Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 44
tltdráttur: Framhalc/ssaga eftir Malcolm Williams Luke Owen er kominn til Abermorvent í Wales alla leið frá Afríku til að reyna að komast til botns í því, hvað olli föður hans, Enoch, slikum hugar- kvölum, að hann gat ekki dáið rólegur, fyrr en sonur hans hafði lofað honum, að hann skyldi fara og segja ibúum Abermorvent, að sökin hafi ekki verið hans. Hængurinn er sá, að Luke veit ekki, um hvað faðir hans er að taia á banasænginni. Séra Morlais Jenkins, prestur í Abermorvent, segir Luke frá námuslysinu hræðilega fyrir 30 árum og þar með, að faðir hans hafi átt sök á því, að fjórir menn fórust og einn slasaðist svo, að hann hlaut ævilöng örkuml. En Lukc er sannfærður um, að sannlcikurinn sé ekki allur kominn fram. Hann gistir á búgarði skammt frá þorpinu. Heimasætan á bænum, Rhiannon, vekur með honum ástarhug, og hún virðist endurgjalda tilfinningar hans. Luke er nú orðið Ijóst, að móðir hennar, Nancy, er æskuunnusta föður hans, og hann vonast til, að hún geti fært hann nær sannleikanum. Hún leit hvasst á hann. „Það leikur enginn vafi á sekt hans!” Hann undr- aðist hörku hennar, en síðan varð rödd hennar mýkri. „Fyrirgefðu. Ég hefði ekki átt að tala svona við þig.” Hún stóð upp. „Þetta hefur verið langur dagur, og við erum bæði æst. Þú hlýtur að vera útkeyrður. Og svangur. Ég fer og lít eftir kvöldverðinum.” Hún sneri sér við og gekk að dyrunum. „En,frúNation....” „Mér þykir það leitt.” Rödd hennar var ákveðin. „Leitt föður þíns vegna og leitt þín vegna. Nú verðégaðfara út." Luke starði á dyrnar, og honum varð hugsað ti! þess, hve oft hann hafði tekið eftir, að frú Nation starði undarlega á hann. Hann var dapur og óþolinmóðari en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir veru hans hér var nú kunn, en hann hafði ekki fengið neinar upplýsingar frá Nancy Nation.... LuKE bylti sér órólega í rúminu. Hann gat ekki sofnað. Það var augljóst við kvöldverðinn, að Nancy hafði ekki minnst á samtal þeirra við Rhiannon. Luke hafði ekki orðið var við neitt annað í augum Rhiannon en hlýju og birtu. Hún hafði tekið eftir skapbreytingu hans, en hann hafði eytt efasepidum hennar með heitum kossi. Hann lá nú í þögninni og tungl- skininu, líkamlega þreyttur, en í uppnámi. Hann lá undir sama þaki og konan, sem faðir hans hafði elskað. Hún hafði verið bæði gestrisin og hlýleg við hann, þann tíma, sem hann hafði dvalið hjá henni. En við kvöld- verðinn var sem hún reyndi að forðast hann. Hann minntist þess, hve hvasst augnaráð hennar varð, þegar hann Pflagrímsferð reyndi að fá hana til að segja sér sannleikann um föður sinn. Hvers vegna lokaðist hún svo gjör- samlega? Hvers vegna hafði Morlais Jenkins svo mikið á móti því að tala um Enoch Owen? Luke stóð upp og opnaði gluggann. Hann hallaði sér út og starði út í hlýja, kyrra nóttina. Hún minnti hann á nóttina, sem hann hafði ekið heim frá Don Fallon. Nóttina, sem faðir hans lézt. Orð Enoch Owens hljómuðu í huga Lukes: Lofaðu mér þvi einu núna, Luke. Aðeins i þetta eina skipti.... Allt i einu varð hann var við hreyfingu fyrir framan hlöðuvegginn. Fyrst hélt hann að þetta væri Rhiannon. Svo sá hann, að þetta var Nancy Nation. Hún stóð nú hreyfingar laus og sneri baki í hlöðuvegginn. Luke hikaði augnablik, en síðan gekk hann hljóðlega niður stigann og út í heita nóttina. Þegar hann nálgaðist hana, sneri Nancy sér hikandi við og leit framan í hann. „Fyrirgefðu,” sagði hann. „Ég virðist alltaf vera að trufla þig....” Hún virtist ekki undrandi á að sjá hann þarna. „Þú hefur þá ekki getað sofnað heldur.” „Nei. Það er varla undarlegt, eða hvað finnst þér!” Hún leit undan. Nokkur stund leið, áður en hún tók til máls. Hún virtist mjög djúpt hugsi, en allt í einu sneri hún sér að Luke. „Luke. Ég get ekki hætt að hugsa um föður þinn. Ég vildi ekki tala um það áðan, en ég get ekki að því gert. Það gerðist svo margt hér fyrir mörgum ár- um.” Vonir Lukes glæddust. Hann þorði ekki að taka fram í fyrir henni, þegar hún byrjaði að tala. í fyrstu hikandi, en síðan frjálslegar, eins og henni létti við að tala um það, sem íþyngt hafði henni svo lengi. Luke gat séð fyrir sér atburðina, sem hún sagði frá. Hann sá tvo hamingjusama elskendur í Abermorvent, þegar náman var í fullum gangi, þorpið iðaði af lifi, þegar Nancy var ung og glæsileg stúlka og Enoch ungur og stoltur námumaður. „Ég hitti föður þinn fyrst á laugar- dagsdansleik i samkomuhúsinu. Stríðinu var þá að Ijúka og fólk átti erfitt uppdráttar. Foreldrar Enochs bjuggu í nágrannadalnum, en þar sem til fortíðarinnar 44 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.