Vikan


Vikan - 15.02.1979, Síða 9

Vikan - 15.02.1979, Síða 9
Þeir gleymdu ekki að óska blaðakonunni gleðilegra jóla. Ég fylgi með og finnst allt í einu upplagt að gæða þeim á jólakexinu mínu, svona eins og í sárabætur fyrir að eyða jóla- nóttinni í fangaklefa. Lögreglumennirnir verða dálítið skrýtnir á svipinn, er ég veð inn í hópinn með kexkassann á lofti, en gera enga tilraun til að stöðva mig. — Má taka meira en eina, spyr sá fyrsti og kafar með lúkuna niður í kexkassann, án þess að bíða eftir svari. — Fyrir hvað varstu tekinn, góði, spyr ég snaggaralegan náunga, sem brosir hvað breiðast til mín. — Lenti í slagsmálum við bróður minn, svarar hann glaðlega. — Finnst þér nú ekki ósköp ljótt að standa í slagsmálum við ættingja þína, svona á jólunum, spyr blaðakonan móðurlega. — Það er nú fjandakornið verst að láta hirða sig fyrir það, segir hann, og rödd hans ber ekki vitni um neina vorkunnsemi með börðum ættingjum, hvað sem öllum jólum líður. Eftir eina umferð er kexkassinn með huggulegu, ensku landslagsmyndinni tómur, og fangarnir eru tíndir í klefa sina, einn og einn. Enginn gleymir að veifa hinni örlátu blaðakonu i kveðjuskyni, og þeir óska henni innilega gleðilegra jóla. Morð og ofbeldi daglegt brauð — Veistu við hvern þú varst að tala, segir William, er hann hefur lokið við að sinna föngunum. — Hann var að enda við að kála bróður sínum — stakk hann til bana. — En hann var svo ósköp glaðlegur, segir blaðakonan vantrúuð. — Þessir vesalingar hafa löngu misst allar mannlegar tilfinningar, segir William. — 1 þessum frumskógi eiturlyfjanna eru morð og ofbeldi ekki annað en daglegt brauð. Við erum orðnir því svo vanir, að stundum furðum við okkur á því að hitta fólk, sem er nokkurn veginn venjulegt. Allt í einu taka klukkur gömlu, hrörlegu Auður og yfirgefinn skóli. 7. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.