Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 29
Pils úr blúndudúk Þessi dama hefur búið sér til rómántískt pils úr finum blúndudúk, sem hún bregður utan yfir venjulegt pífuundir- pils. Blússuna hefur hún keypt tilbúna. Svona blúndudúkar eru lika til í beigelit, sem gæti verið ekki síður fallegt. Fjarstæða — eða hvað? Ekki skyldi maður trúa öllu sem að eyrunum berst, en þó er óneitanlega dálítið gaman að fá að vita, að karlmenn sem fyrst líta á fótleggi kvenna, eru taldir þeir þægilegustu i sam- skiptum. Þeir hafa undan- tekningarlaust góðan „karakter”, er haft eftir amerískum prófessor, Nancy Hirchberg, en hún hefur eytt mörgum árum í að kynna sér það sem kalla mætti „líkamstungumálið”. Þeir karlar sem fyrst horfa á brjóst konunnar, eru opnir og sjálfstæðir og ekki sérlega áhugasamir um að aðstoða aðra, heldur hugsa frekast um sjálfa sig. Menn, sem strax fanga bakhluta konunnar með augunum, lifa í reglubundnum heimi og vilja hafa hlutina í föstu formi. Þeir hafa ekki mikið sjálfstraust. En það er dálítið skrítið, að sagt er að konur, sem hafa áðurnefnda líkamshluta í „góðu lagi”, hafi sömu skapgerðareinkenni og karlarnir, sem hrífast af áður- nefndum líkamshlutum. Konur með fagra fótleggi eru vingjarnlegar, kvenlegar og vilja vera þægilegar. Konur með stór brjóst vilja gjarna Bökuð kartafla með síld og sýrðum rjóma Rjúkandi heit kartafla, bökuð, í selskap með marin- eraðri síld og ísköldum sýrðum rjóma, er lostæti. Kartaflan er bökuð á venjulegan hátt og skorinn kross í hana að bökun lokinni, smjörbiti látinn í og saltað dálítið. Rétt fyrir fram- reiðslu er síldin lögð við og sýrði rjóminn látinn yfir síldina. Skreytt með sneiðum af rauðlauk og dillkvisti. hella sér út í ævintýrin, og þær eru sjálfstæðar og öruggar. Þær sem hafa bakhlutann að státa af eru oft formfastar í skoðunum og skortir sjálfs- traust. Sérfræðingar í „líkams- tungumálinu” telja þó ekki alveg takandi mark á þessum upplýsingum — þetta eru aðeins veikar fullyrðingar, segja þeir. ☆ ☆ ☆ Þá gengur vel að strjúka þvottinn Þó allflest, sem við notum af fatnaði og öðru líni til heimilis- halds sé nú orðið straufrítt, er þó ýmislegt sem ekki verður komist hjá að strauja. Ef þvotturinn hefur þornað um of er gott ráð að láta hann í plastpoka og leggja í frystinn í hálftíma. Þá gengur miklu betur að strauja, jafnvel þó við eigum ekki gufustraujárn. 23. tbl. Vlkan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.