Vikan


Vikan - 07.06.1979, Síða 11

Vikan - 07.06.1979, Síða 11
þær ekki fáanlegar til að gefa upp hvað þær kysu. — í Hollandi segir maður aldrei öðrum frá því hvað maður kýs, sögðu þær og bættu svo við: — Við erum ekki hingað komnar til að tala um stjórnmál og hvað þá að taka þátt í þeim. Vilt þú ganga í kiaustur? — Frá því að klaustrið var stofnað höfum við verið að bíða eftir því að einhver íslensk stúlka myndi banka upp á hjá okkur og beiðast vistar, en það hefur ekki gerst enn. — Hvernig myndi slíkt fara fram? — Ef einhver stúlka óskaði eftir inngöngu þá myndi hún byrja á því að ganga í gegnum 6 mánaða reynslutímabil, en þann tíma myndi hún ekki klæðast nunnuklæðum heldur sérstökum serk og verakölluð ungsystir. Að þessu 6 mánaða reynslutimabili loknu tekur við annað reynslutímabil, og fer lengd þess eftir samkomulagi. Eftir það vinnur nunnan nunnuheit sitt og lofar að vera fátæk, ógift og hlýðin í hvívetna. Þetta nunnuheit er til þriggja ára og að þeim tíma liðnum vinnur nunnan endanlegt nunnuheit, — og þá verður ekki aftur snúið. Yfirmaður nunnuklausturs er nefnd príorinna og er hún kosin til þriggja ára í senn lýðræðislegri kosningu innan klaustursins. Þær systir Veronika og systir Miriam hafa báðar verið príorinnur en núverandi príorinna heitir systir Agnes og hana sáum við aldrei. — Sakna nunnurnar aldrei heimalands síns? — Nei, ekki þá nema blómanna og allra túlipananna í Hollandi, en víðáttan hér á íslandi hefur einnig sína töfra, bæta þær við einum rómi. Nú voru nunnurnar orðnar óþreyju- fullar enda vorum við búnir að stela af þeim bæði íslenskutíma sem vera átti klukkan 14.30 og vinnutíma frá 15.00- 16.30 þannig að okkur var ekki lengur til setunnar boðið. Næsta atriði á dagskrá þeirra var „bænir og söngur” og af því vildu þær ómögulega missa. Og þarna stóðu þessar ágætu nunnur á tröppum klausturs síns og veifuðu til okkar í kveðjuskyni og ekki var laust við að þær sjálfar væru töfrandi í hreinleik sínum og sakleysi, líkt og víðátta íslands. EJ Ljósm.: Jim Smart. 1 Dagskrá Hér á eftir fer dagskrá nunnanna í karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði. Eftir henni er farið alla daga, hvernig sem viðrar, nema hvað á sunnudögum þá breytast dagskrárliðir sem merktir eru „vinna” í „frítími”. 5.45 Fariðáfætur. 6.15 Bænastund. 6.30- 7.30 Nunnurnar koma saman í kórnum og hugsa um Guð. 7.30- 8.00 Tekið til og hreinsað. 8.00- 8.30 Messa. Kaþólskur prestur messar. 8.30- 9.00 Morgunmatur. Yfirleitt aðeins brauðsneið m/osti. 9.00-11.00 Vinna. Innrömmun og ýmis- legt annað dundur. 11.00-11.30 Sálmur. 11.30- 12.00 Matur. í hádeginu er alltaf heit máltíð. 12.00-13.30 Nunnurnar ræða saman og ganga sér til hressingar í garðinum. 13.30- 14.00 Vinna. Innrömmun og þess háttar. 14.00-14.30. Andlegar bókmenntir. 14.30- 15.00 íslenska (sjálfsnám). 15.00-16.30 Vinna. 16.30- 17.00 Söngur og bænir. 17.00-18.00 Hugleiðing. 18.00-18.30 Kvöldverður. Á kvöldin er kaldur matur. 18.30- 19.30 Samkomustund. Þá ræða nunnurnarsaman. 19.30- 20.00 Bænahald með söng. 20.00-21.00 Frítími. Hver nunna ræður þá tíma sínum, hver í sínu herbergi. 21.00 Sálmur og bænahald, — síð- an er gengið til náða. Klukkan 5.45 daginn eftir hefst dagurinn á nákvæmlega sama hátt og áður, og þannig gengur þetta allt frá því að nunnan vinnur nunnuheit sitt og þar til hún deyr drottni sinum, þeim hinum sama og hún hefur helgað líf sitt. Slíkt fólk getur ekki óttastdauðann. EJ :V. 23. tbl. Vikan II

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.