Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 15
„Það var heilmikið blóðbað. Siglinga- maðurinn féll strax, síðan sprengju- varparinn. Loftskeytamaðurinn og efri miðskyttan særðust. Og það kviknaði í hjá miðskyttunni. Það var skotið á hlífina hjá mér, bæði stýrin brotnuðu og það komu göt á tankana. Þá varð vini okkar, Þjóðverjanum, á í messunni. Hann hélt að við værum búnir að vera og kom of nálægt, en þá hafði Johnny fært sig um set og beið tilbúinn.” „Og skaut hann niður?” „Alveg rétt. Tuttugu mínútum siðar náðum við ensku ströndinni við illan leik, og mér tókst með snilli minni að lenda henni á plægðum akri i grennd við Cromer.” „Hvað með Johnny?” „Þetta hafði slæmar afleiðingar fyrir hann. Hann var illa brenndur á höndum og var með kúlu i handleggnum. Skurð- læknarnir á herspitalanum unnu krafta- verk á honum, en hann varð aldrei samur maður eftir þetta.” „Hvaðáttu við?” „Fram að þessu höfðum við hent gaman að öllu saman, eins og skólastrák- ar að leika sér. Við gerðum grin að húnaveiðum og þrælasölu. En allt tekur breytingum. Það dóu svo margir sem ég þekkti, Kate, svo að lokum. . .” Hann andvarpaði. „Hvað gerði Johnny eftir þetta?” „Hann lauk tímabilinu, cn hann átti þrjár árásir eftir. Ég hitti hann aftur þegar hann fór til Buckingham hallar, til að taka á móti flugorðunni." „Varst þú þar líka?" „Já.” Ég hefði ekki þurft að spyrja. Hann hlaut að hafa fengið viðurkenn- ingu lika. „Síðan var Johnny hækkaður i tign, gerður að liðþjálfa og sendur til Mið- Austurlanda. Hann flaug Haliföxum frá Egyptalandi yfir ítaliu. Það er ekki eins slæmt og hérna. ítalirnir eru ekki harðir og engir baráttumenn.” „Og síðan var hann sendur aftur heim?" Hann kinkaði kolli. „Ég var alveg undrandi þegar hann kom hingað. Menn eru oft látnir Ijúka tveimur þjónustutimabilum, hvort sent þeim likar það betur eða verr, en það þriðja er sjálfboðavinna.” „Þú hlýtur að skilja það manna best,” sagði ég. „Er ekki sömu sögu að segja um þig?" „Ég veit ekki,” sagði hann og brosti, en brosið náði ekki til augnanna. „Hvað er það, Richie?” spurði ég. „Langar ykkur til að deyja eða hvað?” „Sleppum þessu,” sagði hann. „Ég hef aldrei verið gefinn fyrir heimspeki af þessu tagi. Spurðu pabba þinn. Hann gæti ef til vill notað það í sunnudags- predikun.” Hann gekk að útganginum og ég fylgdi á eftir. Hann hjálpaði mér niður. Tveir trukkar komu akandi. Út úr þeim komu menn í samfestingum, sem dreifðu sér á vélarnar og litu forvitnis- lega á Richie og mig. J>eir heilsuðu kumpánlega. En Richie var dálitið sér- stakur, eins og ég var að byrja að komast að. Við stóðum við hliðina á Stóru Bertu og ég leit á sprengjuröðina sem var máluð á hliðina. „Hvað á ég að gera, Richie?” spurði ég án þess að líta á hann. „Það er undir sjálfri þér komið, stúlka litla.” „Já, ég sé það núna.” Hann tók utan um axlirnar á mér. „Vertu kát. Veröldin er furðuleg og stundum gerast kraftaverk.” En ég trúði honum ekki eitt augnablik og grúfði mig niður við öxl hans á leið- inni að mótorhjólinu. Lausnin var svo einföld að ég furðaði mig á þvi að ég skyldi ekki hafa fundið hana fyrr. Ég gat varla beðið eftir að komast heim og ég sagði ekki eitt einasta orð við Richie nema til að þakka honum, þegar hann hleypti mér út við húsdyrnar. Þegar ég kom inn í stofu sátu foreldrar minir við arininn og voru að drekka síðdegiste og borða ristað brauð með smjörlíki og heimatilbúnu mar- melaði. Móðir min leit upp og sagði: „Hvað varst þú að gera?” Ég kom mér beint að efninu. „Ég hef verið að hugsa, mamma. Þú ert alltaf að segja mér að ég hafi ekki nóg að gera.” Faðir minn leit upp úr blaðinu og leit rannsakandi á mig yfir gleraugun. „Nú, já,” sagði móðir mín varfærnislega. „Ég er komin með lausnina. Þú ert alltaf að tala um að þig vanti hjálp við kaffivagninn í Upton Magna." Ég rétti út arminn. „Ég skal bjarga því.” Ég leit á föður minn og lækkaði róm- inn. Það varð grafarþögn. Hann tók af sér gleraugun. „Það þýðir ekkert, Kathie. Ef strákurinn vill ekki hitta þig, þá vill hann ekki hitta þig og þar með er það útrætt mál.” „Það er ekki svo einfalt lengur pabbi,” sagði ég. „Ég hitti Richie áðan. Hann fór með mig upp á völl og sýndi mér vélina hans Johnnys. Og hann sagði mér ýmislegt sem ég vissi ekki áður. Ég skil þetta allt miklu betur núna. Honum finnst öllu vera lokið fyrir sér. Mig lang- ar að sýna honum að svo sé ekki.” Hann starði á mig. Það var móðir mín sem mér til undrunar sagði blíð- lega. „Hún hefur rétt fyrir sér, George. Okkur vantar alltaf fólk á næturvaktina í kaffivagninum.” „En hún er svo ung,” sagði faðir minn. „En þú sagðir. ..” mér var þungt niðri fyriroghanngreipfram ífyrirmér. „Að ungt fólk verði að vaxa ört á striðstímum. Allt í lagi, Kathie, hlifðu mér við þessu.” „Og hún verður alltaf með mér,” sagði móðir mín. Faðir minn svaraði ekki heldur einbeitti sér að því að troða i pipu sína. „Hann er góður piltur, George,” bætti hún við blíðum rómi. Hann andvarpaði. „Ég veit hvenær ég er sigraður. Það er óþarfi að þjarma að mér.” Hann sneri sé að mér. „Allt í lagi, Kathie. Reyndu þig í viku. Sjáðu til hvernig gengur. En ef það gengur ekki Ég kastaði mér í fangið á honum og kyssti hann. Siðan hljóp ég að pianóinu. Það myndi ganga vegna þess að það varð að ganga. Ég var full eftirvænt- ingar og byrjaði að leika Bach prelúdiu, eftirlæti Johnnys. Ég held að ég hafi aldrei leikið jafnvel. Það var kalt þessa nótt, kaldara en það hafði verið i nokkurn tima og þó að ég væri vel klædd varð ég vör við það. Byrjunin var slæm, vegna þess að vél- arnar fóru á áætluðum tima. Fyrrihluta nætur var ekkert að gera hjá okkur i kaffivagninum nema ef seinkun varð og áhöfnin þurfti að hanga og bíða. Ég sá Johnny þannig ekki einu sinni úr fjarlægð. Vélarnar voru fleiri en ég hafði gert mér i hugarlund og áhafn- irnar voru fluttar á vörubílum. Loftið var svo þrungið vélargný að það heyrðist varla mannsins mál. Ég stóð við hliðina á vagninum og horfði á vélarnar hefja sig til flugs hverja á eftir annarri. Það var enn albjart klukkan tiu svo að ég gat fylgt þeim eftir góða stund áður en þær hurfu bak við sjóndeildar- hringinn. HLUTI Gamla frú Smith úr þorpsbúðinni hjálpaði móður minni þessa nótt og ég heyrði að hún spurði:„Hvert fara þeir nú?” Það vissu allir á vellinum þó að það ætti að vera leyndarmál. „Berlín,” sagði móðir min. „Það er átta tima ferð.” „Þeir fara þá að tinast inn um hálf sex ef veðrið helst.” Við höfðum enga viðskiptavini. „Hvað nú? Eigum við að bíða?” spurði ég móður mina. „Nei, Drottinn blessi þig,” sagði hún. „Eftir fimm minútur koma allir strák- arnir sem vinna á vellinum. Það verður nóg að gera hjá þér, vertu viss.” Og hún hafði rétt fyrir sér. Mér þótti það alls ekki miður. Ég hafði þá eitthvað fyrir stafni og allir virtust vera svo kátir, meira að segja eftir miðnætti, þegar tók að kólna. En þannig nálgaðist fólk hvert annað á tímum stríðsins. Ég veit að ég er gamaldags og ef til vill róman- tísk, en dagbókin mín segir mér að svona hafi þetta verið. Við drógumst hvert að öðru af því að við urðum að standa saman. Allir héldu sömu leið, eins og Richie orðaði það eitt sinn. Frú Smith svaf frá miðnætti til klukkan hálf þrjú á þröngum bekk aftast í vagninum. Þegar hún vaknaði lagði ég mig og sofnaði samstundis. Ég rankaði við mér við það að verið var að hrista mig til. „Vaknaðu, Kathie. Þeir eru að koma." sagði móðir min. Ég stökk á fætur og þaut út. Klukk- una vantaði korter í sex og það var mjög kalt en skyggnið var ágætt. Fyrsti Lancasterinn var að lenda, það hvein i hemlunum og móðir mín kallaði. „Komdu, Kathie, verk að vinna.” Við lögðum samlokur á afgreiðslu- borðið og helltum mjólk í marga tugi bolla. Fyrstu áhöfnina dreif að. Eftir það hafði ég litinn tima til að svipast um. Vélarnar komu hver af annarri, sumar heilmikið skemmdar. Ekki var að sjá á mönnunum, sem þyrptust uni kaffivagn- inn, að þeir hefðu minnstu áhyggjur, ekki einu sinni þegar ein vélin lcnti allt of harkalega með hálft stél. Það braust út hæðnishlátur. „Aumingja Charlie gamli, skellur hann nú aftur á magann,” kallaði einhver, nema hvað hann notaði annað orð. Þeir voru allir þreytulegir, skitugir i frarnan og baugóttir eftir hlífðargler- augun, en samt voru þeir alveg ótrúlega kátir. Það var eitthvað vitlaust við þetta. Eitthvað öðruvisi en það átti að vera. Ég leit upp um leið og önnur vél lenti og sá Richie koma gangandi i áttina til mín. Hann var i flugmannsjakka og stígvél- um, með húfuna aftur á hnakka eins og venjulega og bar fallhlíf í annarri hendi. Hann veifaði til mín og undrunin leyndi sér ekki. Bílstjórinn á einum trukknum, sem ég hafði tekið eftir áður, hljóp til hans og kyssti hann. Seinna komstégaðþvi að hún hét Anne-Marie Perrier og var frá Belgíu. Hún var ein „Það var heilmikið blóðbað," sagði Richie. „Siglingamaðurinn féll strax, síðan sprengjuvarp- arinn. Loftskeytamaðurinn og efri miðskyttan særðust. Og það kviknaði í hjá miðskyttunni. Það var skotið á hlífina hjá mér, bæði stýrin brotnuðu, og það komu göt á tankana. Þá varð vini okkar, Þjóðverjanum, á í messunni. Hann hélt að við værum búnir að vera, og kom of nálægt, en þá hafði Johnny fært sig um set og beið tilbúinn." 23. tbl. Vikan 1S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.