Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 21
1
t
f
aldursmunurinn sé ekki til að
bæta úr skák. Hvers vegna varst
þú þá að giftast honum?
— (Hún hlær innilega) Ef þú
hefur einhvern tíma séð Pierre
í eigin persónu þá ættir þú vel að
skilja hvers vegna ég giftist
honum. Hann er fallegur,
myndarlegur og sérlega töfrandi
maður. Ég var líka mjög ung og
það hefur haft sitt að segja. En
upphaflega held ég að það hafi
verið líkamlegir töfrar sem
drógu okkur hvort að öðru,
frekar en flest annað.
— En hvers vegna fór Pierre
Trudeau að giftast svona ungri
stúlku sem hafði lifað hátt, neytt
ýmissa fíkniefna og staðið í
fjöldamörgum ástarsambönd-
um? Leyndirðu öllu þessu fyrir -
honum?
— Hann giftist mér af því að
hann elskaði mig. Áður en af
giftingunni varð bað hann mig
að segja sér allt um fortíð mína
sem síðar gæti komið höggstað á
hann í stjórnmálalifinu. En í
sannleika sagt þá vildi hann ekki
fá að vita allt. Hann skildi ekki
þennan tíðaranda sem ég hafði
lifað í, hippana og allt það.
Hann skildi ekki þá heimspeki
sem lá þar til grundvallar. Hans
— Ég er sannfærð um að
margar aðrar konur hefðu staðið
sig betur í þeirri stöðu sem ég
var í heldur en raunin varð á
með mig. Kröfurnar sem voru
gerðar til mín voru bara allt of
miklar — og ég brást. Ég ræddi
þessi mál oft við aðrar konut
sem voru í svipaðri aðstöðu og
ég, þ.e. voru giftar mikilvægum
mönnum. Allar vorum við sam-
mála um að yfirleitt stæðum við
í skugganum af mönnum okkar.
Ég minnist sérstaklega langra
samræðna sem ég átti við Alíu
fyrrverandi Jórdaníudrottningu
(3ju eiginkonu Husseins
Jórdaníukonungs). Við urðum
miklar vinkonur því við vorum í
svipaðri aðstöðu og skildum
hvor aðra. Hún var ung og
falleg drottning og ég ung og
eiginkona forsætisráðherra
Kanada. Alía sagðist búa í hálf-
gerðu fangelsi og þurfa að fórna
miklu fyrir ást sína á konung-
inum. Hún sagði að ég yrði að
heimspeki byggist á fullkomleik
og skynsemi. En ég sé ekki eftir
neinu — þetta hjónaband hefur
fært mér 3 dásamlega syni,
Justin (7 ára), Sacha (5 ára) og
Micha (3 ára).
— Þú hefur verið ásökuð um
að hafa yfirgefið börn þín.
Hverju svararðu því?
— Ég svara með því að segja
— Það hefur oft verið talað
um þigsem hina ,,lauslátu eigin-
konu ”. Ert þú það?
— Nei — með einni
undantekningu þó. Það var
þegar hjónaband okkar var
hvort eð er komið á vonarvöl og
ég fór til Bandaríkjanna til að
fylgjast með tenniskeppni. Þar
hitti ég mann og varð strax ást-
fangin. En við ákváðum að
hittast aldrei aftur. Þegar ég
kom aftur til Ottawa þá
töluðum við saman í síma á
hverjum degi — en svo ekki
meira.
— Hver var þessi maður?
— Ég get ekki gefið upp nafn
hans.
— En hvað með Rolling
Stones? Á tímabili var það al-
talað að þú héldir við Mick
Jagger?
— Það er rangt — alrangt.
Það eina sem gerðist var að ég
og hljómsveitin dvöldum fyrir
tilviljun á sama hóteli og
að ég hafi ekki yfirgefið þau. Ég
hef notið tveggja ára frelsis fjarri
fjölskyldu minni, en börnin hafa
ekki þurft að líða fyrir það —
þau eru í góðu jafnvægi og
hamingjusöm. Þau hafa aldrei
þurft að hafa það á tilfinning-
unni að þau hafi misst móður
eyddum nokkrum kvöldum í
drykkju, skraf og söng. En ég
hef aldrei sofið í sama rúmi og
nokkur af meðlimum hljóm-
sveitarinnar.
— En þú viðurkennir þó að
þú hafir ekki alltaf hagað þér'
sem best á meðan þú varst enn
gift forsætisráðherranum?
23. tbl. Vlkan 21