Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 41
Smásaga eftir ástralska nóbels- verðlaunahöfundinn Patrick Whites. t’ýð.: Svanhildur Halldórsdóttír Hið miskunnarlausa segulband hafði algjör yfir- ráð í stofunni. Og þar sátu Wheeler hjónin. Elínu varð hugsað til Harrys Edwards og þess sem skeði eitt sinn í milli þeirra bak við gerðið. í fyrstu hafði henni ekki verið vel við það, það mundi hún. Það brakaði og brast í segulband- mu . . . ekki aö því aö svona væri talað um ung- frú Cullen. Voru þau að draga hæfileika hennar og ágæti í efa? Það var eins og hún tæki þessa athugasemd til sín. Hún tök nærri sér niðrandi tóninn í orðum hans. — Já en Mildred er svo góð, sagði hún. Nóra Mackenzie notaði alltaf fyrra nafn þegar hún talaði um starfsfólk mannsins sins. Það var eins og hún væri að tala um meðlimi fjölskyldunnar — sem ekki var nein alvörufjölskylda. — Hún kom með hænsnakjötssúpu alla leið frá Balgowlah, þegar ég var með inflúensuna. Það var sætt af henni. — Var hún þá góð? spurði Elín. Þær heilsuðust samkvæmt venju með faðmlögum, klappi og kossum á kinnar. Nóra var föl. Elín varð að vera tillits- söm. Nóra svaraði ekki en bauð þeim inn í stofuna. Nóra sagði: — Eigum við nokkuð að kveikja ljósið strax. Það sker svo í augun. Það er nota- 'egt aðsitja í rökkrinu. Nóra var föl. Reyndar var hún ttýbúin að taka inn asperín. — Líður þér ekki vel? spurði Elín. Nóra svaraði ekki en bauð þeim vínblöndu. Alltof mikið blandað, hugsaði Jim. Og Þetta á að heita kokkteill. — Arch kemur rétt strax niður, sagði Nóra. — Hann þurfti að afgreiða nokkur bréf sem ungfrú Cullen kom meö. Og svo ætlaði hann í sturtu. EGAR Nóra rétti þeim glösin var hún skjálfhent, en Elín hugsaði með sér að reyndar hefði hún alltaf verið það. Wheeler hjónin settust, alveg óboðin, þetta var þægilegt og eðlilegt, þau þurftu ekki að láta neinn segja sér að setjast. Raunar eins gott, Nóra var þekkt fyrir að vera í vandræðum með að skipa fólki til sætis. Nú settist hún sjálf, en alls ekki eins eðlilega og óþvingað og gestirnir. Púðarnir stóðu í beinum röðum i stólum og sófum, vandlega uppstilltir. Elín varpaði öndinni lágt. Gömul vinátta og ginlykt minntu hana á unglingsárin. — Það er hætt að rigna, sagði hún og andvarpaði aftur. — Líður Arch vel? spurði Jim. Eins og honum væri ekki sama. Nóra hafði sett ísmola í kokkteilinn, þeir höföu bráðnað. Þetta var bara vatns- glundur. — Æi, það er gamla vandamálið, sagði Nóra. — Bakið, þú veist. Hvernig ættu þau að gleyma því. Nóra elskaði Arch. Það vakti Elinu sektarkennd. Það var heppilegt að þau tvö höfðu kynnst, Nóra Leadbeatter og Arch Mackenzie. Tvær dauðleiðinlegar manneskjur. Áhugamál beggja var fuglafræði. Reyndar trúði Elín því alls ekki að Nóru þætti neitt varið i að rannsaka fugla. Þegar þær voru saman á Goulbourn í gamla daga hafði Nóra stundum komið með Elínu heim til Glen Davie um helgar. Faðir hennar var forstjóri og mikilsmetinn maður og sá um að dóttir hans fengi alltaf hæstu einkunnir. Nóra var feimin og til baka, en hænd að Elinu og fylgdi henni. Á hlýjum sumar- kvöldum sátu þær á veröndinni, lökkuðu neglurnar og hlustuðu á jarmið í kindunum. Elín hafði kennt Nóru hvernig hún ætti að mála sig í andliti. Hún Iét alltaf eins og hún kærði sig ekki um það, en undir niðri langaði hana samt til að líta vel út. — Er mamma þín frísk, elskan? spurði Elín og fékk sér sopa af þessu ömurlega vatnsglundri. — Ekki er það nú, svaraði Nóra sein- lega. Hún hafði fyrir skömmu heimsótt móður sína, sem leið af Parkinsons- veikinni. — Ja, þú veist hvað ég á við, sagði Elín. Jim missti ösku á teppið. Kannski skánaði þetta þegar ræfils tuskan hann Arch kæmi niður. — Ég efast um að þessi herra Galloway sé góður við hana, sagði Nóra mæðulega. — Fáðu þá einhvern annan, sagði Elín. — Það er ekki eins erfitt núna og rétteftir stríðið. — Það er ekki gott að vita, andmælti Nóra. — Ég vil helst ekki særa hana, það veistu. rökkrinu virtist Nóra grá I framan, næstum eins og hún hefði verið nudduð í framan með krít. Hún sat og neri saman höndunum. Mikið höfðu hendur Nóru verið rauðar þegar þær voru saman í klaustur- skólanum í Goulbourn. Klausturskóli. Þær voru ekkert sérstaklega trúhneigðar — það bara hentaði ágætlega að senda þær í þennan skóla. Hún mundi hendur Nóru svo vel. Strax þá hafði hún verið skjálfhent. Elín hafði kynnst lífinu snemma. Hún reyndi að uppfræða Nóru um eitt og annað en Nóra vildi ekki hlusta á hana. Ó, nei, nei, elsku góða, ekki, hún hafði grátbænt hana. Augu hennar höfðu verið lítil, biðjandi og angistarleg, hendurnar viðkvæmar og skjálfandi. Og þær voru alveg eins. Hún neri saman höndunum og þær töluðu sínu máli. Afsakandi, umkomulausar. Og svo kom Arch inn. Hann kveikti Ijósið og Nóra hrökk í kút, þó var Ijósið alls ekki óþægilega sterkt. Nóra sagði ekkert, hún brosti reyndar, því að það var Arch sem olli óþægindunum. Arch sagði: — Þið sitjið og þjórið eins og venjulega sé ég. Hann hellti afganginum af kokkteiln- um í glas handa sér. Elín hló þessum klingjandi hlátri sem átti svo vel við i boðum. Jim krosslagði fæturna og sagði að þau hefðu ekki drukkið svona mikið ef hann hefði komið fyrr niður og sleppt sturtunni. — Svolítið áfengi losar um hömlurnar, sagði Nóra varfærnislega. Hún var alltaf dálítið taugaóstyrk þegar henni virtist gamanið ætla að kárna. Arch herpti varirnar saman undir þykku yfirskegginu og Jim vissi á hverju var von. — Ungfrú Cullen kom hingað með pappíra, útskýrði Arch. — Það var svolítið sem lá á. Annars fer ég daglega í sturtu, alla vega á sumrin. — Já, það er svo heitt, sagði Nóra og var svo lítil og umkomulaus i stóra stólnum. RCH horfði niður i glasið. Kannski var hann að hugsa næsta leik en hann sagði samt ekkert. Skelfilega var þetta yfirvararskegg til- gerðarlegt, tilgerðarlegt enskt flughers- skegg. — Þessi ungfrú Cullen er greinilega ómissandi, sagði Jim. — Ómissandi? Auðvitað, hún stjórnar öllu á skrifstofunni. — Hún er varla degi yngri en fjörutíu, sagði Elín meinlega, vínið var farið að svífa á hana. Arch sagðist ekki vita það nákvæm- lega og Jim fór að dylgja um þessa friðsælu götu, sem ungfrú Cullen byggi við, algjör einangrun. Nóra varð samanbitin í framan og hnyklaði brýnnar. — Jæja, sagði hún og spratt á fætur. — Ég vona að maturinn verði nú góður. Og svo hló hún vandræðalega. Nóra var á matreiðslunámskeiði. Elín giskaði á að þau fengju avocadoávöxt, Maríuerlur í tunglsljósi 23. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.