Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 11
þær ekki fáanlegar til að gefa upp hvað þær kysu. — í Hollandi segir maður aldrei öðrum frá því hvað maður kýs, sögðu þær og bættu svo við: — Við erum ekki hingað komnar til að tala um stjórnmál og hvað þá að taka þátt í þeim. Vilt þú ganga í kiaustur? — Frá því að klaustrið var stofnað höfum við verið að bíða eftir því að einhver íslensk stúlka myndi banka upp á hjá okkur og beiðast vistar, en það hefur ekki gerst enn. — Hvernig myndi slíkt fara fram? — Ef einhver stúlka óskaði eftir inngöngu þá myndi hún byrja á því að ganga í gegnum 6 mánaða reynslutímabil, en þann tíma myndi hún ekki klæðast nunnuklæðum heldur sérstökum serk og verakölluð ungsystir. Að þessu 6 mánaða reynslutimabili loknu tekur við annað reynslutímabil, og fer lengd þess eftir samkomulagi. Eftir það vinnur nunnan nunnuheit sitt og lofar að vera fátæk, ógift og hlýðin í hvívetna. Þetta nunnuheit er til þriggja ára og að þeim tíma liðnum vinnur nunnan endanlegt nunnuheit, — og þá verður ekki aftur snúið. Yfirmaður nunnuklausturs er nefnd príorinna og er hún kosin til þriggja ára í senn lýðræðislegri kosningu innan klaustursins. Þær systir Veronika og systir Miriam hafa báðar verið príorinnur en núverandi príorinna heitir systir Agnes og hana sáum við aldrei. — Sakna nunnurnar aldrei heimalands síns? — Nei, ekki þá nema blómanna og allra túlipananna í Hollandi, en víðáttan hér á íslandi hefur einnig sína töfra, bæta þær við einum rómi. Nú voru nunnurnar orðnar óþreyju- fullar enda vorum við búnir að stela af þeim bæði íslenskutíma sem vera átti klukkan 14.30 og vinnutíma frá 15.00- 16.30 þannig að okkur var ekki lengur til setunnar boðið. Næsta atriði á dagskrá þeirra var „bænir og söngur” og af því vildu þær ómögulega missa. Og þarna stóðu þessar ágætu nunnur á tröppum klausturs síns og veifuðu til okkar í kveðjuskyni og ekki var laust við að þær sjálfar væru töfrandi í hreinleik sínum og sakleysi, líkt og víðátta íslands. EJ Ljósm.: Jim Smart. 1 Dagskrá Hér á eftir fer dagskrá nunnanna í karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði. Eftir henni er farið alla daga, hvernig sem viðrar, nema hvað á sunnudögum þá breytast dagskrárliðir sem merktir eru „vinna” í „frítími”. 5.45 Fariðáfætur. 6.15 Bænastund. 6.30- 7.30 Nunnurnar koma saman í kórnum og hugsa um Guð. 7.30- 8.00 Tekið til og hreinsað. 8.00- 8.30 Messa. Kaþólskur prestur messar. 8.30- 9.00 Morgunmatur. Yfirleitt aðeins brauðsneið m/osti. 9.00-11.00 Vinna. Innrömmun og ýmis- legt annað dundur. 11.00-11.30 Sálmur. 11.30- 12.00 Matur. í hádeginu er alltaf heit máltíð. 12.00-13.30 Nunnurnar ræða saman og ganga sér til hressingar í garðinum. 13.30- 14.00 Vinna. Innrömmun og þess háttar. 14.00-14.30. Andlegar bókmenntir. 14.30- 15.00 íslenska (sjálfsnám). 15.00-16.30 Vinna. 16.30- 17.00 Söngur og bænir. 17.00-18.00 Hugleiðing. 18.00-18.30 Kvöldverður. Á kvöldin er kaldur matur. 18.30- 19.30 Samkomustund. Þá ræða nunnurnarsaman. 19.30- 20.00 Bænahald með söng. 20.00-21.00 Frítími. Hver nunna ræður þá tíma sínum, hver í sínu herbergi. 21.00 Sálmur og bænahald, — síð- an er gengið til náða. Klukkan 5.45 daginn eftir hefst dagurinn á nákvæmlega sama hátt og áður, og þannig gengur þetta allt frá því að nunnan vinnur nunnuheit sitt og þar til hún deyr drottni sinum, þeim hinum sama og hún hefur helgað líf sitt. Slíkt fólk getur ekki óttastdauðann. EJ :V. 23. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.