Vikan


Vikan - 15.02.1979, Side 42

Vikan - 15.02.1979, Side 42
Það er ekki margt við nýjustu myndina hans Johns Travolta, sem minnir á Saturday Night Fever eða Grease. í þessari mynd leikur hann ungan mann, sem verður yfir sig ástfanginn af eldri konu, en myndin heitir Moment by Moment. BHður og óstriðufullur elskhugi: John Travotta ásamt Lily Tomlin f myndinni Moment by Moment Súperstjarnan John Travolta hefur svo sannarlega skipt um hlutverk. í nýjustu mynd sinni, Moment by Moment, leikur hann alvarlegan ungan mann, sem verður ástfanginn í fyrsta sinn, af 40 ára gamalli konu. (Lily Tomlin). Og í þessari mynd syngur hann hvorki né dansar. — Ég held, að það sé kominn tími til að leggja áherslu á leikferil minn, segir John. — Söngurinn og dansinn eru bara einn þáttur hæfileika minna. í þessari mynd fæ ég að sýna, hvað í mér býr af leikhæfi- leikum. Samt er þetta nokkuð svipuð manngerð og Travolta hefur áður sýnt okkur á hvíta tjaldinu. Eins og áður er þetta ungur maður, sem lifir á íhlaupavinnu og hefur enga fasta kjölfestu í lífinu. Ekki fyrr en hann hittir Trish (Lily Tomlin), laglega konu, sem á eitt barn. Hún er fráskilin og auðug — en leiðist auðmannalífið í Beverly Hills. Þau kynnast á Sunset- Boulevard, en eiga stefnumót í húsi frúarinnar niðri við strönd- ina. Þau verða yfir sig ástfangin og lifa eingöngu fyrir ást sína... Þetta minnir óneitanlega nokkuð á örlög Johns, en „stóra ástin í lífi hans,” leikkonan Diana Hyland lést einmitt í örmum hans, meðan á upptöku Saturday Night Fever stóð. Hún var 41 árs gömul, og banamein hennar var krabbamein. — Ég held, að taka þessarar 42 Vikan 7. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.