Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 50
FRAMLIÐINN LÆTUR EYÐI- LEGGJA BRÉF Maður var nefndur Ludvig Dahl. Hann var dómari og síðar bæjarfógeti í Frederiks- stad í Noregi. Hann fékkst í mörg ár við sálarrannsóknir. Miðillinn var dóttir hans, Ingibjörg. En stjórnendur hennar voru tveir framliðnir bræður hennar, Ludvig og Ragnar, og frá þeim komu alveg ótvíræðar sannáftir fyrir því að þeir væru þeir sem þeir sögðust vera. Faðir þeirra, bæjar- fógetinn, skrifaði þrjár bækur um rannsóknir sínar og var síðasta bókin gefin út á ensku og var afar vel tekið í Englandi. Sir Oliver Lodge skrifaði formála fyrir henni. Það sem hér á eftir verður hermt er úr þessari bók. Þessi saga er um framliðinn mann, sem lét eftir sig bréf, sem snerti sæmd jarðn- eskrar konu, svo eftir andlátið gat þessi maður ekki öðlast frið fyrr en þessi bréf væru eyðilögð. Sagan hefst á því að kona alþekkts og mikilsmetins vísindamanns sá eina nótt eftir miðnættið háan, beinvaxinn og kjól- klæddan mann í forstofunni hjá sér. Hann ávarpaði hana og mælti: „Það var sá 23. í gær. Ég ætlaði bara að sýna mig til þess að þér munið að ég hef komið hingað.” Þá hvarf hann. Frúin sá hann alls fimm sinnum. Fjórða skiptið sem hún sá hann var liðið nákvæm- lega eitt ár síðan hún sá hann fyrst. Hún var þá í trans og sat uppi í rúmi sínu að næturlagi. Þá talaði hún við þennan gest nokkuð lengi og maðurinn hennar hlustaði á — það er að segja, hann heyrði það sem konan sagði og gat að nokkru leyti ráðið af orðum hennar hvað gesturinn hefði sagt. En það sem á vantaði fékk hann með því að spyrja konu sína áður en hún vaknaði úr transástandinu. Svo skrifaði hann frásögn af þessu tafarlaust þá um nóttina, þegar samtalinu var lokið. í þessari samræðu kom það meðal annars fram frá gestsins hálfu að hann gæti ekki komist í samband við aðra framliðna menn, og engir aðrir jarðneskir menn en hún hefðu séð sig. Hann kvaðst ekki geta beðið til guðs, en hann vildi gjarnan að hún hjálpaði sér til þess að geta það. En ekki minntist hann þá á neitt erindi sem hann ætti þangað í húsið. Síðasta skiptið birtist hann henni 21. desember 1927. Þá sá hún hann ganga þvert yfir svefnherbergi þeirra hjóna og gráta. UNDARLEG ATVIK XXXII' ÆVAR R. KVARAN Þann 15. okt. 1928 heimsótti miðillinn frú Ingibjörg, ásamt móður sinni og frænd- konu, þessi hjón. Hún vissi ekkert um sýnir húsfreyjunnar. Sambandsfundur var haldinn og Ingibjörg lýsti í transástandi kjólklædda manninum. Það voru hinir framliðnu bræður hennar sem komu honum þar á framfæri. Þá spurði Ingibjörg hvort þau hefðu nokkurn tíma verið saman á dansleik og auðheyrt er að henni líst vel á hann. Gesturinn biður hins vegar fyrir- gefningar á þvi að hann troði sér hér inn, segir til nafns síns og kveðst hafa beðið eftir tækifæri til þess að koma með það sem hann beri fyrir brjósti. Hann heldur að hún geti hjálpað sér nokkuð, en hann verði fyrst að reyna að kynnast henni betur. Og hann biður um leyfi til þess að fá að nota hæfileika hennar. Aftur var haldinn sambandsfundur þar sem þessi maður kom. Um þennan fund var ekkert skráð annað en það að þegar . Ingibjörg vaknaði úr transinum fann hún bréf, skrifað með blýanti, einkennilegri rit- hendi, á borðinu fyrir framan sig. Og þar tjáir bréfritarinn henni að hann ætli sér að leita til hennar um hálp þegar góð skilyrði verði fyrir hendi. Þann 4. mars 1929 sér Ingibjörg þennan ókunna mann í þriðja sinn á sambands- fundi. Þá segir Ludvig, hinn framliðni bróðir hennar, henni að þessi maður eigi ólokið starfi sem hann vilji fá hana til þess að hjálpa sér með. Þá snýr ókunni maðurinn sér beint að henni. Hún þekkir hann aftur en verður hrædd við það, þegar hann spyr hana hvort hún vilji vera verkfæri sitt. Hún afsegir það. En Ludvig útskýrir fyrir henni að maðurinn eigi ekki við annað en að biðja hana að hjálpa sér með eitthvað sem þjái hann. Hann hafi verið að leita að nokkru árum saman. Og nú eigi hún að fara með honum inn í her- bergi í húsinu, þar sem hún hafi séð hann í fyrsta skipti. Framhaldið og niðurlagið kom 29. maí 1929 á heimili frúarinnar, sem þá hafði séð hann fimm sinnum. Þá er enn haldinn sambandsfundur og Ingibjörg sem var í transi beðin að hjálpa þessum manni. Hún er nokkuð treg en lætur samt til leiðast og er henni sagt að leggja af stað og elta fram- liðnu mennina. Húsbóndinn á þessu heimili, vísinda- maðurinn sem frá var sagt, var viðstaddur þessa tilraun ásamt 4 öðrum auk miðilsins. Hann samdi mjög nákvæma frásögn af-því sem næst gerðist. Miðillinn fór inn í svefnherbergi hjón- anna og fundarmenn eltu hana. í einu horni herbergisins voru dyr að einhverri smákytru sem var undir súð, en við þær dyr hafði húsfreyja tvívegis séð gestinn hverfa. Inn um þessar dyr var þá ekki hægt að komast, því húsgögn höfðu verið settt ■inn í kytruna og inn fyrir dyrnar. Húsbónd- inn fór þá aðra leið þar inn, ýtti húsgögnun- um frá, svo gangur varð eftir miðju gólfinu. Húsráðandi segir svo frá: „Ég lauk upp hurðinni. Frú Ingibjörg kom inn og konan mín á hæla henni. Nú var orðið svo þröngt að við stóðum alveg hvert hjá öðru. Meðan á þessu ferðalagi stóð hafði frú Ingibjörg alltaf verið að tala við ókunna manninn og Ludvig. Þegar hún var komin inn í kytruna stóð Ingibjörg nokkra stund kyrr á miðju gólfi og þreifaði með hendinni út í loftið tvisvar sinnum í áttina til suðvesturhornsins á herberginu; og tvisvar lagði hún höndina á súðina. „Það var þá hér,” segir hún svo í transinum. — „Þykir yður verra að ljósið komi frá tveim hliðum?” En ljós kom frá tveim hliðum: forstofunni og suðurglugga. Nú lokaði húsbóndinn hurðinni að forstof- 50 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.