Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 46
PÍLAGRÍMSFERÐ TIL FORTÍÐARINNAR „Ég veit það ekki. Allt sem ég veit er, að föður þínum var kennt um. Kennt um að hafa ekki farið fyrstur niður og kannað aðstæðurnar. Hann var gerður ábyrgur, eins og ef hann hefði kveikt sjálfur í gasinu. Það hefði aldrei átt að hleypa mönnunum niður í göngin. . Rödd hennar brast. „Fyrirgefðu. Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir þig að vita, að faðir þinn hafi verið brennimerktur neigull.” „En þetta hljómar svo ótrúlega! Þú sagðir sjálf, að starf eftirlitsmannsins væri hættulegt og krefðist hugrekkis. Hann var ekki sú manngerð, sem hleypur, þegar hætta steðjar að.” „Það getur þú aldrei vitað. Það er ekki hægt að segja til um, hvernig mann- eskjan bregst við óvæntum aðstæðum.” Rödd hennar var nú hörkulegri. „En faðir minn var sá hugrakkasti maður, sem ég hef þekkt! Og þú heldur þó ekki, að hann hefði farið að ljúga á dánarbeði sínunt og senda mig hingað? Hann bað mig um að komast að sann- leikanum. Og þess vegna er ég hér.” Nancy virtist næstum hrædd. „Ég get skilið, að sektartilfinningin geti elt mann. Hún getur étið mann allan að innan, þar til. . .” Hún þagnaði allt i einu. „Þar að auki hljópst faðir þinn á brott. Það er næg sönnun fyrir sekt hans.” Luke horfði einbeittur í augu hennar. „Elskaðirðu föður minn?” Hún hikaði, en horfði beint í augu hans. „Já, ég elskaði föður þinn.” „Hvers vegna snerirðu þá bakinu við honum?” Hún virtist undrandi. „Það er ekki satt! Ég var eina manneskjan í Abermorvent, sem ekki brást honum. En siðan yfirgaf hann mig.” „Það var ekki það, sem hann sagði mér.” Rödd Lukes var róleg, en ákveðin. „En það er satt! Og þú getur ekki imyndað þér, hve erfitt það var. Allir sneru baki við föður þínum. Honum var sýnt allt illt; fyrirlitning, viðbjóðuf. vonbrigði og reiði. Það sem særði hann þó mest var fyrirlitningin. Allir litu niður á hann og létu siðan sem þeir sæju hann ekki — nema ég.” Hún var svo einlæg, að Luke gat ekki efast um sannleiksgildi orða hennar. „Hvaðgerðist þá?" Hún svaraði ekki strax, ekki fyrr en hún hafði náð valdi á rödd sinni. „Foreldrar mínir voru mér góðir, en reiði þeirra var ægileg.” „Reiði sem beindist gegn föður mínum?” „Já. Eftir námuslysið bönnuðu þau mér að hitta hann aftur. 1 þá daga var ekki auðvelt að rísa upp gegn orðum foreldra sinna — en ég gerði það. Af því að ég gat ekki afborið að hugsa um þjáningar Enochs. Hann var aleinn. Og ég elskaði hann. Svo afar heitt. Eina nóttina laumaðist ég út og hitti hann. Við gengum út úr þorpinu og upp í fjallshlíðarnar. Faðir þinn leit út eins og hann hefði verið krossfestur. En ég elskaði hann samt. Hvað svo sem hann hefði gert. Ég get enn séð fyrir mér sársaukann I augum hans.” Rödd Nancyar brast, en hún hélt þó áfram. „Allt hafði verið tekiðfrá Enoch; vinnan, vinirnir og sjálfsálit hans. Ég gaf honum í staðinn það eina, sem ég gat boðið honum. Sjálfa mig." Þögnin var þrungin eftirvæntingu, og Luke fann sársauka hennar, þegar hún þvingaði fram orðin. „Eftir þá nótt — bar ég barn hans undir belti.” LlJKE reyndi að segja eitthvað, en orðin stóðu föst I hálsinum á honum. Nancy andvarpaði. „Faðir þinn vissi það aldrei. Eftir að við höfðum skilið þá nótt biðu foreldrar mínir eftir mér, þegar ég kom heim. Það varð allt vitlaust, þegar ég sagðist hafa verið með Enoch. Seinna, jiegar þeim skildist, að ég var með barni, sendu foreldrar mínir mig burt frá Abermorvent. Okkur var stíað í sundur, og Enoch vissi aldrei um barnið." Luke settist á girðinguna. „En hvert fórstu?” „Til Denzils, að Brynglas. Þegar ég svo að lokum fékk leyfi til að koma aftur til Abermorvent, var Enoch farinn til Afríku. Hann hafði yfirgefið mig.” Meðaumkunin gagntók Luke, þegar hann sá tekið andlit hennar. „Þvílikur harmleikur. Faðir minn hefði aldrei þurft að flytjast af landi brott. Stærsta ástæðan til þess að hann fluttist frá Abermorvent var sú, að hann hélt að þú hefðir yfirgefið hann.” Hún drúpti höfði og þagði. Reiðin óx í Luke. „En hvernig gastu leyft föður mínum að lifa I þeirri trú? Hvers vegna skrifaðirðu honum ekki?” „Og hvernig átti ég að fara að þvi?” spurði hún biturlega. „Jafnvel Morlais Jenkins vissi ekki nákvæmlega, hvar hann var. Þar að auki bar ég ekki ábyrgð á sektartilfinningu hans. Það var augljóst, að Enoch Owen gat ekki verið áfram I Abermorvent og lifað við fyrir- litningu meðbræðra sinna. „Luke hristi höfuðið. „Ég skil, að þú hugsir þannig. En faðir minn vildi sættast við heiminn, þegar hann dó. Ég held ekki, að neinn maður fari með ósannindi á dánarbeði sínum, og ég get ekki annað en trúað honum.” Hún virtist spennt, en hún svaraði ekki, leit ekki einu sinni framan I hann. „Hvað með eiginmann þinn?” hélt hann áfram, „eftir að faðir minn fluttist til Afríku?” Hún dró djúpt að sér andann. „Geraint og ég giftumst fljótlega eftir að ég kom frá Brynglas.” „Vegna barnsins?” „Það var ein af ástæðunum. Geraint og ég höfðum alltaf verið nátengd, en ekkert svipað þvi sem var á milli mín og föður þíns. Ég var ekki ástfangin af Geraint. En maður verður stundum að láta sér lærast að elska hvort annað í hjónabandinu, og ég lærði það.” Orðin stóðu föst i hálsinum á Luke. „Og — og Rhiannon?” Nancy leit upp. „Rhiannon veit ekkert um þetta. Það er engin ástæða til að hún fái að vita það núna.” Hún greip um handlegg hans. „Lofaðu mér að segja henni aldrei frá þessu. Hún er allt, sem ég á. Hún þarf ekki að vita að... að...” „Að hún sé hálfsystir min?” Nancy leit út eins og hún hefði fengið löðrung. Hann þarfnaðist ekki frekara svars. Hann leit undan, hugur hans reikaði aftur I timann, að þvi undursamlega augnabliki, þegar hann hafði haldið Rhiannon i örmum sér. Það var löng þögn áður en Luke tók aftur til máls. „Jæja, þakka þér samt fyrir að vera svona opinská við mig. Þetta hafa auðsjáanlega verið mjög sorg- leg mistök. Faðir minn elskaði aldrei konuna, sem hann giftist. Honum lærðist aldrei að elska, eins og þér. Ég held ekki, að hann hafi getað elskað aðra konu en þig.” „Mér þykir það leitt, Luke. Mjög leitt, að þetta skyldi þurfa að fara svona.” Rödd hennar var hlý. „Á vissan hátt vildi ég óska þess, að þú hefðir aldrei komið hingað. Of mörg gömul sár hafa opnast á ný. . . of mikill sársauki endur- vakinn. En ég er glöð yfir að hafa kynnst þér. Og ég held, að það sé nógu mikið af Enoch Owen í þér til að þola sannleik- ann." Hann hlustaði á hana og heyrði hvað hún sagði, en orð hennar skiptu hann engu máli. Eina hugsunin, sem komst að hjá honum, var sú, að hann gæti aldrei framar haldið Rhiannon I örmum sér. „Hvað hefurðu hugsað þér að gera nú, Luke?” Nancy Nation virtist allt i einu mjög lítil og viðkvæm. „Hvað ég geri?” Luke svaraði lág- mæltur. „Það eina sem ég get gert. Á morgun mun ég yfirgefa Rhydewel. Og reyna að gleyma, að ég hafi nokkurn tima komið hingað.” Winther vinsælustu og bestu þríhjólin 46 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.