Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 48
með fingrinum. „Veit Nancy Nation, að
þú ætlar að hitta Gareth?”
„Nei.”
Morlais kinkaði kolli, hann virtist
hvorki óánægður né ánægður. Hann
sótti skrifblokkina.
„Hér hefurðu heimilisfang sonar
míns. Það er skammt héðan. Og, ef þú
átt leið hér fram hjá...”
„Ég mun koma og kveðja.”
Luke tók við bréfmiðanum, þakkaði
prestinum fyrir og gekk af stað.
Það var ráðskona Gareths Jenkins,
sem opnaði dyrnar fyrir Luke, og hún
vísaði honum þegar til bilskúrsins fyrir
endanum á garðinum.
Luke nálgaðist hann hikandi og
bankaði létt á dyrnar.
„Það er opið! Og ef þetta ert þú,
Haydn, hrekkjalómurinn þinn...”
Luke opnaði dyrnar, og það var ekki
hægt að komast hjá því að sjá undrunar-
svipinn á andliti Gareth Jenkins.
wt &
NANCI HELGASON
AÐ
VÖKVA STOFUBLÓM
Hafið stofuhita á vökvunar
vatninu. Plantan getur skemmst
af of heitu eða of köldu vatni.
Ef efsta lag moldarinnar i pott-
inum er rakt á venjulegum
vökvunartima, skuluö þiö biöa
með að vökva. Of mikil vökvun
er algengasta orsök fyrir
skemmd og dauða stofujurta.
Vatn, sem egg hafa verið soðin
i, er ágœtt til vökvunar, þvf það
er Hkt af steinefnum. Það er lika
hœgt að mylja skurn af 3-5
eggjum út i einn lítra af vatni
daginn áður en á að vökva stofu-
blómin. En geymið stikt vatn
ekki lengi, því það skemmist og
lyktar hrœðilega.
Það er ágœtt að vökva með
stöðnu sódavatni. Efnin, sem
eftir sitja, verka hressandi á
plöntumar.
Prófið öðru hverju — en ekki of
oft — að vökva plöntur i hang-
andi pottum með ísmolum. Þið
losnið þá við sull út á gólf.
Laukplöntur eiga að fá vökvun
neðan frá. Fyllið skálina með
vatni, og látið plöntuna standa f
því.
Bræðið hreinan snjó til
vökvunar, þvf úr honum fáið þið
steinefni.
EINKENNI UM
OFVÖKVUN
1) Blöðin verða gulleit; dökkir
blettir koma á blöðin.
2) Neðstu blöðin detta af við
minnstu snertingu.
3) Efsta moldarlagið f pottinum
er sff ellt blautt
4) Stöngullinn verður svamp-
kenndur.
VÖKVUN MEÐAN HÚSRÁÐ-
ENDUR ERU AÐ HEIMAN
Setjið annan endann á sæmi
lega gildu snæri niður i vatnsfötu
og grafið hinn endann i jurta-
pottinn. Gætið þess, að vatns-
fatan standi hærra en potturinn.
Þessi aðferð dugir i viku.
Ef þið ætlið að vera lengur i
burtu, skuluð þið setja þykkt lag
af dagblöðum í baðkerið með
nokkurra þumlunga vatni i og
raða jurtapottunum þar ofan á.
Jurtirnar draga þá til sfn þann
raka, sem þær þarf nast
BURKNAR
Það gerir burknum gott að
vökva þá einu sinni i viku með
veiku tei.
Ef burkninn er tekinn að
daprast, skuluð þið reyna að
hressa hann við með blöndu úr
1/2 bolla af salti og 3 litrum af
vatni.
Veik ammoníaksupplausn er
burknum holl.
HREINSUN BLAÐA
Best er að nota glyserín, ef þið
viljið fá gljáa á biöð plantnanna.
Dreypið ögn af glyseríni i klút og
fægið blöðin með þvi. Það er
miklu betra en olivuolía og
safnar ekki að sér ryki.
Mjólk og vatn blandað til
helminga er einnig ágætt til að
fægja blöðin með.
HJÚKRUN!
Slöpp stofublóm hressast
ótrúlega við, ef matskeið af
iaxeroliu er látin i moldina i kring
og ögn af vatni til að skola
olíunni niður.
Örlftil spelka úr tannstöngli og
limbandsbútur geta oft bjargað
brotnum stöngii á plöntu.
PÍLAGRÍIVISFERÐ
TIL FORTÍÐARINNAR
5?J
'Ú!” Rödd hans var hljómlaus.
„Ég sá þig á kóræfingunni...” byrjaði
Luke.
Gareth Jenkins sneri stólnum, þannig
að hann sæi betur framan i Luke. Enn
virtist mikitl styrkur leynast i öxlum
hans, brjósti og örmum, en hjólastóllinn
gerði það að verkum, að hann virtist
veikburða.
„Fyrirgefðu, að ég skuli trufla þig við
vinnuna, hr. Jenkins. En ég er á förum,
og ég hefði gjarnan viljað ræða við þig
smástund...?”
„Á förum? Gareth benti honum á
þrífættan tréstól.
„Fáðu þér sæti, hr. Osborne, er það
ekki?”
Luke hikaði. Hann hafði hugsað
mikið um, hvað hann ætti að segja, en
það virtist ekki skipta neinu máli lengur.
„Nei, hr. Jenkins,” sagði hann einfald-
lega. „Ég heiti LukeOwen.”
„Owen?”
„Já. Ég er sonur Enochs Owens. Ég
vil gjarna fá að tala við þig.”
Luke tók eftir, að andlitsdrættir
Gareth Jenkins hörðnuðu.
„Enoch Owen!” endurtók hann tóm-
lega. „Enoch Owen, sem var eftirlits-
maður við námuna hér?”
Luke kinkaði kolli.
Gareth Jenkins leit niður í gólfið,
síðan leit hann hægt upp á andlit Lukes.
Allur vingjarnleiki var nú horfinn.
„Jæja?” spurði hann kuldalega.
„Hvað viltu hér?”
Luke leit ekki undan kuldalegu augna-
ráðinu, þegar hann sagði honum frá
föður sínum.
Augu Jenkins urðu þokukennd, þegar
hann heyrði um dauða Enochs, en það
var aðeins örstutta stund.
„Jæja, svo að honum leið illa? Það
undrar mig ekki!” Orð hans voru
þrungin fyrirlitningu. „Mér hefði einnig
liðið illa, ef ég hefði haft það sama á
samviskunni.”
„Ertu svo viss um sekt föður míns?”
spurði Luke.
„Viss? Viss?" Augu Jenkins skutu
gneistum af reiði. „Það var ég, sem lá
þarna í myrkrinu, þegar hann hljóp í
burtu til að bjarga eigin skinni. . . hljóp
frá mönnum, sem grafnir voru undir
mörgum tonnum af kolum... mönnum,
sem voru þannig á sig komnir vegna
hirðuleysis hans... mönnum, sem höfðu
verið vinir hans...”
Rödd Jenkins brast, og hann faldi
andlitið í höndum sér.
Luke horfði þögull og hrærður á.
„Mér þykir fyrir því, hr. Jenkins...”
„Fyrir því?” Hann leit upp. „Þannig
skaltu ekki hugsa. Á vissan hátt vorkenni
ég þér. Það hlýtur að vera hræðilegt að
þurfa að hlusta á slikt um sinn eiginn
föður, að fá að vita, að svona hafi hann
raunverulega verið."
„Það er einmitt mergurinn málsins,”
sagði Luke spenntur. „Ég þekkti hann
aldrei raunverulega. Sá maður, sem ég
þekkti, var bitur og kaldhæðinn,
eingöngu vegna þess sem skeði hér.”
Jenkins hló kaldhæðnislega. „Bitur!
Og hvernig heldurðu eiginlega, að mér
liði? Þú mátt ekki misskilja mig, hr.
Owen. Ég ásaka þig ekki fyrir að koma
til Abermorvent, og persónulega hef ég
ekkert á móti þér. En hvaða gagn er að
því fyrir þig að koma til mín?”
„Þú varst viðstaddur! Þú ert sá eini,
sem varst viðstaddur!”
„Hvað get ég sagt þér, sem þú veist
ekki nú þegar? Ég vann þarna niðri
ásamt þremur mönnum við nýja æð.
Þeir voru allir á hnjánum og hjuggu með
öxunum í vegginn. Ég stóð skammt frá
og reyndi að laga lampann á hjálminum
mínum. Hann hafði verið i ólagi. Og þá
varð sprengingin..
Luke varð að halda áfram, þrátt fyrir
auðsæjan sársaukann i augum Jenkins.
„Ertu viss um, að faðir minn hafi ekki
athugað námuna þennan dag?”
Vöðvi bærðist i kjálka Jenkins. „Ég er
viss. Nafn hans var á listanum þennan
daginn, og ég man meira að segja eftir,
að einhver sagði, að fyrst Enoch Owen
væri eftirlitsmaður, þyrftum við varla að
setja upp hjálmana.”
Luke flýtti sér að grípa fram í fyrir
honum.
„Þú átt við, að faðir minn hafi verið
álitinn hugrakkur maður?”
Gareth Jenkins hnyklaði brýrnar.
„Hann varð að vera hugrakkur til að
gegna þessum starfa. En maður veit
aldrei, hvernig manneskjan bregst við
snöggri hættu, eins og t.d. skyndilegri
sprengingu. Og hvað þá um hirðuleysi
hans? Það getur enginn þrætt fyrir, að
Enoch Owen hafi vanrækt skyldur
sinar þann daginn, og afleiðingarnar
voru dauði þriggja námumanna. Og
hann dæmdi mig til að bindast jtessum
hjólastól til æviloka!” Röddin brást
honum.
Luke vissi, að hann gat ekki neytt
þennan mann til að segja fleira. Það
varð löng þögn, en þegar Jenkins tók
aftur til máls, var hann léttari á svipinn.
„Ég hefði ekki átt að reiðast svona, hr.
Owen. En .. ”
„Ég get vel skilið reiði þína, hr.
Jenkins. Þetta var fyrsta atvinnan, sem
þú hafðir..
Framhald í næsta blaði.
48 Vikan 23. tbl