Vikan


Vikan - 15.02.1979, Qupperneq 52

Vikan - 15.02.1979, Qupperneq 52
brigðum, en ég hef ekki minnsta hug á að kvænast systur þinni,” sagði sir Richard og fékk sér í nefið. Beverly gapti. „Á-áttu við að hún h- hafi ekki viljað þig?” „Nei, ég á ekki við það.” „En þá er það svo g-gott sem öruggt.” „Ekki hvað mig varðar, trúðu því.” „Hv-hver andskotinn,” sagði Beverly ráðvilltur. „Svo að þú sérð það,” sagði sir Richard, „að ekkert hindrar mig i því að skýra Saar lávarði frá þessu atviki.” „Þú m-myndir ekki kjafta því í föður minn,” hrópaði Beverly og stökk upp af trjábolnum. „Það er alveg undir þér komið, minn kæri Beverly.” „En, andskotinn h-hafi það maður, ég get ekki skilað þeim aftur. Ég er búinn að segja þér það að ég er gjaldþrota.” „Ég get vel ímyndað mér það, að hefði ég kvænst inn í fjölskyldu þína, þá hefði það kostað mig talsvert meira en tólf þúsund pund. Ég er reiðubúinn til þess að greiða skuldir þínar — en, í síðasta sinn, Beverly.” „F-fallega gert af þér,” tautaði Beverly. „Láttu mig fá p-peningana og ég skal sjá um að greiða þær.” „Ég er hræddur um að kynni þín af kaftein Trimble hafi leitt til þess að þú álítur alla jafn auðtrúa og hann. Ég aftur á móti legg ekki hið minnsta traust á orð þín. Þú getur sent yfirlit yfir skuldir þínar til heimilis rnins. Ég held að það sé ekki fleira — nema það, að þú munt skyndilega þurfa að fara til London. Þú munt fara frá Crome Hall ekki seinna en í fyrramálið, ef að þú ert meðfullu viti.” „Fj-fjárinn, ég læt þig ekki skipa mér fyrir. Ég fer þegar mér sýnist.” „Ef að þér sýnist ekki svo í fyrra- málið, þá ferð þú héðan í fylgd með lögreglumanni.” Beverly settti dreyrrauðan. „Við sjálfan Drottinn, þá skalt þú fá þetta borgað, Richard.” „En ekki, ef að ég þekki þig rétt, fyrr en ég hef borgað skuldir þínar,” sagði sir Richard og snerist á hæli. Beverly stóð kyrr og horfði á hann ganga eftir stígnum, þar til hann hvarf í kjarrþykknið. Það var ekki fyrr en eftir töluvert langa stund, sem að hann uppgötvaði það, að þó sir Richard hefði verið óþægilega hreinskilinn hvað varðaði sum atriði, þá hafði hann ekki gefið upp hvernig eða hversvegna hann væri kominn til Queen Charlton. Beverly íhugaði þetta. Það gæti auðvitað verið að sir Richard væri að heimsækja einhverja kunningja sem ættu heima í nágrenninu, en fyrir utan hús sem tilheyrði einhverri ungri stúlku, þá var Crome Hall eina sveitasetrið í mílu fjarlægð. Því meira sem Beverly íhugaði málið, þeim mun óskiljanlegri var vera sir Richards þarna. Vegna einskonar forvitni grunaði hann fljót- lega að hér væri eitthvað einkennilegt á GLA UMGOSINN seyði og hann hugsaði um hvort hann myndi geta grætt eitthvað á þessu. Hann var ekki hið minnsta þakklátur sir Richard fyrir að lofa að borga skuldir hans. Auðvitað vildi hann gjarnan losna við ákafa skuldheimtumenn, en honum fannst það óskynsamleg eyðsla að borga skuldir sem hægt væri að draga lengur. Þar að auki myndi uppgjör skulda hans ekki renna í hans eigin vasa og það var erfitt að koma auga á leið til að lifa áfram því lífi sem hann hafði lifað hingað til.” Hann tók upp menið og skoðaði það. Þetta var einstakt listaverk og margir steinanna voru ótrúlegir að stærð. Verðmæti þess var jafnvel tvöföld tólf- þúsund pundin. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að selja stolna muni, en jafnvel þó hann hefði ekki getað selt það fyrir meira en tuttugu þúsund pund, ætti hann ennþá áttaþúsund eftir í vasanum, þar sem hann þyrfti ekki lengur að deila ágóðanum með kaftein Trimble. Beverly fannst að kafteinn Trimble hefði eyðilagt allt saman og ætti því ekki neitt skilið. Ef aðeins væri hægt að þagga niður i Richard. Trimble þyrfti aldrei að vita að meninu hefði verið náð af Jimmy Yarde, og hann gæti selt menið sér einum til ágóða, eina mannin- um af þeim þrem er tekið höfðu þátt í þjófnaðinum, sem átti rétt til þess. Því meira sem hann hugsaði um þetta og þvi lengur sem að hann horfði á demantana, þeim mun sannfærðari var Beverly um að i stað þess að hjálpa honum út úr fjárhagsvandræðunum, væri sir Richard að ræna af honum átta- þúsund pundum ef ekki meiru. Hann varð æ særðari og ef að hann hefði getað á þessu augnabliki skaðað sir Richard, án þess að komast í vandræði sjálfur, þá hefði hann ekki hikað við það. En fyrir utan það að liggja í leyni og skjóta hann, þá virtist ekki vera mikið sem hann gæti gert sir Richard án þess að skaða sjálfan sig; en þó að hann myndi verða mjög glaður við að frétta lát sir Richards, þá var morðhugur hans ekki meira en það, að hann óskaði f>ess að Richard myndi detta út um glugga og hálsbrotna, eða verða fyrir árás stiga- manna og deyja. Honum fannst þó eitt- hvað dularfullt við það að sir Richard skyldi vera staddur í þessu afskekkta þorpi og að það væri vel þess virði að komast að því hversvegna hann væri hér. Á meðan gekk sir Richard aftur til þorpsins og kom til George í þann mund sem verið var að teyma tvo kóf- sveitta hesta inn í útihúsið og skipti- vagni var ýtt inn í eitt hornið á garðin- um. Hann var því reiðubúinn að hitta fyrir ókunnuga þegar hann kæmi inn i krána, og hugleiðinga um hverjir þeir væru var ekki þörf þegar hann gekk inn i forstofuna og sá þar roskna hefðarfrú sem sat tilkomumikil á einum eikar- bekkjanna og kældi sig með því að blaka blævæng all kröftuglega. Við hlið hennar stóð lágvaxinn og þrekinn ungur herramaður með Brutusgreiðslu, sem neri á sér augabrýrnar. Hann var með kringlótt augu sem höfðu ekki neinn sér- stakan lit og þegar litið var á hann á hlið, líktist hann óneitanlega ufsa. Sömu óheppilegu einkenni var hægt að sjá á frú Griffin, þó að þau væru ekki eins áberandi. Frúin var mjög þrekvaxin og henni virtist vera mjög heitt. Það van ekki ólíklegt að rauðblár ferðaklæðn- aður úr satíni ásamt þykkri grárri ullar- kápu hafi aukið eitthvað á vanlíðan hennar. Hún var með húfu á höfði sem var skreytt svo mörgum fjöðrum, að það minnti sir Richard ósjálfrátt á jarðarför. Gestgjafinn stóð fyrir framan hana og virtist vera i varnarstöðu. Þegar Sir Richard gekk inn sagði hún af mikilli einbeitni: „Þér skrökvið að mér! Ég krefst þess að þessi unglingur verði færður hingað „En, mamma!” sagði ungi þrekni maðurinn óánægjulega. „Þögn, Frederic,” sagði frúin. „En hugsaðu um það mamma. Ef að — að ungi maðurinn sem gestgjafinn minntist á, er á ferð með frænda sínum, þá gæti hann ekki verið — verið frændi minn, er það?” „Ég trúi ekki orði af því, sem þessi maður segir,” sagði frú Griffin. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að honum hefði verið mútað.” Gestgjafinn sagði að enginn hefði reynt að múta honum. „Svei!” sagði frú Griffin. Sir Richard fannst vera kominn tími til þess að hann gerði vart við sig. Hann gekk í áttina að stiganum. „Hérna er herrann,” sagði gestgjafinn og honum létti. „Hann mun sjálfur segja yður að allt sem ég sagði var sann- leikur, frú.” Sir Richard stansaði, lyfti brúnum og leit frá frú Griffin á son hennar og frá hr. Frederic Griffin á gestgjafann. „Ég biðst afsökunar," sagði hann. Athygli Griffin fólksins beindist strax að honum. Augu herramannsins voru sem limd við bindið hans; frúin, sem drakk í sig þann viðhafnaranda sem lék um hann, var augsýnilega undrandi. „Ef yðar hávelborinheit leyfir," sagði gestgjafinn. „Frúin hér er að leita að ungum herramanni, sem hefur strokið úr skóla, en ungi maðurinn er skjól- stæðingur hennar. Ég sagði henni að það væri aðeins einn ungur herramaður hér í húsinu og hann væri frændi yðar og væri ég yður þakklátur ef þér vilduð staðfesta það.” „Einmitt það,” sagði sir Richard leiður. „Ég veit ekki til þess að þér hafið neina aðra hér í gistingu nema mig og frænda minn.” „Spurningin er: Eigið þér ungan frænda?” spurði frú Griffin. Sir Richard lyfti einglyrninu, virti hana fyrir sér og hneigði sig. „Ég var alveg viss um það að ég ætti ungan frænda, frú. Mætti ég spyrja hvaða áhuga þér hafið á honum?” „Ef hann er raunverulega frændi yðar, þá hef ég engan áhuga á honum,” svaraði frúin örlátlega. „Mamma!” hvislaði sonur hennar ang- istarlega. „Hugsaðu málið, ég bið þig! Þetta er ókunnugur maður. Og engar sannanir. Farðu þér hægt.” „Ég fer mér alveg nógu hægt,” sagði frú Griffin og fór að gráta. Þetta varð til þess að gestgjafinn fór frá og hr. Griffin varð taugaóstyrkur. Þess á milli sem hann reyndi að hugga móður sína, afsakaði hann svo einkenni- lega hegðun hennar fyrir prúðbúna manninum. Hann varð sífellt óstyrkari og var nú farinn að tala í samhengislaus- um setningum. Undrunarsvipur sir Richards kom honum endanlega úr jafn- vægi og hann sagði að lokum: „Ef satt skal segja þá hefur móðir mín ofreynt sig.” „Trausti mínu hefur verið misboðið,” greip frú Griffin fram í og leit upp úr vasaklútnum. „Já, mamma, einmitt. Trausti hennar hefur verið misboðið, herra, vegna — vegna hneykslanlegrar hegðunar frænda míns, sem hefur...” „Ég hef aiið nöðru við brjóst mér,” sagði frú Griffin. „Einmitt, mamma. Hún hefur alið — kannski ekki alveg það, en það er mjög slæmt að misbjóða svo tilfinninganæmri konu.” „Allt mitt líf,” fullyrti frú Griffin, „hef ég aðeins fundið fyrir vanþakk- læti.” „Mamma, þú getur ekki hafa fundið aðeins fyrir — þú veist að það er ekki svoleiðis. Stilltu þig. Ég bið yður að sýna þolinmæði herra. Allar kringumstæður eru svo einkennilegar og hegðun frænda míns hefur haft svo slæm áhrif á vesalings móður mína, að í stuttu máli...” „Það versta við þetta allt saman er hvað þetta er ósiðsamlegt,” sagði frú Griffin. „Einmitt, mamma. Sjáið þér til, herra, að það eru ósiðsamlegheitin — ég á við að móðir mín er ekki með sjálfri sér.” „Ég mun aldrei framar geta borið höfuðið hátt,” fullyrti frúin. „Ég er viss um að þessi maður er í bandalagi við hana.” „Mamma, ég bið þig!" „Hana?” endurtók sir Richard undr- andi. „Hann,” leiðrétti hr. Griffin. „Þér verðið að afsaka, ef ég skil ykkur ekki rétt,” sagði sir Richard. „Mér skilst að frá ykkur hafi týnst unglingur og því eruð þér nú hér.” Framhald I nœsta blaði. 52 Vlkan 7. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.