Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 62
PÓSTURIM Hvern á að láta sigla? Kæri Póstur! Ég hef einu sinni skrifað þér áður og fékk skínandi svar og ég vona að þetta fari á sömu leið. Já, í vetur fór ég til Akureyrar og skellti mér á diskótek. Þar kynntist ég strák, sem ég var með allt kvöldið, og við urðum mjög góðir vinir (en engin ást). Svo nú fyrir stuttu fór ég með krökkum í partý og kynntist mörgum krökkum og krækti mér í einn og ég er að deyja úr ást og hann er hrifinn af mér. Nú bið ég þig, Póstur, að hjálpa mér. Á ég að láta hinn sigla? Lovebird Sannast sagna væri þér líklega happadrýgst að brjóta sem minnst heilann um þá báða og snúa þér að öðrum áhugaefnum, því þú ert enginn öldungur ennþá. Á þínum aldri er það á engan hátt æskilegt að festa ráð sitt og þvi skaltu bara láta þér nægja að minnsta kosti einn í einu og gera þér grein fyrir að það er fleira þýðingarmikið í heiminum en samband við hitt kynið. Meðalgreindur stvákur Halló, halló. Ég ætla að byrja á því að taka það fram að ég er strákur, er álitinn greindur í meðallagi þannig að þér er óhætt að lesa bréfið áfram án þess að setja upp gervi-þolinmœðina. Þetta er ekki eitt af þessum vælandi bréfum frá stelpum sem ekkert vita í sinn haus. Þegar ég verð ástfanginn þá hringi ég í draumadísina um leið og tæki- færi gefst eða reyni við hana á fyrsta balli eftir að ég er orðinn ástfanginn. Síðan er ferðinni heitið í bíó eða á einhvern annan álíka gáfulegan stað og þá er málinu yfirleitt reddað. Segðu þessum grátbólgnu „Júlíum" frá mér, að ef strák- arnir eru hrifnir af þeim þá reyni þeir við þær, og ef þeir eru ekki hrifnir af þeim þá eru þeir að spá í einhverja aðra og vilja bara fá að vera í friði. Annars var þetta nú eigin- lega ekki erindið. Ég er með spurningu í takinu, sem mér þætti vænt um að fá svar við (bannað að segja ohh, allir þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu!!). Hér, þar sem ég á heima, eru bílar keyptir og seldir eins oggerist oggengur. En núna um daginn þá keypti einn strákur sér bíl, ofsa góða kerru, en það sem mér þykir skrítnast er að hann skuli fá leyfi til að gera það, þegar allir vita að hann er bara 15 ára! Hann keypti bílinn sjálfur, það er alveg öruggt. Ég held að hann hafi lofað að keyra ekki bílinn sjálfur, heldur fá alltaf stráka með bílpróf til að gera það, en þó vita allir að hann keyrir kerruna auðvitað sjálfur. Er þetta leyfdegt? Ef þetta er leyfilegt til hvers er þá verið að setja 17 ára takmörk á bíl- prófið? Bið að heilsa öllum þarna á Vikunni og spurðu hann þarna ritstjórann hvað varð af Tœkniþættinum góða. Kalli Hjartanlega til hamingju með meðalgreindina, Kalli minn, vonandi að hún nýtist þér sem best. Mikið hefur þú annars gamaldags hugmyndir um sam- skipti kynjanna. Er það ófrá- víkjanlega karlmaðurinn, í þínum huga, sem á að hafa frumkvæðið? Að auki gætir þú orðið nokkuð keimlíkur hinum grátbólgnu „Júlíum” ef sú út- valda segði þér að nú væri hún að hugsa um að fara með Gvendi á bíó í staðinn því henni fyndist þú hafa of stórt nef og ekki vera nógu líkur Travolta að aftan. Þá er að vinna fyrir kaupinu sínu! Auðvitað getur enginn 15 ára strákur keypt sér bíl á eigin nafni ef hann þarf að taka á sig einhverjar fjárskuldbindingar i því sambandi. En eftir að hann Eg veit bara nafn mannsins Kæri Póstur. Ég skrifa þér nú í fyrsta skipti og þá kem ég sko ekki með neitt smávandamál. Ég er á sextánda ári og fór í skemmtiferð til útlanda. Ég byrjaði á því að fara á diskótek og var með strák sem var 21 árs. Hann fór með mér upp á hótelherbergi og þar skeði óhappið. Þegar ég kom heim aftur átti ég að byrja með blæðingar en ekkert gerðist. Ég fór til læknis og fékk þann úrskurð að ég væri ófrísk. En vandamálið er að ég veit bara nafn mannsins en ekki heimilisfang hans. Ég er mikið á móti fóstureyðingum og get ekki gert sjálfri mér né fóstrinu slíkt.Heldur þú að ráðuneytið geti hjálpað mér eitthvað og ef ekki getur þú þá bent mér á eitthvað sem gæti hjálpað mér? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein að norðan. P.S. Get ekki látið foreldra mína vita fyrr en ég veit hvar maðurinn á heima. Því miður er vinnslutími þessa blaðs svo langur að líklega hefur þú ekki komist hjá því að láta foreldra þína vita allan sannleikann í málinu nú þegar. Reyndar er það líka það eina rétta eins og málum er nú háttað, því þau eru vafalaust þínir mikilvægustu bandamenn í lífinu og þér því happadrýgst að leita strax til þeirra í öllum meiriháttar erfiðleikum. Áður en þú framkvæmir nokkuð vanhugsað, svo sem að reyna að hafa uppi á manninum, ættir þú að hugleiða vand- lega hvað þú í rauninni vilt og hvað skynsamlegast er í tilviki sem þessu. Ertu til dæmis viss um að þú verðir nokkru bættari þótt þú hafir uppi á manninum? Það getur satt að segja verið mjög vafasamt, en í þvi efni verður þú að fara eftir því sem þér sjálfri finnst mikilvægt. Finnist þér það nauðsynlegt sjálfrar þín vegna og barnsins ættir þú að herða upp hugann og hefjast handa, en gerðu þér jafnfram grein fyrir að það verður ekki framkvæmt átakalaust. Þú gætir leitað til breska sendiráðsins hér í Reykjavík og beðið þá um aðstoð og hafir þú farið í þessa ferð með einhverri ferðaskrifstofu gæti hún ef til vill líka hjálpað. Sennilega hefur viðkomandi ferðaskrif- stofa á sínum snærum fararstjóra, sem eiga leið um þessar slóðir nokkuð reglulega og þar væri ef til vill að finna ein- hverja hjálp í leitinni að föðurnum. Þrátt fyrir að hann finnist ekki eru þér alls ekki allar bjargir bannaðar. Til dæmis fengir þú barnalífeyri frá Tryggingastofnuninni eftir sem áður. Þetta verður þér örugglega ekki dans á rósum svo nú reynir á að þú sýnir allan þann skapstyrk sem þú hefur yfir að ráða og gleymir ekki að það sem getur reynst þér næstum óbærilegt í dag virðist næsta broslegt nokkrum árum síðar. er orðinn 16 ára má hann ráðstafa þeim peningum, sem hann vinnur sér inn, að eigin geðþótta. Eftir sem áður getur hann ekki sjálfur tekið á sig víxlabyrði og fleira sem oftast fylgir bílakaupum. Þá þarf hann að hafa einhvern fullorðinn ábyrgðarmann, en nægilegt væri að tvítugur kunningi hans skrifaði undir fyrir hans hönd. Akstur tækisins er honum hins vegar stranglega bannaður og ef slíkt kæmist upp sæti hann illilega í súpunni. Hann verður að bíða eftir því að verða 17 ára og öll brot á þessum lögum eru litin mjög alvarlegum augum. Tækniþættirnir hafa verið í hvíld um tíma en þeir eru væntanlegir aftur á síðum Vikunnar innan fárra vikna. 62 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.