöld ætluðu sér einu sinni að örva félagslífið í þessu hverfi með því að stuðla að uppbyggingu svokallaðra tómstundaklúbba. Þetta áttu ekki að vera nein gróðafyrirtæki, aðeins uppörvandi þáttur i félagslifi hverfisins til að forða fólki frá götunni. Þetta snerist algjörlega við i höndum þeirra. Þessir klúbbar eru nú flestir reknir af Mafíunni, sem greiðir ekki einu sinni söluskatt af veitingum. Þarna blómgast svo fjárhættuspil, eiturlyfjasala og alls kyns glæpir, án þess að við fáum miklum vörnum við komið. í hliðarherbergjum hanga möppur á vegg með ýmsum minnisatriðum fyrir lögregl- una, þar á meðal hegðunarmynstri eftir- lýstra glæpamanna. — Vissulega hefur hver glæpamaður sitt sérstaka hegðunarmynstur, segir William. Util stúlka, sam veit ekki hvar hún 6 hahna, ásamt túBcL S Vikan 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.