Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 12
Tiskan tekur stöðugum breyt- ingum og þurfa þeir sem henni vilja fylgja að vera vel vakandi. Það er ekki aðeins fatnaðurinn sem hefur áhrif á útlitið, ýmis önnur atriði hafa sína þýðingu og nú eru það gleraugun sem gilda. Þau þykja nauðsynlegur áhersluþáttur til þess að hinn eini rétti heildarsvipur náist og málshátturinn gamli: „Það sjá augun síst sem nefinu er næst,” virðist heyra sögunni til. Gleraugnaverslunin Linsan í Miðbæjarmarkaðinum í Aðal- stræti hefur á boðstólum mikið úrval sólgleraugna af öllum gerðum og stærðum. Tíska sumarsins krefst mikillar fjöl- breytni í litavali, litir eru bæði mjög dökkir og mjög ljósir, og þess eru dæmi að sömu sólgler- augu hafi fjölmarga liti í einu og sömu umgjörðinni. Bergsveinn í Linsunni sagði okkur að hver og einn viðskiptavinur gæti valið umgjörð og gler eftir því sem honum hæfði best og ekkert væri til sparað að sem bestur árangur næðist. Gleraugun eru 12 VÍkan 23. tbl. Barnasólgleraugu frá Lam'y, frönsku fyrirtœki. Umgjarðir úr lituðum málmi, tvilit öryggisgler og verð 10.900. orðin ómissandi þáttur í klæða- burði og taka verður tillit til óteljandi smáatriða í vali þeirra fyrir hvern einstakling. Sólgleraugu má fá bæði í sér- verslunum og einnig í ýmsum öðrum verslunum, en þó má segja að öruggara hljóti að vera að versla með slíkt í sérverslun- um, þvi þar eru eingöngu seld gleraugu með slípuðum glerjum og vönduðum umgjörðum, sem auðvelt er að gera við. Nú eru komin á markaðinn bæði slipuð plastgler og sjálflitandi gler, sem dökkna á einni til tveimur mín- útum og lýsast upp á sama tíma þegar inn er komið. Plastið er næstum helmingi ódýrara en sjálflitandi gler en á hinn bóginn mun léttara. Linsan flytur aðal- lega inn Filos-gleraugu og Lam’y málmgleraugu, svo sem sjá má á meðfylgjandi myndum sem Jim Smart smellti af einn sólríkan maídag. baj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.