Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 17
þeirra sem ók áhöfnunum til og frá mat- salnum og þess háttar. Allt í einu kom ég auga á fööur minn í þvögunni. Hann gekk um hlæjandi og bauð sígarettur og gerði að gamni sínu. Hann var öðruvísi en venjulega. Mér fannst eins og ég hefði aldrei vitað fyrr hvernig hann var í raun og veru. Skyndilega var eins og allt snerist til verri vegar. önnur Lancaster vél kom á allt of miklum hraða og magalenti við enda brautarinnar. Það varð sprenging og siðan fór allt á ferð og flug. Slökkvilið og sjúkrabílar þutu til og ég sá föður minn stökkva upp i jeppa sem ók hjá. Ég stóð og starði skelfingu lostin á vélina i björtu báli. Þá varð ég vör við hönd á erminni minni, og það var verið að tala til inin, krefjandi röddu. Ég kom til sjálfrar min og leit niður á litinn, glaðlegan Ástraliumann. „Gefðu mér tebolla, elskan," sagði hann. „Ég er að deyja ur kulda.” Ég hellti tei í bolla, hugsunarlaust. Mennimir i kring hlógu enn og töluðu sanian, en bak við þá steig svartur reykur til himins. Ég skildi hvorki upp né niður, sem ekki var von. En skilningurinn jókst siðar. Ég rétti áströlsku skyttunni tebollann. Þá kom ég auga á Johnny standa aftar- lega í þvögunni og horfa undrandi á mig. Hann hélt á fallhlíf i annarri hendi og hafði tekið af sér hjálminn en hann var með dökka bauga undan hlífðargler- Sumarið sem var augunum. Ég hellti tei i bolla, opnaði dyrnar og gekk til hans. Ég rétti honum bollann og sagði ákveðin í bragði: „Hvað gerum við nú?” Hann var hálf ringlaður á svipinn og sneri sér undan þegar skotfærin sprungu i brennandi vélinni og horfði góða stund á slökkviliðið berjast við eldinn. Sjúkrabílar þutu frant hjá okkur i áttina til sjúkraskýlisins, líklega nteð föður minn innanborðs. „í blóma lífsins, ha?"sagði Johnny. „Sleppum þvi," sagði ég. „Við lifum og deyjuni, eins og árstíðirnar. Vor, sumar og haust verða að vetri. Allt rennur þetta saman I eitt.” Ég sá að Richie var kominn til okkar og var að hlusta. Johnny starði á ntig kuldalega., Þá varðég reið. „Allt I lagi. Þú hefðir átt að deyja í fyrra eða í siðustu viku. Það er kraftaverk að þú skulir yfirleitt vera hér. Og hvað gerir þú? Þakkar Guði fyrir hvern dag sem þú lifir? Þú ættir að skammast þin, Johnny Stewart. Ef til vill deyrðu á morgun en þú lifir I dag.” Richie klappaði saman lófunum. „Húrra, fyrir ungu konunni," sagði hann. En Johnny stóð þarna aðeins og starði á mig liflausum augunum og gekk síðan i áttina að kaffivagninum. Ég svaf frameftir og vaknaði við tón- list upp úr ellefu. Ég fór i slopp og gekk niður. Þetta var lagið hans og hjartað i mér tók kipp. Þegar ég kom inn i eldhúsið rétti móðir min mér bakka, án þess að segja eitt einasta orð, en hún brosti öðruvísi en ég hafði séð hana brosa áður. Hann sat við pianóið á skyrtunni með blýantinn á milli tannanna og lék. Hann stansaði til að leiðrétta handritið fyrir framan sig en virtist ekki hafa orðið min var. Ég hellti i bolla og lagði hann á pianóið, þar sem hann gæti teygt sig í hann, tók síðan upp jakkann hans og lagði hann á stólbak. „Þakka þér fyrir,” sagði hann og leit snöggt á mig. Hann minntist ekki einu orði á síðast- liðna nótt. „Átt þú að fljúga í nótt?” „Nei, veðurspáin fyrir Mið-Evrópu er verri en hún hefur verið allan þennan mánuð.” „Þú vilt ef til vill koma út að ganga á eftir.” Fyrst hélt ég að hann hefði ekki heyrt til mín því hann hélt áfram að leika. Loks sagði hann: „Já það vil ég gjarn- an.” Hann beygði sig yfir handritið, hleypti brúnum og leiðrétti eitthvað. Ég gekk hljóðlega út og lokaði á eftir mér. 6. kafli. Nimbus er latína og merkir regnský og cumulus merkir bólstraský og þau eru notuð af veðurfræðingum til að lýsa hvítum skýjabólstrum sem myndast á himninum á sumardögum. Cirrus merkir litla hringi sem myndast úr is- kristöllum hátt í lofti og berast hratt með vindinum I fimm eða tíu milna hæð. Þeir eru oft vísbending um storm í aðsigi. Hættumerki fyrir flugmenn, en þó ekki eins og cumulonimbusský, svört og þrungin og vila ávallt á þrumuveður. Á næstu vikuni kynntist ég tæknimáli veðurfræðinganna, en þeir gátu haft líf áhafnanna í höndum sér. Fimm vindstig á Beaufort niæli þýddi snarpan vind og sjö stig hvassviðri. Tré hreyfast, öldu- gangur á sjó og sjávarlöður tekur að myndast. Þetta var það sent Johnny og Richie lifðu eftir. Þeirra daglega mál. Ég lærði einnig fljótt að sjá hvort gerð yrði árás um nóttina með því einu að gá til veðurs. Ég vann þrjár til fjórar nætur í viku í kaffivagninum með móður minni þegar árásunum á Ruhr fjölgaði og fljótt varð þetta allt hluti af lífi ntínu. Vélamar fóru og kornu til baka við dögun. Þeir voru allir svo ungir. Þeir fóru á kvöldin og komu aldrei aftur. En ég grét ekki Labbakutarnir EFTIR Bud Blake 23. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.